Tvöfalda viðbúnað á Ljósanótt í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. september 2024 12:37 Bjarney Annelsdóttir, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Vísir/Egill Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt tónlistar- og bæjarhátíð í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Búist er við talsvert fleiri gestum á hátíðinni í kvöld og viðbúnaður lögreglu verður meira en tvöfaldaður miðað við það sem var í gær. Líkamsárásirnar sem tilkynntar voru eru allar minniháttar. Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að í einu tilvikinu hafi ungur drengur tilkynnt um að annar hafi lamið sig. Gerandi sé óþekktur. Tilkynnt hafi verið um hinar árásirnar við skemmtistaðinn Rána í Reykjanesbæ. Í annarri hafi þolandi verið með skurð á höfði en gerandi óþekktur. Í þeirri þriðju var kona með áverka á andliti og lögregla telur sig vita hver hafi verið að verki. Enginn hefur verið handtekinn vegna tilkynninganna. „Við erum nokkuð sátt með síðustu nótt en það var talsverð ölvun, og miðað við veðrið í gær kom það okkur á óvart. En aðalkvöldið er í kvöld og við hvetjum fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Bjarney. Verðið þið með sama viðbúnað í kvöld en í gær, eða ætliði að auka við hann? „Það er meira en tvöfalt frá því í gær.“ Þannig að þið eruð við öllu búin? „Við erum við öllu búin,“ segir Bjarney. Með ólöglega gasskammbyssu Þá virðist allt hafa farið vel fram á Októberfest á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Hvorki var tilkynnt um ofbeldisbrot né kvartað undan hávaða, að sögn lögreglu. Þá var ökumaður sem stöðvaður var við hefðbundið umferðareftirlit í miðborginni handtekinn eftir að lögreglumenn komu auga á skaft af skotvopni í bílnum. Vopnið reyndist svokölluð gassskammbyssa, airsoft-byssa þar sem kúlum er skotið með gashylki. Slíkar byssur eru ólöglegar hér á landi. Einnig fannst stór hnífur og meint fíkniefni í bílnum, auk þess sem ökumaðurinn reyndist ölvaður. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu. Reykjanesbær Lögreglumál Ljósanótt Tengdar fréttir Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um einstakling sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar laganna verðir hafi komið á vettvang hafi hópur verið í kringum einstaklinginn, og þá hafi verið nokkur æsingur. 7. september 2024 07:33 Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Lögreglu var tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt í gærkvöldi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum sem voru ölvuð og undir aldri. 7. september 2024 10:13 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Líkamsárásirnar sem tilkynntar voru eru allar minniháttar. Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn á Suðurnesjum segir að í einu tilvikinu hafi ungur drengur tilkynnt um að annar hafi lamið sig. Gerandi sé óþekktur. Tilkynnt hafi verið um hinar árásirnar við skemmtistaðinn Rána í Reykjanesbæ. Í annarri hafi þolandi verið með skurð á höfði en gerandi óþekktur. Í þeirri þriðju var kona með áverka á andliti og lögregla telur sig vita hver hafi verið að verki. Enginn hefur verið handtekinn vegna tilkynninganna. „Við erum nokkuð sátt með síðustu nótt en það var talsverð ölvun, og miðað við veðrið í gær kom það okkur á óvart. En aðalkvöldið er í kvöld og við hvetjum fólk til að ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Bjarney. Verðið þið með sama viðbúnað í kvöld en í gær, eða ætliði að auka við hann? „Það er meira en tvöfalt frá því í gær.“ Þannig að þið eruð við öllu búin? „Við erum við öllu búin,“ segir Bjarney. Með ólöglega gasskammbyssu Þá virðist allt hafa farið vel fram á Októberfest á háskólasvæðinu í Vatnsmýrinni í gærkvöldi. Hvorki var tilkynnt um ofbeldisbrot né kvartað undan hávaða, að sögn lögreglu. Þá var ökumaður sem stöðvaður var við hefðbundið umferðareftirlit í miðborginni handtekinn eftir að lögreglumenn komu auga á skaft af skotvopni í bílnum. Vopnið reyndist svokölluð gassskammbyssa, airsoft-byssa þar sem kúlum er skotið með gashylki. Slíkar byssur eru ólöglegar hér á landi. Einnig fannst stór hnífur og meint fíkniefni í bílnum, auk þess sem ökumaðurinn reyndist ölvaður. Hann var því handtekinn og vistaður í fangageymslu.
Reykjanesbær Lögreglumál Ljósanótt Tengdar fréttir Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um einstakling sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar laganna verðir hafi komið á vettvang hafi hópur verið í kringum einstaklinginn, og þá hafi verið nokkur æsingur. 7. september 2024 07:33 Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Lögreglu var tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt í gærkvöldi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum sem voru ölvuð og undir aldri. 7. september 2024 10:13 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Sáu skefti sem reyndist vera af gasskammbyssu Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöld eða nótt tilkynnt um einstakling sem hafði valdið eignaspjöllum á hóteli í miðbæ Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu segir að þegar laganna verðir hafi komið á vettvang hafi hópur verið í kringum einstaklinginn, og þá hafi verið nokkur æsingur. 7. september 2024 07:33
Þrjár líkamsárásir á Ljósanótt Lögreglu var tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á Ljósanótt í gærkvöldi. Þá var einn tekinn fyrir ölvunarakstur og þá hafði lögregla afskipti af tveimur ungmennum sem voru ölvuð og undir aldri. 7. september 2024 10:13