Fimm ára samningar heyra sögunni til hjá Ölmu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. september 2024 15:20 Ingólfur Árni Gunnarsson er framkvæmdastjóri Ölmu leigufélags. Alma íbúðafélag sem hingað til hefur gert allt að fimm ára leigusamninga hefur ákveðið að bjóða aðeins upp á 13 mánaða leigusamning. Tilefnið er ný húsaleigulög sem tóku gildi um mánaðamótin. Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags, segir ákveðna óvissu í loftinu hvernig nýju lögunum verði framfylgt af Kærunefnd húsamála. „Félagið hefur því aðlagað þjónustuframboð sitt til að mæta þessari réttaróvissu og hefur hætt að bjóða aðra leigusamning en til 13 mánaða, en áður bauð Alma upp á leigusamninga til allt að fimm ára,“ segir Ingólfur í fréttatilkynningu. Alma var með 1046 íbúðir í eignasafni sínu í lok júní en félagið seldi átta íbúðir á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá er félagið með 58 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði í sinni eign. Hagsmunasamtök ósátt Ný húsaleigulög tóku gildi þann 1. september. Markmiðið var að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Með breytingum verður vísitölutenging styttri samninga óheimil, auk þess sem skilyrði verða sett fyrir því að leigjendur eða leigusalar geti farið fram á breytingar á leigufjárhæð. Leigjendur og húseigendur hafa fussað og sveiað yfir breytingunum. Lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Fulltrúar beggja hreyfinga hafa kallað eftir nýrri löggjöf. Fyrrverandi innviðaráðherra hafnar því að ekki hafi verið haft samráð við húseigendur og leigjendur þegar unnið var að breytingum á húsaleigulöggjöfinni. Vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Ég býst við formaður Samtaka leigjenda hafi viljað ganga miklu lengra, ég heyrt hann halda því fram áður. Og ég get ímyndað mér að fulltrúi húsaeigendanna hafi ekki viljað sjá neinar breytingar á því fyrirkomulagi sem er í dag,“ segir Sigurður. Sterkur leigumarkaður næstu misseri Stjórn Ölmu samþykkti í dag árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024. 266 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum, eigið fé í lok júní nam 35 milljörðum króna og heildareignið rúmlega 110 milljörðum króna. „Við erum nokkuð ánægð með rekstur félagsins á síðasta árshelmingi og erum sérstaklega þakklát fyrir góða eftirspurn viðskiptavina okkar eftir þjónustu félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir jókst um 437millj. kr. eða 28% og var tæplega 2 milljarðar kr. Sá rekstrarbati skýrist að mestu af útleigu á nýbyggðu atvinnuhúsnæði sem var ekki tekjuberandi á fyrri hluta síðasta árs,“ segir Ingólfur Árni í tilkynningu. Eftirspurn eftir leigu íbúðarhúsnæðis hafi verið sterk á tímabilinu og þrátt fyrir að íbúðir Ölmu í Grindavík séu algjörlega ótekjuberandi þá hafi afkoma af leigu íbúðarhúsnæðis haldist nokkuð stöðug milli ára. „Miðað við núverandi vaxtastig gerum við ráð fyrir að framboð á nýju íbúðarhúsnæði muni ekki halda í við aukna eftirspurn a.m.k. næstu 2-3 árin og því teljum við að leigumarkaður íbúðarhúsnæðis haldist sterkur næstu misserin.“ Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira
Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags, segir ákveðna óvissu í loftinu hvernig nýju lögunum verði framfylgt af Kærunefnd húsamála. „Félagið hefur því aðlagað þjónustuframboð sitt til að mæta þessari réttaróvissu og hefur hætt að bjóða aðra leigusamning en til 13 mánaða, en áður bauð Alma upp á leigusamninga til allt að fimm ára,“ segir Ingólfur í fréttatilkynningu. Alma var með 1046 íbúðir í eignasafni sínu í lok júní en félagið seldi átta íbúðir á fyrstu sex mánuðum ársins. Þá er félagið með 58 þúsund fermetra af atvinnuhúsnæði í sinni eign. Hagsmunasamtök ósátt Ný húsaleigulög tóku gildi þann 1. september. Markmiðið var að bæta réttarstöðu leigjenda og auka húsnæðisöryggi. Með breytingum verður vísitölutenging styttri samninga óheimil, auk þess sem skilyrði verða sett fyrir því að leigjendur eða leigusalar geti farið fram á breytingar á leigufjárhæð. Leigjendur og húseigendur hafa fussað og sveiað yfir breytingunum. Lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við þau meðan lögin voru í smíðum. Fulltrúar beggja hreyfinga hafa kallað eftir nýrri löggjöf. Fyrrverandi innviðaráðherra hafnar því að ekki hafi verið haft samráð við húseigendur og leigjendur þegar unnið var að breytingum á húsaleigulöggjöfinni. Vinnuferlið hafi verið langt og á þeim tíma hafi verið mikið samráð og samtal. „Ég býst við formaður Samtaka leigjenda hafi viljað ganga miklu lengra, ég heyrt hann halda því fram áður. Og ég get ímyndað mér að fulltrúi húsaeigendanna hafi ekki viljað sjá neinar breytingar á því fyrirkomulagi sem er í dag,“ segir Sigurður. Sterkur leigumarkaður næstu misseri Stjórn Ölmu samþykkti í dag árshlutareikning fyrir fyrri hluta ársins 2024. 266 milljóna króna hagnaður varð af rekstrinum, eigið fé í lok júní nam 35 milljörðum króna og heildareignið rúmlega 110 milljörðum króna. „Við erum nokkuð ánægð með rekstur félagsins á síðasta árshelmingi og erum sérstaklega þakklát fyrir góða eftirspurn viðskiptavina okkar eftir þjónustu félagsins. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingar og afskriftir jókst um 437millj. kr. eða 28% og var tæplega 2 milljarðar kr. Sá rekstrarbati skýrist að mestu af útleigu á nýbyggðu atvinnuhúsnæði sem var ekki tekjuberandi á fyrri hluta síðasta árs,“ segir Ingólfur Árni í tilkynningu. Eftirspurn eftir leigu íbúðarhúsnæðis hafi verið sterk á tímabilinu og þrátt fyrir að íbúðir Ölmu í Grindavík séu algjörlega ótekjuberandi þá hafi afkoma af leigu íbúðarhúsnæðis haldist nokkuð stöðug milli ára. „Miðað við núverandi vaxtastig gerum við ráð fyrir að framboð á nýju íbúðarhúsnæði muni ekki halda í við aukna eftirspurn a.m.k. næstu 2-3 árin og því teljum við að leigumarkaður íbúðarhúsnæðis haldist sterkur næstu misserin.“
Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Viðskipti innlent Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Viðskipti innlent Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Viðskipti innlent Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Sögulegur hagnaður á samrunatímum Viðskipti innlent Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Neytendur Fleiri fréttir Gervigreindin geti verið lykillinn að tollalækkun Besti fjórðungurinn í sögu Alvotech Sögulegur hagnaður á samrunatímum Óskar úr fjarskiptum í fiskinn Hætt sem framkvæmdastjóri Klíníkurinnar Lægri tollar á samkeppnisríkin veiki stöðuna svo um munar Atvinnuleysi eykst hægt með lækkandi sól Almannatenglar stofna fjölmiðil Lánshæfið hækkar úr stöðugu í jákvætt Fleiri ferðamenn og fleiri utanlandsferðir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Sjá meira