Kópavogsmódelið - Hagsmunir og þarfir barna Halla Ösp Hallsdóttir skrifar 6. september 2024 13:31 Leikskólar á Íslandi eru fyrsta skólastigið og er metnaður í starfi leikskólana greinilegur. Því þurfa þeir að fá tækifæri til þess að sinna þróun á lærdómssamfélagi barna, foreldra og kennara. Kópavogsmódelið hefur haft jákvæð áhrif á bæði börn og kennara. Fyrir kennarar hefur skapast aukið svigrúm til viðveru með börnunum sem og skipulagningu starfsins. Börnin fá aukið svigrúm til þess að njóta sín í skólanum og efla félags- og vitmunaþroska. Í skólum bæjarins hefur stöðuleiki og starfsánægja aukist. Metnaður foreldra fyrir hönd barna sinna er sýnilegur í leikskólastarfinu. Þar sem feður ekki síður en mæður hafa mikinn áhuga á uppeldi barna sinna og vilja ólmir vera virkir þátttakendur í lífi þeirra. Sem dæmi má nefna höfum við ný lokið aðlögun barna í leikskólanum og þar tóku feður til jafns við mæður virkan þátt í aðlöguninni. Sýnileg samvinna virðist einnig vera til staðar hjá foreldrum þegar kemur að því að sækja og koma með börnin í leikskólann. Eins og könnun sem framkvæmd var síðast liðinn vetur gaf til kynna. Má lesa úr því að jafnræði virðist ríkja á meðal foreldra. Hver morgun í leikskólanum byrjar ekki lengur á því að raða niður, leysa göt, leysa daginn og vona að dagurinn gangi upp. Heldur byrjar hver morgun á því að ræða það faglega starf sem við ætlum okkur að framkvæma fyrir daginn. Þar sem kennarinn er mótandi í leikskólastarfi og ber ábyrgð á að skapa sérhverju barni tækifæri og bestu aðstæður til náms í leik þar sem barnið stjórnar framgangi leiksins. Einnig hvernig kennarinn undirbýr og vinnur útfrá áhuga barnanna, les í leikinn, skráir og áttar sig á stöðu hvers barns, hvaða áskorun hvert barn þarf, skipuleggur og býður fram kveikjur til leikja. Áður en módelið var tekið í notkun var mikið um skyndilegar lokanir þar sem mikil mannekla var vegna álags. Nú er boðið upp á skráningardaga í vetrarfríum, milli jóla og nýárs sem og dymbilviku. Nú hefur reynt á þessa daga í einn vetur og hefur sú reynsla sýnt okkur að þetta fyrirkomulag gengur vel bæði fyrir börn, foreldra og kennara. Í þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri í Kópavogsbæ hefur Kópavogsmódelið skipt sköpum í öllu starfi skólans. Aukin stöðuleiki í starfsmannahaldi, starfsþróun og faglegu starfi. Ávallt þurfum við þó að vera tilbúin til umbóta og þróunar með skólasamfélagið í heild að leiðarljósi. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Leikskólar Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Leikskólar á Íslandi eru fyrsta skólastigið og er metnaður í starfi leikskólana greinilegur. Því þurfa þeir að fá tækifæri til þess að sinna þróun á lærdómssamfélagi barna, foreldra og kennara. Kópavogsmódelið hefur haft jákvæð áhrif á bæði börn og kennara. Fyrir kennarar hefur skapast aukið svigrúm til viðveru með börnunum sem og skipulagningu starfsins. Börnin fá aukið svigrúm til þess að njóta sín í skólanum og efla félags- og vitmunaþroska. Í skólum bæjarins hefur stöðuleiki og starfsánægja aukist. Metnaður foreldra fyrir hönd barna sinna er sýnilegur í leikskólastarfinu. Þar sem feður ekki síður en mæður hafa mikinn áhuga á uppeldi barna sinna og vilja ólmir vera virkir þátttakendur í lífi þeirra. Sem dæmi má nefna höfum við ný lokið aðlögun barna í leikskólanum og þar tóku feður til jafns við mæður virkan þátt í aðlöguninni. Sýnileg samvinna virðist einnig vera til staðar hjá foreldrum þegar kemur að því að sækja og koma með börnin í leikskólann. Eins og könnun sem framkvæmd var síðast liðinn vetur gaf til kynna. Má lesa úr því að jafnræði virðist ríkja á meðal foreldra. Hver morgun í leikskólanum byrjar ekki lengur á því að raða niður, leysa göt, leysa daginn og vona að dagurinn gangi upp. Heldur byrjar hver morgun á því að ræða það faglega starf sem við ætlum okkur að framkvæma fyrir daginn. Þar sem kennarinn er mótandi í leikskólastarfi og ber ábyrgð á að skapa sérhverju barni tækifæri og bestu aðstæður til náms í leik þar sem barnið stjórnar framgangi leiksins. Einnig hvernig kennarinn undirbýr og vinnur útfrá áhuga barnanna, les í leikinn, skráir og áttar sig á stöðu hvers barns, hvaða áskorun hvert barn þarf, skipuleggur og býður fram kveikjur til leikja. Áður en módelið var tekið í notkun var mikið um skyndilegar lokanir þar sem mikil mannekla var vegna álags. Nú er boðið upp á skráningardaga í vetrarfríum, milli jóla og nýárs sem og dymbilviku. Nú hefur reynt á þessa daga í einn vetur og hefur sú reynsla sýnt okkur að þetta fyrirkomulag gengur vel bæði fyrir börn, foreldra og kennara. Í þau ár sem ég hef starfað sem leikskólastjóri í Kópavogsbæ hefur Kópavogsmódelið skipt sköpum í öllu starfi skólans. Aukin stöðuleiki í starfsmannahaldi, starfsþróun og faglegu starfi. Ávallt þurfum við þó að vera tilbúin til umbóta og þróunar með skólasamfélagið í heild að leiðarljósi. Höfundur er leikskólastjóri í Kópavogi.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar