Er skeið Sjálfstæðisflokksins liðið? Reynir Böðvarsson skrifar 5. september 2024 18:03 Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega ekkert erindi í íslenskri pólitík annað en að standa vörð um hagsmuni ríkasta 10% þjóðarinnar. Hann hefur aldrei haft annað erindi og allt frá stofnun hans hefur hann verið helsta hindrun framfara í landinu. Það er verkalýðshreyfingin ásamt vinstri flokkunum sem hafa áorkað þeim umbótum og framförum sem orðið hafa, nánast alltaf í andstöðu við vilja Sjálfstæðisflokksins. Það er verkalýðshreyfingin, með hjálp vinstrisins, sem hefur mótað það jákvæða í íslensku samfélagi bæði hvað varðar kjör launafólks og lagaleg réttindi. Framsóknarflokkurinn var hluti af vinstrinu framan af, átti stóran hlut í uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar, tók síðan ásamt Sjálfstæðisflokknum þátt í helmingaskiptunum í hermanginu og þeirri spillingu allri, en hvarf síðan endanlega til hægri með tilkomu nýfrjálshyggjunnar og snérust á sveif með Sjálfstæðisflokknum í auðvaldsvæðingu landsins. Með stofnun verkalýðsfélaga tókst að hækka laun, stytta vinnudag og bæta vinnuaðstæður. Með beinum þrýstingi og samningum náði verkalýðshreyfingin fram mikilvægum árangri, svo sem lögum um vinnuvernd, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, og lögum um almannatryggingar. Þetta tryggði betri réttindi fyrir launafólk, eins og veikindarétt, orlof og atvinnuleysistryggingar. Verkalýðshreyfingin átti stóran þátt í að byggja upp samtryggingarkerfið á Íslandi, sem hafði gríðarleg áhrif á velferð launafólks. Þessi kerfi tryggðu réttindi eins og fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur og lífeyri. Íslensk verkalýðshreyfing átti einnig hlutdeild í því að bæta húsnæðismál með því að stofna verkamannabústaði og stuðla að stofnun húsnæðissamvinnufélaga. Þetta auðveldaði launafólki að eignast eigið húsnæði. Öllum þessum umbótum barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn og reyndu ásamt félögum atvinnurekenda, sem er í rauninni félagsskapur auðmanna þar sem hver króna gefur atkvæði, á allan hátt að koma í veg fyrir. Verkalýðshreyfingin stofnaði og studdi pólitísk öfl sem börðust fyrir réttindum launafólks, sérstaklega Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn sem átti sér sterkar rætur í verkalýðshreyfingunni og áttu báðir þessir flokkar eftir að verða stór þáttur í íslenskum stjórnmálum. Samvinnuhreyfingin var samtvinnuð verkalýðshreyfingunni og hafði mikil áhrif á að bæta efnahagsleg réttindi launafólks. Hún átti stóran þátt í því að stofna kaupfélög og samvinnufélög sem gátu veitt verkamönnum og öðrum launþegum hagstæðari kjör. Í heildina náði íslensk verkalýðshreyfing miklum árangri í að bæta kjör og réttindi launafólks og hafði umtalsverð áhrif á þróun íslensks velferðarkerfis. Þessi barátta var þó ekki án mótstöðu, en í samvinnu með stjórnmálaöflum og félagslegum hreyfingum tókst henni að ná umtalsverðum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn barðist alla tíð gegn þessum umbótum ásamt samtökum atvinnurekenda. Nú er fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum. Er almenningur loks að átta sig á hverskonar flokkur þetta er, átta sig á að sagan sem sögð er á síðum Morgunblaðsins og úr ræðupúltinu í Valhöll er ekki sönn? Er fólk farið að átta sig á að þetta er flokkur auðvaldsins sem berst gegn og hefur alltaf barist gegn réttindum og velferð hins almenna launþega? Að ofangreind saga sé að renna upp fyrir fólki og að það hafi látið sig glepjast af hugmyndinni um samvinnu allra stétta? Ég held að minnsta kosti að það sé von um það í ljósi þess fylgis sem flokkurinn nú virðist hafa og hversu hörmulega honum hefur tekist að halda á málum síðustu áratugi. Þolinmæði fólks er þrotin, fólk er búið að fá nóg, búið að fá nóg af Sjálfstæðisflokknum. Ofan á allt annað er svo spillingin sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar, Eimreiðarelítan. Skeið Sjálfstæðisflokksins er vonandi liðið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Sjálfstæðisflokkurinn Stéttarfélög Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur náttúrulega ekkert erindi í íslenskri pólitík annað en að standa vörð um hagsmuni ríkasta 10% þjóðarinnar. Hann hefur aldrei haft annað erindi og allt frá stofnun hans hefur hann verið helsta hindrun framfara í landinu. Það er verkalýðshreyfingin ásamt vinstri flokkunum sem hafa áorkað þeim umbótum og framförum sem orðið hafa, nánast alltaf í andstöðu við vilja Sjálfstæðisflokksins. Það er verkalýðshreyfingin, með hjálp vinstrisins, sem hefur mótað það jákvæða í íslensku samfélagi bæði hvað varðar kjör launafólks og lagaleg réttindi. Framsóknarflokkurinn var hluti af vinstrinu framan af, átti stóran hlut í uppbyggingu samvinnuhreyfingarinnar, tók síðan ásamt Sjálfstæðisflokknum þátt í helmingaskiptunum í hermanginu og þeirri spillingu allri, en hvarf síðan endanlega til hægri með tilkomu nýfrjálshyggjunnar og snérust á sveif með Sjálfstæðisflokknum í auðvaldsvæðingu landsins. Með stofnun verkalýðsfélaga tókst að hækka laun, stytta vinnudag og bæta vinnuaðstæður. Með beinum þrýstingi og samningum náði verkalýðshreyfingin fram mikilvægum árangri, svo sem lögum um vinnuvernd, lögum um stéttarfélög og vinnudeilur, og lögum um almannatryggingar. Þetta tryggði betri réttindi fyrir launafólk, eins og veikindarétt, orlof og atvinnuleysistryggingar. Verkalýðshreyfingin átti stóran þátt í að byggja upp samtryggingarkerfið á Íslandi, sem hafði gríðarleg áhrif á velferð launafólks. Þessi kerfi tryggðu réttindi eins og fæðingarorlof, atvinnuleysisbætur og lífeyri. Íslensk verkalýðshreyfing átti einnig hlutdeild í því að bæta húsnæðismál með því að stofna verkamannabústaði og stuðla að stofnun húsnæðissamvinnufélaga. Þetta auðveldaði launafólki að eignast eigið húsnæði. Öllum þessum umbótum barðist Sjálfstæðisflokkurinn gegn og reyndu ásamt félögum atvinnurekenda, sem er í rauninni félagsskapur auðmanna þar sem hver króna gefur atkvæði, á allan hátt að koma í veg fyrir. Verkalýðshreyfingin stofnaði og studdi pólitísk öfl sem börðust fyrir réttindum launafólks, sérstaklega Alþýðuflokkinn og Sósíalistaflokkinn sem átti sér sterkar rætur í verkalýðshreyfingunni og áttu báðir þessir flokkar eftir að verða stór þáttur í íslenskum stjórnmálum. Samvinnuhreyfingin var samtvinnuð verkalýðshreyfingunni og hafði mikil áhrif á að bæta efnahagsleg réttindi launafólks. Hún átti stóran þátt í því að stofna kaupfélög og samvinnufélög sem gátu veitt verkamönnum og öðrum launþegum hagstæðari kjör. Í heildina náði íslensk verkalýðshreyfing miklum árangri í að bæta kjör og réttindi launafólks og hafði umtalsverð áhrif á þróun íslensks velferðarkerfis. Þessi barátta var þó ekki án mótstöðu, en í samvinnu með stjórnmálaöflum og félagslegum hreyfingum tókst henni að ná umtalsverðum árangri. Sjálfstæðisflokkurinn barðist alla tíð gegn þessum umbótum ásamt samtökum atvinnurekenda. Nú er fylgi Sjálfstæðisflokksins í sögulegu lágmarki samkvæmt skoðanakönnunum. Er almenningur loks að átta sig á hverskonar flokkur þetta er, átta sig á að sagan sem sögð er á síðum Morgunblaðsins og úr ræðupúltinu í Valhöll er ekki sönn? Er fólk farið að átta sig á að þetta er flokkur auðvaldsins sem berst gegn og hefur alltaf barist gegn réttindum og velferð hins almenna launþega? Að ofangreind saga sé að renna upp fyrir fólki og að það hafi látið sig glepjast af hugmyndinni um samvinnu allra stétta? Ég held að minnsta kosti að það sé von um það í ljósi þess fylgis sem flokkurinn nú virðist hafa og hversu hörmulega honum hefur tekist að halda á málum síðustu áratugi. Þolinmæði fólks er þrotin, fólk er búið að fá nóg, búið að fá nóg af Sjálfstæðisflokknum. Ofan á allt annað er svo spillingin sem vel er lýst í bók Þorvaldar Logasonar, Eimreiðarelítan. Skeið Sjálfstæðisflokksins er vonandi liðið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun