Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson skrifar 5. september 2024 12:01 Samfélagið hefur villst af leið. Samfélag sem stjórnast af efnahagslegum forsendum frekar en manneskjulegum; samfélag sem leggur ofurkapp á hagræði og skilvirkni, og grefur undan lykilstofnunum sínum; samfélag sem þrýstir fólki í að eiga samskipti við og í gegnum skjái, á kostnað beinna samskipta hvert við annað; samfélag sem upphefur einstaklingshyggju og verðleikaræði, í stað samtakamáttar, samúðarskilnings og samhjálpar, er samfélag sem mun alltaf hola sig að innan og skilja íbúa þess eftir einangraðri, vansælli og viðkvæmari. Slíkt samfélag er firrt þar sem böndin sem binda samfélagið saman hafa tronsað og félagslegt heilbrigði þess laskast. Slíkt samfélag hefur tapað sjálfu sér. Firring samfélagsins birtist í stórum og vaxandi vandamálum þess sem einstaklingar finna á eigin skinni. Aukin angist fólks, sem til dæmis má greina í hækkandi tíðni einmanaleika, kvíða, og kulnunar. Harðskeittari skautun (e. polarization) með tilheyrandi afmennskun, afvegaleiðingu, útilokun og hatursorðræðu. Vaxandi ójöfnuður þar sem þeir ríku verða sífellt ríkari og valdameiri –græða þannig á ástandinu og vilja viðhalda því – á meðan þeir fátæku sitja fastir í fátækt. Þverrandi öryggiskennd fólks þar sem fólk upplifir að heimurinn sé sífellt hættulegri og því beri að forðast ókunnuga – og fólk fer að ganga um með hnífa á almannafæri. Og stóraukin neysluhegðun þar sem fólk kaupir meira en það þarf sem einhvers konar friðþæging fyrir vaxandi vansæld og óöryggi, eru allt dæmi um samfélagsleg vandamál sem eru raunveruleg og stafa af vanrækslu á félagslegum þörfum fólks og innviðum samfélaga. Slík félagsleg firring samfélagsins er átakanleg, ekki síst fyrir þær sakir að hún ætti ekki að koma neinum á óvart. En fólk í samfélagi er gjarnan haldið athyglisblindu gagnvart þessari þróun sem virðist þannig falin í allra augsýn. Fólk sér ekki endilega samfélagið og gerir sér því ekki grein fyrir uppsöfnuðum áhrifum athafna þess fyrir almenna velferð. Fólk flýtur sofandi að feigðarósi á meðan óveðursskýin hrannast upp. Svör ráðamanna við vaxandi vandamálum fólks taka ekki á rót vandans. Þrátt fyrir stórar yfirlýsingar þeirra um aukið samtal og samvinnu til að leysa vandann, þá verður lítið úr framkvæmdum því skammtímahagsmunir stjórnmálanna taka jafnan yfir og stóru málin sitja eftir óuppgerð. Viðbrögð ráðamanna einkennast því af bútasaumi sem annars vegar miðast að því að reyna að halda vandamálunum í skefjum (til dæmis með því að vopnvæða lögreglu og fjölga eftirlitsmyndavélum) eða setja plástra á sár (til dæmis með því að fjölga félagsráðgjöfum og sálfræðingum). Þó báðar leiðirnar geti skilað einhverjum árangri, og fjölgun í fagstéttum sem hjálpa fólki að glíma við samfélag firringar sé vissulega mikilvægt, þá taka slíkar ákvarðanir ekki á rótum vandans. Forsætisráðherra lét hafa eftir sér nýliðna helgi að það þyrfti að bregðast við auknum hnífaburði ungmenna með því að auka sýnileika lögreglumanna. Aðgerð sem er af sama meiði og þegar ráðamenn í Bandaríkjunum vildja bregðast við skotárásum í skólum með því að fjölga lögreglumönnum innan skólanna og jafnvel vopnvæða kennarana. Aðgerðir sem fela í sér að vandamálin séu af persónulegum toga en ekki samfélagslegum. Slíkar aðgerðir afvegaleiða umræðuna í stað þess að beina sjónum að undirliggjandi firringu samfélagsins og ástæðum hennar. Bönd samfélagsins halda því áfram að trosna og samfélagið að gliðna í sundur. Fólk heldur áfram að detta ofan í sprungur þess, sem því reynist illmögulegt að komast upp úr. Það er einungis brugðist við þegar skaðinn er skeður. Vandamál samfélagsins sem fólk finnur vel á eigin skinni eru, með öðrum orðum, tengd hugmyndafræði og formi þess frekar en fólkinu sem í því býr. Þegar grafið er undan félagslegum stofnunum samfélagins í stað þess að upphefja þær, næra og styrkja, þá grefur það undan félagslegu heilbrigði þess. Blinda ráðamanna – sem og almennings – gagnvart mikilvægi félagslegra tengsla og samvitundar er þannig afdrifarík. Sú vanræksla sem hlýst af slíkri blindu hefur óæskilegar og hættulegar afleiðingar í för með sér og grefur undan heilbrigði einstaklinga og samfélaga. Vaxandi vanlíðan fólks, aukin stéttskipting, kraumandi spenna og undiralda, rafbyssur, sérsveitir og eftirlitsmyndavélar sem venjulegur hluti af veruleika fólks í samfélaginu, ætti að vekja okkur til meðvitundar um að samfélagið er á vondri vegferð. Samfélag sem vill læknast og finna sjálft sig þarf að hlúa að félagslegu heilbrigði sínu og því sem gerir það að samfélagi, í stað þess að grafa sífellt undan því. Í því liggur áskorunin sem samfélagið stendur frammi fyrir þessi misserin. Það þarf að upphefja hin félagslegu svið samfélagins, efla þau, næra og styrkja með því auka samveru, samvitund, samhjálp, og samúðarskilning fólks í samfélagi. Fólk þarf að öðlast tilfinningu fyrir því að það tilheyri samfélagi við aðra sem nærir það og styrkir. Í því liggja þeir félagslegu töfrar sem gera samfélagið að einhverju sem verður meira, merkingarbærara og verðmætara en summa eininganna sem mynda það. Í samskiptum fólks felast mestu verðmæti samfélagsins, félagsauðurinn sem gerir samfélag að samfélagi. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Sjáum samfélagið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Streita og kulnun Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Samfélagið hefur villst af leið. Samfélag sem stjórnast af efnahagslegum forsendum frekar en manneskjulegum; samfélag sem leggur ofurkapp á hagræði og skilvirkni, og grefur undan lykilstofnunum sínum; samfélag sem þrýstir fólki í að eiga samskipti við og í gegnum skjái, á kostnað beinna samskipta hvert við annað; samfélag sem upphefur einstaklingshyggju og verðleikaræði, í stað samtakamáttar, samúðarskilnings og samhjálpar, er samfélag sem mun alltaf hola sig að innan og skilja íbúa þess eftir einangraðri, vansælli og viðkvæmari. Slíkt samfélag er firrt þar sem böndin sem binda samfélagið saman hafa tronsað og félagslegt heilbrigði þess laskast. Slíkt samfélag hefur tapað sjálfu sér. Firring samfélagsins birtist í stórum og vaxandi vandamálum þess sem einstaklingar finna á eigin skinni. Aukin angist fólks, sem til dæmis má greina í hækkandi tíðni einmanaleika, kvíða, og kulnunar. Harðskeittari skautun (e. polarization) með tilheyrandi afmennskun, afvegaleiðingu, útilokun og hatursorðræðu. Vaxandi ójöfnuður þar sem þeir ríku verða sífellt ríkari og valdameiri –græða þannig á ástandinu og vilja viðhalda því – á meðan þeir fátæku sitja fastir í fátækt. Þverrandi öryggiskennd fólks þar sem fólk upplifir að heimurinn sé sífellt hættulegri og því beri að forðast ókunnuga – og fólk fer að ganga um með hnífa á almannafæri. Og stóraukin neysluhegðun þar sem fólk kaupir meira en það þarf sem einhvers konar friðþæging fyrir vaxandi vansæld og óöryggi, eru allt dæmi um samfélagsleg vandamál sem eru raunveruleg og stafa af vanrækslu á félagslegum þörfum fólks og innviðum samfélaga. Slík félagsleg firring samfélagsins er átakanleg, ekki síst fyrir þær sakir að hún ætti ekki að koma neinum á óvart. En fólk í samfélagi er gjarnan haldið athyglisblindu gagnvart þessari þróun sem virðist þannig falin í allra augsýn. Fólk sér ekki endilega samfélagið og gerir sér því ekki grein fyrir uppsöfnuðum áhrifum athafna þess fyrir almenna velferð. Fólk flýtur sofandi að feigðarósi á meðan óveðursskýin hrannast upp. Svör ráðamanna við vaxandi vandamálum fólks taka ekki á rót vandans. Þrátt fyrir stórar yfirlýsingar þeirra um aukið samtal og samvinnu til að leysa vandann, þá verður lítið úr framkvæmdum því skammtímahagsmunir stjórnmálanna taka jafnan yfir og stóru málin sitja eftir óuppgerð. Viðbrögð ráðamanna einkennast því af bútasaumi sem annars vegar miðast að því að reyna að halda vandamálunum í skefjum (til dæmis með því að vopnvæða lögreglu og fjölga eftirlitsmyndavélum) eða setja plástra á sár (til dæmis með því að fjölga félagsráðgjöfum og sálfræðingum). Þó báðar leiðirnar geti skilað einhverjum árangri, og fjölgun í fagstéttum sem hjálpa fólki að glíma við samfélag firringar sé vissulega mikilvægt, þá taka slíkar ákvarðanir ekki á rótum vandans. Forsætisráðherra lét hafa eftir sér nýliðna helgi að það þyrfti að bregðast við auknum hnífaburði ungmenna með því að auka sýnileika lögreglumanna. Aðgerð sem er af sama meiði og þegar ráðamenn í Bandaríkjunum vildja bregðast við skotárásum í skólum með því að fjölga lögreglumönnum innan skólanna og jafnvel vopnvæða kennarana. Aðgerðir sem fela í sér að vandamálin séu af persónulegum toga en ekki samfélagslegum. Slíkar aðgerðir afvegaleiða umræðuna í stað þess að beina sjónum að undirliggjandi firringu samfélagsins og ástæðum hennar. Bönd samfélagsins halda því áfram að trosna og samfélagið að gliðna í sundur. Fólk heldur áfram að detta ofan í sprungur þess, sem því reynist illmögulegt að komast upp úr. Það er einungis brugðist við þegar skaðinn er skeður. Vandamál samfélagsins sem fólk finnur vel á eigin skinni eru, með öðrum orðum, tengd hugmyndafræði og formi þess frekar en fólkinu sem í því býr. Þegar grafið er undan félagslegum stofnunum samfélagins í stað þess að upphefja þær, næra og styrkja, þá grefur það undan félagslegu heilbrigði þess. Blinda ráðamanna – sem og almennings – gagnvart mikilvægi félagslegra tengsla og samvitundar er þannig afdrifarík. Sú vanræksla sem hlýst af slíkri blindu hefur óæskilegar og hættulegar afleiðingar í för með sér og grefur undan heilbrigði einstaklinga og samfélaga. Vaxandi vanlíðan fólks, aukin stéttskipting, kraumandi spenna og undiralda, rafbyssur, sérsveitir og eftirlitsmyndavélar sem venjulegur hluti af veruleika fólks í samfélaginu, ætti að vekja okkur til meðvitundar um að samfélagið er á vondri vegferð. Samfélag sem vill læknast og finna sjálft sig þarf að hlúa að félagslegu heilbrigði sínu og því sem gerir það að samfélagi, í stað þess að grafa sífellt undan því. Í því liggur áskorunin sem samfélagið stendur frammi fyrir þessi misserin. Það þarf að upphefja hin félagslegu svið samfélagins, efla þau, næra og styrkja með því auka samveru, samvitund, samhjálp, og samúðarskilning fólks í samfélagi. Fólk þarf að öðlast tilfinningu fyrir því að það tilheyri samfélagi við aðra sem nærir það og styrkir. Í því liggja þeir félagslegu töfrar sem gera samfélagið að einhverju sem verður meira, merkingarbærara og verðmætara en summa eininganna sem mynda það. Í samskiptum fólks felast mestu verðmæti samfélagsins, félagsauðurinn sem gerir samfélag að samfélagi. Höfundur er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands og höfundur bókarinnar Sjáum samfélagið.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar