Jarðgöng í gegnum Reynisfjall á dagskrá - Tökum höndum saman! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar 4. september 2024 23:02 Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunnar um umhverfismat vegna uppbyggingar hringvegar um Mýrdal. Þar leggur stofnunin til að áfram verði notast við sömu veglínu og nú er. Áður hafði Vegagerðin lagt til að veglínan yrði færð upp fyrir þéttbýlið í Vík, þessir tveir kostir tala engan veginn saman við Aðalskipulag Mýrdalshrepps. Árið 2013 var samþykkt Aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir nýjum láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa beint allri athygli frá þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Fyrir liggur kjörin lýðræðislegur meirihluti í Mýrdalshreppi fyrir þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Einnig má benda á afgerandi umsagnir frá Skaftárhreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði vegna umhverfismatsins þar sem talað er með jarðgöngum. Rökin á bakvið þær umsagnir eru greiðfærni og umferðaröryggissjónarmið. Enda er hér um að ræða mikið hagsmunamál ekki aðeins fyrir þá sem búa á svæðinu sem um ræðir, þessi framkvæmd mun hafa afar jákvæð áhrif allt austur á firði. Áður en lengra er haldið er vert að benda á að ekki er hægt að lesa annað út úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar en að öruggasta og greiðfærasta leiðin er nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Miðað við umferðartölur Vegagerðarinnar má ætla að Reynisfjallsgöng yrðu önnur umferðarmestu göng á landinu á eftir Hvalfjarðargöngum. Meðaltal dagsumferðar á veginum við Reynisfjall árið 2023 voru 2900 bílar. Ef við gefum okkur þessa tölu og miðum við að 1 ferð í gegnum göngin myndi kosta kr. 1000, þá myndi það skila á einu ári kr. 1.058.500.000. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér það að allir nýti sér öruggustu og greiðfærustu leiðina og fari í gegnum göngin. En miðað við það að umferðin haldi áfram að vaxa, eins og kemur m.a. fram í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar, þá eru Reynisfjallsgöng framkvæmd sem mun borga sig upp á nokkrum árum. Lengd jarðgangnanna er áætluð 1500 metrar og til að setja það í samanburð eru Almannaskarðgöng 1300 metrar. Þau kostuðu eftir því sem ég kemst næst 1,1 milljarð króna árið 2004 sem í dag myndi reiknast sem 3 milljarðar króna. Kostnaður við jarðgagnagerð í gegnum Reynisfjall myndi kosta ein og sér 10,6 milljarða króna samkvæmt því sem fram kemur í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar. Það skal ítrekað að hér er aðeins átt við að gera jarðgöng í gegnum þessa 1500 metra, inni í þessari tölu er engin vegtenging. Það verður að segjast alveg eins og er að þessi tala er grunnsamlega há og afar erfitt að skilja hvernig þetta megi standast. Til að setja þetta í samhengi gerir áætlunin ráð fyrir að kostnaður á 1000 metra í Reynisfjallsgöngum sé u.þ.b. tvisvar sinnum hærri en áætlaður kostnaður á 1000 metra í Fjarðarheiðargöngum og framkvæmdakostnaður var á 1000 metra í Vaðlaheiðargöngum. Það er ekkert leyndarmál að uppsöfnuð viðhaldsskuld á íslenska vegakerfinu er gríðarleg. Til þess að létta á þessari miklu þörf til samgöngubóta þarf að bregðast við og hugsa út fyrir kassann. Reynisfjallsgöng virðast ekki vera á áætlunum ríkisins í nánustu framtíð. Því er á þessum tímapunkti vert að skoða aðra möguleika til að tryggja að samgöngur hér þróist í takt við tímann. Það er til leið sem þegar hefur sannað gildi sitt. Að farin verði sama leið og gerð var vegna Hvalfjarðarganga. Þar sem sveitarfélög ásamt fleiri opinberum aðilum og fyrirtækjum komu að stofnun hlutafélags sem sá um undirbúningsvinnu og síðar rekstur gangnanna. Þar sem göngin voru í raun einkafyrirtæki frá opnun og þar til þau voru afhent ríkinu skuldlaus árið 2018. Einkaframkvæmd sem heppnaðist vel og jafnvel betur enn fólk gerði sér vonir um. Fyrst þetta var hægt á tíunda áratug síðustu aldar, hlýtur þetta líka að vera framkvæmanlegt núna. Ég skora því hér með á þau sveitarfélög og fjölmörgu fyrirtæki sem hafa hagsmuni af þessari framkvæmd til að taka höndum saman, hefja samtalið, og stofna hlutafélag með það að markmiði að Reynisfjallsgöng verði að veruleika. Höfundur er 24 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mýrdalshreppur Samgöngur Vegagerð Jarðgöng á Íslandi Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir álit Skipulagsstofnunnar um umhverfismat vegna uppbyggingar hringvegar um Mýrdal. Þar leggur stofnunin til að áfram verði notast við sömu veglínu og nú er. Áður hafði Vegagerðin lagt til að veglínan yrði færð upp fyrir þéttbýlið í Vík, þessir tveir kostir tala engan veginn saman við Aðalskipulag Mýrdalshrepps. Árið 2013 var samþykkt Aðalskipulag þar sem gert er ráð fyrir nýjum láglendisvegi um Mýrdal og jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Vegagerðin og Skipulagsstofnun hafa beint allri athygli frá þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Fyrir liggur kjörin lýðræðislegur meirihluti í Mýrdalshreppi fyrir þeirri leið sem er á Aðalskipulagi. Einnig má benda á afgerandi umsagnir frá Skaftárhreppi og Sveitarfélaginu Hornafirði vegna umhverfismatsins þar sem talað er með jarðgöngum. Rökin á bakvið þær umsagnir eru greiðfærni og umferðaröryggissjónarmið. Enda er hér um að ræða mikið hagsmunamál ekki aðeins fyrir þá sem búa á svæðinu sem um ræðir, þessi framkvæmd mun hafa afar jákvæð áhrif allt austur á firði. Áður en lengra er haldið er vert að benda á að ekki er hægt að lesa annað út úr umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar en að öruggasta og greiðfærasta leiðin er nýr láglendisvegur um Mýrdal með jarðgöngum í gegnum Reynisfjall. Miðað við umferðartölur Vegagerðarinnar má ætla að Reynisfjallsgöng yrðu önnur umferðarmestu göng á landinu á eftir Hvalfjarðargöngum. Meðaltal dagsumferðar á veginum við Reynisfjall árið 2023 voru 2900 bílar. Ef við gefum okkur þessa tölu og miðum við að 1 ferð í gegnum göngin myndi kosta kr. 1000, þá myndi það skila á einu ári kr. 1.058.500.000. Auðvitað er ekki hægt að gefa sér það að allir nýti sér öruggustu og greiðfærustu leiðina og fari í gegnum göngin. En miðað við það að umferðin haldi áfram að vaxa, eins og kemur m.a. fram í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar, þá eru Reynisfjallsgöng framkvæmd sem mun borga sig upp á nokkrum árum. Lengd jarðgangnanna er áætluð 1500 metrar og til að setja það í samanburð eru Almannaskarðgöng 1300 metrar. Þau kostuðu eftir því sem ég kemst næst 1,1 milljarð króna árið 2004 sem í dag myndi reiknast sem 3 milljarðar króna. Kostnaður við jarðgagnagerð í gegnum Reynisfjall myndi kosta ein og sér 10,6 milljarða króna samkvæmt því sem fram kemur í umhverfismatsskýrslu Vegagerðarinnar. Það skal ítrekað að hér er aðeins átt við að gera jarðgöng í gegnum þessa 1500 metra, inni í þessari tölu er engin vegtenging. Það verður að segjast alveg eins og er að þessi tala er grunnsamlega há og afar erfitt að skilja hvernig þetta megi standast. Til að setja þetta í samhengi gerir áætlunin ráð fyrir að kostnaður á 1000 metra í Reynisfjallsgöngum sé u.þ.b. tvisvar sinnum hærri en áætlaður kostnaður á 1000 metra í Fjarðarheiðargöngum og framkvæmdakostnaður var á 1000 metra í Vaðlaheiðargöngum. Það er ekkert leyndarmál að uppsöfnuð viðhaldsskuld á íslenska vegakerfinu er gríðarleg. Til þess að létta á þessari miklu þörf til samgöngubóta þarf að bregðast við og hugsa út fyrir kassann. Reynisfjallsgöng virðast ekki vera á áætlunum ríkisins í nánustu framtíð. Því er á þessum tímapunkti vert að skoða aðra möguleika til að tryggja að samgöngur hér þróist í takt við tímann. Það er til leið sem þegar hefur sannað gildi sitt. Að farin verði sama leið og gerð var vegna Hvalfjarðarganga. Þar sem sveitarfélög ásamt fleiri opinberum aðilum og fyrirtækjum komu að stofnun hlutafélags sem sá um undirbúningsvinnu og síðar rekstur gangnanna. Þar sem göngin voru í raun einkafyrirtæki frá opnun og þar til þau voru afhent ríkinu skuldlaus árið 2018. Einkaframkvæmd sem heppnaðist vel og jafnvel betur enn fólk gerði sér vonir um. Fyrst þetta var hægt á tíunda áratug síðustu aldar, hlýtur þetta líka að vera framkvæmanlegt núna. Ég skora því hér með á þau sveitarfélög og fjölmörgu fyrirtæki sem hafa hagsmuni af þessari framkvæmd til að taka höndum saman, hefja samtalið, og stofna hlutafélag með það að markmiði að Reynisfjallsgöng verði að veruleika. Höfundur er 24 ára fæddur og uppalinn Mýrdælingur.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar