Kór þjóðþekktra listamanna krefur ráðherra um aðgerðir með söng Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 4. september 2024 17:39 Sigtryggur Ari Jóhannsson Klukkan níu í morgun kom hópur þjóðþekktra listamanna og söng fyrir utan utanríkisráðuneytið. Hópurinn kallar sig Samstöðukór fyrir frjálsri Palestínu og hyggst syngja hvern miðvikudagsmorgun fyrir utan ólík ráðuneyti Alþingis til þess að krefja íslenska ríkið um aðgerðir . Forsvarsmenn hópsins segja að áður en að söngurinn hófst hafi hópurinn sent utanríkisráðuneytinu bréf þar sem aðstæðum á Gasa er lýst og segja brýnt að Ísland, og alþjóðasamfélagið allt, geri beiti sér í þágu Palestínumanna. Framgangur Ísraels grafi undan öryggi okkar allra Meðal söngvara kórsins að þessu sinni voru þjóðþekktir listamenn á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson söngvara og Matthías Tryggva Haraldsson fyrrum söngvari Hatara. Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir teiknarar voru einnig í kórnum ásamt Almari Atlasyni gjörningalistamanni sem er iðulega kenndur við kassann. „Alþjóðasamfélaginu, þar á meðal Íslandi, ber skylda til þess að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið. Sjálfstæði Íslands er háð því að önnur lönd fari eftir alþjóðalögum. Ef Ísrael fær að halda áfram þjóðarmorði sínu á Palestínumönnum mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð alþjóðalaga og grafa undan öryggi okkar allra,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingu samstöðukórsins. Þrjár kröfur Í yfirlýsingunni komu fram þrjár kröfur sem beint var að utanríkisráðuneytinu sérstaklega og ráðherra þess, Þórdísi Kolbrúnu R. Gísladóttur. Hópurinn krefst þess að Ísland styðji kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríki fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði, að það slíti stjórnmálasamstarfi við Ísrael og hefji samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir á hendur Ísraelum. Kórinn á sér, að sögn forsvarsmanna hans, norska fyrirmynd sem sungið hefur fyrir utan ráðuneytin í Ósló frá því í vor og hafa fengið að ræða við norska ráðherra um ástandið í Palestínu og hvatt þá til aðgerða. „Það er von Samstöðukórs fyrir frjálsri Palestínu að ná til ráðherra á þennan hátt og brýna fyrir þeim að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið,“ segja forsvarsmenn hópsins. Þeir segja jafnframt að kórinn hafi komið að læstum dyrum í dag en að hluti starfsfólks ráðuneytisins hafi safnast saman við glugga sem vísaði að kórnum og hlýtt á yfirlýsinguna og sönginn. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Forsvarsmenn hópsins segja að áður en að söngurinn hófst hafi hópurinn sent utanríkisráðuneytinu bréf þar sem aðstæðum á Gasa er lýst og segja brýnt að Ísland, og alþjóðasamfélagið allt, geri beiti sér í þágu Palestínumanna. Framgangur Ísraels grafi undan öryggi okkar allra Meðal söngvara kórsins að þessu sinni voru þjóðþekktir listamenn á borð við Pál Óskar Hjálmtýsson söngvara og Matthías Tryggva Haraldsson fyrrum söngvari Hatara. Rán Flygenring og Elín Elísabet Einarsdóttir teiknarar voru einnig í kórnum ásamt Almari Atlasyni gjörningalistamanni sem er iðulega kenndur við kassann. „Alþjóðasamfélaginu, þar á meðal Íslandi, ber skylda til þess að gera allt sem í valdi þeirra stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið. Sjálfstæði Íslands er háð því að önnur lönd fari eftir alþjóðalögum. Ef Ísrael fær að halda áfram þjóðarmorði sínu á Palestínumönnum mun það hafa grafalvarlegar afleiðingar fyrir framtíð alþjóðalaga og grafa undan öryggi okkar allra,“ er meðal þess sem segir í yfirlýsingu samstöðukórsins. Þrjár kröfur Í yfirlýsingunni komu fram þrjár kröfur sem beint var að utanríkisráðuneytinu sérstaklega og ráðherra þess, Þórdísi Kolbrúnu R. Gísladóttur. Hópurinn krefst þess að Ísland styðji kæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríki fyrir brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði, að það slíti stjórnmálasamstarfi við Ísrael og hefji samnorrænt ákall um viðskiptaþvinganir á hendur Ísraelum. Kórinn á sér, að sögn forsvarsmanna hans, norska fyrirmynd sem sungið hefur fyrir utan ráðuneytin í Ósló frá því í vor og hafa fengið að ræða við norska ráðherra um ástandið í Palestínu og hvatt þá til aðgerða. „Það er von Samstöðukórs fyrir frjálsri Palestínu að ná til ráðherra á þennan hátt og brýna fyrir þeim að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið,“ segja forsvarsmenn hópsins. Þeir segja jafnframt að kórinn hafi komið að læstum dyrum í dag en að hluti starfsfólks ráðuneytisins hafi safnast saman við glugga sem vísaði að kórnum og hlýtt á yfirlýsinguna og sönginn.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira