Hættir sem borgarfulltrúi sósíalista Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 15:47 Trausti Breiðfjörð Magnússon náði kjöri sem borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2022. Vísir/Arnar Trausti Breiðfjörð Magnússon er hættur sem borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins. Hann hefur átt við veikindi að stríða síðasta árið og segist ætla að setja heilsuna í forgang. Andrea Helgadóttir tekur sæti Trausta í borgarstjórn. Fyrrverandi borgarfulltrúinn greinir frá ákvörðuninni á Facebook-síðu sinni. Trausti segir hana ekki hafa verið auðvelda en að hann standi við hana. Andrea Helgadóttir, nýr borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.Reykjavíkurborg „Undanfarið ár hef ég verið að glíma við veikindi og því verið í leyfi til að setja heilsuna í forgang. Það hefur gengið vel og sem betur fer er heilsan á uppleið. Ég veit þó að ég get ekki snúið aftur til vinnu í borgarstjórn, þar sem mikillar orku og vinnuframlags er krafist. Það væri hvorki greiði gerður við mig, félaga mína í flokknum né borgarbúa að fá mig til starfa í því ástandi sem ég er í. Eftir mikla íhugun er þetta því niðurstaðan,“ segir í færslu Trausta. Fram kemur í bréfi sem var lagt fyrir á síðasta fundi forsætisnefndar borgarinnar að veikindaleyfi Trausta hafi verið framlengt til 1. september. Trausti hafi farið í veikindaleyfi 13. nóvember. Borgarfulltrúar sem forfallist vegna veikinda eða slyss eigi rétt á fullum launum í allt að ár. Trausti var annar tveggja borgarfulltrúa sem sósíalistar náðu inn í borgarstjórn í kosningunum 2022. Hann var síðasti maður sem náði inn. Andrea var þriðja á lista sósíalista fyrir kosningarnar. Á vefsíðu flokksins fyrir kosningarnar lýsti Andrea sér sem einstæðri móður í láglaunastarfi við leikskóla hjá Reykjavíkurborg. Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Fyrrverandi borgarfulltrúinn greinir frá ákvörðuninni á Facebook-síðu sinni. Trausti segir hana ekki hafa verið auðvelda en að hann standi við hana. Andrea Helgadóttir, nýr borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins.Reykjavíkurborg „Undanfarið ár hef ég verið að glíma við veikindi og því verið í leyfi til að setja heilsuna í forgang. Það hefur gengið vel og sem betur fer er heilsan á uppleið. Ég veit þó að ég get ekki snúið aftur til vinnu í borgarstjórn, þar sem mikillar orku og vinnuframlags er krafist. Það væri hvorki greiði gerður við mig, félaga mína í flokknum né borgarbúa að fá mig til starfa í því ástandi sem ég er í. Eftir mikla íhugun er þetta því niðurstaðan,“ segir í færslu Trausta. Fram kemur í bréfi sem var lagt fyrir á síðasta fundi forsætisnefndar borgarinnar að veikindaleyfi Trausta hafi verið framlengt til 1. september. Trausti hafi farið í veikindaleyfi 13. nóvember. Borgarfulltrúar sem forfallist vegna veikinda eða slyss eigi rétt á fullum launum í allt að ár. Trausti var annar tveggja borgarfulltrúa sem sósíalistar náðu inn í borgarstjórn í kosningunum 2022. Hann var síðasti maður sem náði inn. Andrea var þriðja á lista sósíalista fyrir kosningarnar. Á vefsíðu flokksins fyrir kosningarnar lýsti Andrea sér sem einstæðri móður í láglaunastarfi við leikskóla hjá Reykjavíkurborg.
Sveitarstjórnarmál Borgarstjórn Reykjavík Sósíalistaflokkurinn Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira