Ísland og alþjóðasáttmálar Hjálmtýr Heiðdal skrifar 3. september 2024 17:59 Frá árinu 2006 hefur Ísraelsher margsinnis ráðist á Gazabúa með loftárásum, stróskotaliði og áhlaupi landhers og drepið þúsundir hverju sinni auk þess að leggja fjölda húsa og innviða í rúst. Ísrael hefur unnið þessi hervirki í skjóli stjórnvalda á Vesturlöndum. Þar eru fremst í flokki Bandaríkin, Bretland, Þýskland og Frakkland auk annarra ríkja í NATO og ESB. Ísland er aðili að NATO. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu sýna okkur að stjórnvöld Ísraels eru staðráðin í því að gera Gaza óbyggilegt fyrir þær rúmlega tvær milljónir Palestínumanna sem þar hafa búið innilokaðir í tæpa tvo áratugi. Og enn eru það vestrænar ríkisstjórnir sem aðstoða við glæpaverkin og ganga æ lengra í stuðningi við þjóðarmorðið sem fer fram fyrir allra augum. Í janúar s.l. gaf Alþjóðadómstóllinn (ICJ) út álit sitt á aðgerðum Ísraels á Gaza og taldi líklegt að árásirnar gætu jafngilt þjóðarmorði og gaf út sex bráðabirgðaráðstafanir þar sem Ísraelar var skipað að grípa til allra ráðstafana sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, þar með talið að koma í veg fyrir og refsa fyrir hvatningu til þjóðarmorðs, tryggja að aðstoð og lífsbjörg berist Palestínumönnum sem eru í herkví á Gaza. Ísrael hefur í engu sinnt þessum fyrirmælum og þess í stað hert árásir á óbreytta borgara. Þann 19. júlí s.l. lýsti Alþjóðadómstóllinn hernám og innlimun Ísraels á palestínsku landi ólöglega og að lög og stefna Ísraelsríkis, sem mismuna Palestínumönnum, brjóta alþjóðlegt bann gegn kynþáttaaðskilnaði og aðskilnaðarstefnu (apartheid). Vatnaskil Yfirlýsingar Alþjóðadómstólsins eru vatnaskil, þetta er söguleg staðfesting á réttindum Palestínumanna sem hafa mátt þola áratuga grimmd og kerfisbundin mannréttindabrot sem stafa af ólöglegu hernámi Ísraels. Ísraelsríki er lögbrjótur, samkvæmt niðurstöðu æðsta dómstóls heimsins. Dómurinn mun hinsvegar verða vandlega hunsaður af fyrrnefndum hópi vestrænna ríkja og einnig mörgum helstu fjölmiðlum Vesturlanda sem hafa í áratugi með góðum árangri staðið vörð um Ísrael og styðja nú opinskátt þjóðarmorðið. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, og þar er Ísland ekki undanskilið, ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið og vinna gegn ólöglega hernáminu. En þess í stað hafa þau elft varðstöðu sína um Ísrael og unnið gegn starfi dómstólanna. Staða smáríkja Fyrir smáríkið Ísland er það grundvallaratriði að önnur ríki framfylgi alþjóðalögum og sáttmálum. Ef Ísrael fær að halda þjóðarmorði sínu áfram á Gaza og á Vesturbakkanum mun það hafa alvarlegar afleiðingar og grafa undan öryggi okkar allra. Ríkisstjórn íslands hefur lýst stefnu sinni gagnvart alþjóðalögum: „Stefna stjórnvalda um þjóðaröryggi byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafi grunngildi þjóðarinnar að leiðarljósi, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála.“ Íslensk stjórnvöld hafa ekki, frekar en flest önnur vestræn ríki, framfylgt þeim skuldbindingum sem alþjóðasáttmálar leggja þeim á herðar, stefnuyfirlýsingin eru bara innantóm orð og Ísrael nýtur áfram friðhelgi. Yfirlýsingar um að öllum ríkjum beri að virða alþjóðalög og sáttmála hafa ekki haft nein áhrif - það eru einungis beinar aðgerðir sem munu gera yfirvöldum í Ísrael ljóst að alþjóðasamfélagið ætlar ekki að umbera glæpi þeirra lengur. Til þess að standa við skuldbindingarnar ber Íslandi að hefja aðgerðir gegn Ísrael, setja á viðskiptabann og ef annað ekki dugar að slíta stjórnmálasambandi við hið brotlega ríki. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu NATO Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Frá árinu 2006 hefur Ísraelsher margsinnis ráðist á Gazabúa með loftárásum, stróskotaliði og áhlaupi landhers og drepið þúsundir hverju sinni auk þess að leggja fjölda húsa og innviða í rúst. Ísrael hefur unnið þessi hervirki í skjóli stjórnvalda á Vesturlöndum. Þar eru fremst í flokki Bandaríkin, Bretland, Þýskland og Frakkland auk annarra ríkja í NATO og ESB. Ísland er aðili að NATO. Atburðir síðustu mánaða í Palestínu sýna okkur að stjórnvöld Ísraels eru staðráðin í því að gera Gaza óbyggilegt fyrir þær rúmlega tvær milljónir Palestínumanna sem þar hafa búið innilokaðir í tæpa tvo áratugi. Og enn eru það vestrænar ríkisstjórnir sem aðstoða við glæpaverkin og ganga æ lengra í stuðningi við þjóðarmorðið sem fer fram fyrir allra augum. Í janúar s.l. gaf Alþjóðadómstóllinn (ICJ) út álit sitt á aðgerðum Ísraels á Gaza og taldi líklegt að árásirnar gætu jafngilt þjóðarmorði og gaf út sex bráðabirgðaráðstafanir þar sem Ísraelar var skipað að grípa til allra ráðstafana sem í þeirra valdi stóð til að koma í veg fyrir þjóðarmorð, þar með talið að koma í veg fyrir og refsa fyrir hvatningu til þjóðarmorðs, tryggja að aðstoð og lífsbjörg berist Palestínumönnum sem eru í herkví á Gaza. Ísrael hefur í engu sinnt þessum fyrirmælum og þess í stað hert árásir á óbreytta borgara. Þann 19. júlí s.l. lýsti Alþjóðadómstóllinn hernám og innlimun Ísraels á palestínsku landi ólöglega og að lög og stefna Ísraelsríkis, sem mismuna Palestínumönnum, brjóta alþjóðlegt bann gegn kynþáttaaðskilnaði og aðskilnaðarstefnu (apartheid). Vatnaskil Yfirlýsingar Alþjóðadómstólsins eru vatnaskil, þetta er söguleg staðfesting á réttindum Palestínumanna sem hafa mátt þola áratuga grimmd og kerfisbundin mannréttindabrot sem stafa af ólöglegu hernámi Ísraels. Ísraelsríki er lögbrjótur, samkvæmt niðurstöðu æðsta dómstóls heimsins. Dómurinn mun hinsvegar verða vandlega hunsaður af fyrrnefndum hópi vestrænna ríkja og einnig mörgum helstu fjölmiðlum Vesturlanda sem hafa í áratugi með góðum árangri staðið vörð um Ísrael og styðja nú opinskátt þjóðarmorðið. Aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna, og þar er Ísland ekki undanskilið, ber skylda til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að stöðva þjóðarmorðið og vinna gegn ólöglega hernáminu. En þess í stað hafa þau elft varðstöðu sína um Ísrael og unnið gegn starfi dómstólanna. Staða smáríkja Fyrir smáríkið Ísland er það grundvallaratriði að önnur ríki framfylgi alþjóðalögum og sáttmálum. Ef Ísrael fær að halda þjóðarmorði sínu áfram á Gaza og á Vesturbakkanum mun það hafa alvarlegar afleiðingar og grafa undan öryggi okkar allra. Ríkisstjórn íslands hefur lýst stefnu sinni gagnvart alþjóðalögum: „Stefna stjórnvalda um þjóðaröryggi byggist á þeim skuldbindingum sem felast í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og hafi grunngildi þjóðarinnar að leiðarljósi, lýðræði og virðingu fyrir réttarríkinu og alþjóðalögum, mannúð og verndun mannréttinda, jafnrétti allra og sjálfbæra þróun, afvopnun og friðsamlega lausn deilumála.“ Íslensk stjórnvöld hafa ekki, frekar en flest önnur vestræn ríki, framfylgt þeim skuldbindingum sem alþjóðasáttmálar leggja þeim á herðar, stefnuyfirlýsingin eru bara innantóm orð og Ísrael nýtur áfram friðhelgi. Yfirlýsingar um að öllum ríkjum beri að virða alþjóðalög og sáttmála hafa ekki haft nein áhrif - það eru einungis beinar aðgerðir sem munu gera yfirvöldum í Ísrael ljóst að alþjóðasamfélagið ætlar ekki að umbera glæpi þeirra lengur. Til þess að standa við skuldbindingarnar ber Íslandi að hefja aðgerðir gegn Ísrael, setja á viðskiptabann og ef annað ekki dugar að slíta stjórnmálasambandi við hið brotlega ríki. Höfundur er formaður Félagsins Ísland - Palestína og höfundur bókarinnar Íslandsstræti í Jerúsalem.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun