Sparkar Bergwijn úr landsliðinu fyrir að velja Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 3. september 2024 11:30 Steven Bergwijn og Memphis Depay á Evrópumótinu í sumar. Hvorugur þeirra er í hollenska hópnum sem mætir Bosníu og Þýskalandi í Þjóðadeildinni 7. og 10. september. Getty/Rene Nijhuis Þjálfarinn Ronald Koeman hefur enga þolinmæði fyrir því að leikmenn á besta aldri, eins og hinn 26 ára Steven Bergwijn, velji að spila fótbolta í Sádi-Arabíu. Koeman, sem er landsliðsþjálfari Hollands, segir að nú sé útilokað að Bergwijn fái sæti í hollenska landsliðinu því hann hafi einfaldlega sýnt að honum þyki peningar mikilvægari en fótbolti. Viðmótið er því talsvert annað hjá Koeman en hjá Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, sem heldur tryggð við Jóhann Berg Guðmundsson sem fyrirliða Íslands eftir að hann fór frá Burnley til Al-Orobah í Sádi-Arabíu. Metnaðurinn eigi að snúa að íþróttum á þessum aldri Bergwijn var keyptur til Al Ittihad fyrir 25 milljónir evra, frá Ajax í Hollandi. Koeman segir að hans tilvik sé ólíkt því þegar annar Hollendingur, Georginio Wijnaldum, fór frá PSG til Al-Ettifaq í september í fyrra. Ronald Koeman vill að leikmenn sýni meiri metnað en Steven Bergwijn gerði með því að fara til Sádi-Arabíu.Getty „Wijnaldum fór einu sinni þessa leið því hann átti í vandræðum hjá PSG. Þetta var eina landið sem hann gat farið til, til þess að spila fótbolta fram í janúar. Í tilviki Bergwijn þá er hann að fara 26 ára gamall, og íþróttametnaðurinn lagður til hliðar. Sem betur fer hugsa ekki allir eins. En mér finnst að þegar þú sért 26 ára þá eigi aðalmetnaðurinn að snúa að íþróttunum en ekki peningum, en leikmenn verða að taka sínar ákvarðanir,“ sagði Koeman. 🚨🇳🇱 Koeman: “Steven Bergwijn goes to Saudi Arabia at age 26. It's clear that this has nothing to do with sportive ambition. His book with the Dutch National Team is closed." “He probably knows what I would have said this”. pic.twitter.com/0piWULcsFK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2024 Lokar dyrunum að landsliðinu Bergwijn mun leika undir stjórn Laurent Blanc og með liðsfélögum á borð við N'Golo Kanté, Karim Benzema, Fabinho, Houssem Aouar, Predrag Rajkovic og Moussa Diaby. En Koeman segir Bergwijn hafa haft aðra kosti. „Hann hefði getað verið áfram hjá Ajax, ekki satt? Og þeir borga nú ágætlega hjá Ajax líka. En jú, þetta er hans ákvörðun,“ sagði Koeman. „Ég hef ekki verið í svona aðstæðum sjálfur. Ég gat farið til Barcelona. Ég held að ef að Bergwijn hefði getað valið Barcelona þá hefði hann ekki farið til Sádi-Arabíu,“ sagði Koeman sem virðist hafa lokað dyrunum algjörlega fyrir Bergwijn. „Það er bara í raun búið að loka bókinni varðandi hann. Hann hefur ekki haft samband við mig varðandi þetta. Ég held að hann viti hvað mér finnst.“ Þjóðadeild karla í fótbolta Sádiarabíski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira
Koeman, sem er landsliðsþjálfari Hollands, segir að nú sé útilokað að Bergwijn fái sæti í hollenska landsliðinu því hann hafi einfaldlega sýnt að honum þyki peningar mikilvægari en fótbolti. Viðmótið er því talsvert annað hjá Koeman en hjá Åge Hareide, landsliðsþjálfara Íslands, sem heldur tryggð við Jóhann Berg Guðmundsson sem fyrirliða Íslands eftir að hann fór frá Burnley til Al-Orobah í Sádi-Arabíu. Metnaðurinn eigi að snúa að íþróttum á þessum aldri Bergwijn var keyptur til Al Ittihad fyrir 25 milljónir evra, frá Ajax í Hollandi. Koeman segir að hans tilvik sé ólíkt því þegar annar Hollendingur, Georginio Wijnaldum, fór frá PSG til Al-Ettifaq í september í fyrra. Ronald Koeman vill að leikmenn sýni meiri metnað en Steven Bergwijn gerði með því að fara til Sádi-Arabíu.Getty „Wijnaldum fór einu sinni þessa leið því hann átti í vandræðum hjá PSG. Þetta var eina landið sem hann gat farið til, til þess að spila fótbolta fram í janúar. Í tilviki Bergwijn þá er hann að fara 26 ára gamall, og íþróttametnaðurinn lagður til hliðar. Sem betur fer hugsa ekki allir eins. En mér finnst að þegar þú sért 26 ára þá eigi aðalmetnaðurinn að snúa að íþróttunum en ekki peningum, en leikmenn verða að taka sínar ákvarðanir,“ sagði Koeman. 🚨🇳🇱 Koeman: “Steven Bergwijn goes to Saudi Arabia at age 26. It's clear that this has nothing to do with sportive ambition. His book with the Dutch National Team is closed." “He probably knows what I would have said this”. pic.twitter.com/0piWULcsFK— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) September 3, 2024 Lokar dyrunum að landsliðinu Bergwijn mun leika undir stjórn Laurent Blanc og með liðsfélögum á borð við N'Golo Kanté, Karim Benzema, Fabinho, Houssem Aouar, Predrag Rajkovic og Moussa Diaby. En Koeman segir Bergwijn hafa haft aðra kosti. „Hann hefði getað verið áfram hjá Ajax, ekki satt? Og þeir borga nú ágætlega hjá Ajax líka. En jú, þetta er hans ákvörðun,“ sagði Koeman. „Ég hef ekki verið í svona aðstæðum sjálfur. Ég gat farið til Barcelona. Ég held að ef að Bergwijn hefði getað valið Barcelona þá hefði hann ekki farið til Sádi-Arabíu,“ sagði Koeman sem virðist hafa lokað dyrunum algjörlega fyrir Bergwijn. „Það er bara í raun búið að loka bókinni varðandi hann. Hann hefur ekki haft samband við mig varðandi þetta. Ég held að hann viti hvað mér finnst.“
Þjóðadeild karla í fótbolta Sádiarabíski boltinn Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Beint frá Blikum til Boston í bandarísku deildinni Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Sjá meira