Upp með sokkana Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar 3. september 2024 08:02 Ég er þeirrar skoðunar að uppeldið móti mann. Kannski er það helsta sem ég tek með mér frá mínu æskuheimili þessi setning: „Eyjólfur, upp með sokkana“. Heima snerist umræðan helst um tækifæri. Tækifærin gátu verið af ýmsum toga en eitt þeirra var að skapa sína eigin framtíð. Þó ég heiti ekki beint Eyjólfur, hefur mér alltaf fundist gott að komast í hlýja sokka og ganga minn veg. Ég lærði snemma að það gengur enginn götuna fyrir mann en oft getur maður verið samferða öðrum. Það er þetta með að ganga götuna. Það er svo fallegt. Ef hún er ótroðin, þá er maður brautryðjandi og getur rutt leiðina fyrir þá sem á eftir koma. Það getur kostað mikið þrek en mikilvægast er þó að vita hvert maður ætlar og hvort leiðin sé öllum til góðs. Sem samfélag höfum við tekið stefnuna í átt að orkuskiptum. Leiðin er fær en hún er torveld og erfið yfirferðar. Hún krefst mikillar samstöðu og hvatningar en einnig fórnar. Þegar á reynir er oft gott að fara með orðin, “Eyjólfur, upp með sokkana“ og tosa þá hátt upp. Veganestið eru þeir möguleikar sem við stöndum frammi fyrir en allir snúa þeir að því að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt. Við þurfum bara að fara að leggja af stað aftur kæru samferðamenn og opna hugann fyrir nýjum leiðum. Við erum nefnilega þegar lögð af stað. Komin framhjá fyrstu vörðunum, raf- og hitaveituvæðingunni, en ákváðum að setjast niður og njóta þess sem við höfum áorkað. Raunar sátum við of lengi í sældinni því við erum komin með legusár á rassinn og er það sjálfum okkur fyrir bestu að standa upp og halda áfram. Jú, tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest. Það er komið að síðasta leggnum, síðustu brekkunni – útskiptingu alls jarðefnaeldsneytis; í lofti, á láði og legi – og plástri á sárið. Á Íslandi höfum við tækifæri umfram margar þjóðir. Við höfum jarðvarmann og vatnsaflið, en höfum lítið unnið með vindorku, virkjun sjávarfalla eða orku birtunnar. Þetta mun allt koma til okkar. Engin leið er réttari en önnur, allar beinast þær í rétta átt eins og undirrituð útlistaði ásamt Ásmundi Friðrikssyni og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í þessum leiðarvísi. Kæru samferðamenn, det er i motbakke der går oppover. Það er í brekkunni sem við beitum öllum kröftum og í brekkunni sem okkur miðar áfram. En svo var það hitt, að vinda ofan af því ástandi sem hér hefur skapast. Þar er föngun og geymsla koldíoxíðs í jörðu ein leið og þar erum við Íslendingar forgöngumenn sem aðrar þjóðir líta upp til. Við getum skapað okkar framtíð, valið hvaða leið við viljum fara eða í hvaða fótspor við viljum feta. Því segi ég, upp með sokkana, brettum upp ermarnar og þorum að taka af skarið. Öll stefnum við að sama marki. Höfundur sat í starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um bætta orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Orkuskipti Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ég er þeirrar skoðunar að uppeldið móti mann. Kannski er það helsta sem ég tek með mér frá mínu æskuheimili þessi setning: „Eyjólfur, upp með sokkana“. Heima snerist umræðan helst um tækifæri. Tækifærin gátu verið af ýmsum toga en eitt þeirra var að skapa sína eigin framtíð. Þó ég heiti ekki beint Eyjólfur, hefur mér alltaf fundist gott að komast í hlýja sokka og ganga minn veg. Ég lærði snemma að það gengur enginn götuna fyrir mann en oft getur maður verið samferða öðrum. Það er þetta með að ganga götuna. Það er svo fallegt. Ef hún er ótroðin, þá er maður brautryðjandi og getur rutt leiðina fyrir þá sem á eftir koma. Það getur kostað mikið þrek en mikilvægast er þó að vita hvert maður ætlar og hvort leiðin sé öllum til góðs. Sem samfélag höfum við tekið stefnuna í átt að orkuskiptum. Leiðin er fær en hún er torveld og erfið yfirferðar. Hún krefst mikillar samstöðu og hvatningar en einnig fórnar. Þegar á reynir er oft gott að fara með orðin, “Eyjólfur, upp með sokkana“ og tosa þá hátt upp. Veganestið eru þeir möguleikar sem við stöndum frammi fyrir en allir snúa þeir að því að nýta náttúruna á sjálfbæran hátt. Við þurfum bara að fara að leggja af stað aftur kæru samferðamenn og opna hugann fyrir nýjum leiðum. Við erum nefnilega þegar lögð af stað. Komin framhjá fyrstu vörðunum, raf- og hitaveituvæðingunni, en ákváðum að setjast niður og njóta þess sem við höfum áorkað. Raunar sátum við of lengi í sældinni því við erum komin með legusár á rassinn og er það sjálfum okkur fyrir bestu að standa upp og halda áfram. Jú, tvisvar verður sá feginn sem á steininn sest. Það er komið að síðasta leggnum, síðustu brekkunni – útskiptingu alls jarðefnaeldsneytis; í lofti, á láði og legi – og plástri á sárið. Á Íslandi höfum við tækifæri umfram margar þjóðir. Við höfum jarðvarmann og vatnsaflið, en höfum lítið unnið með vindorku, virkjun sjávarfalla eða orku birtunnar. Þetta mun allt koma til okkar. Engin leið er réttari en önnur, allar beinast þær í rétta átt eins og undirrituð útlistaði ásamt Ásmundi Friðrikssyni og Lilju Rafneyju Magnúsdóttur í þessum leiðarvísi. Kæru samferðamenn, det er i motbakke der går oppover. Það er í brekkunni sem við beitum öllum kröftum og í brekkunni sem okkur miðar áfram. En svo var það hitt, að vinda ofan af því ástandi sem hér hefur skapast. Þar er föngun og geymsla koldíoxíðs í jörðu ein leið og þar erum við Íslendingar forgöngumenn sem aðrar þjóðir líta upp til. Við getum skapað okkar framtíð, valið hvaða leið við viljum fara eða í hvaða fótspor við viljum feta. Því segi ég, upp með sokkana, brettum upp ermarnar og þorum að taka af skarið. Öll stefnum við að sama marki. Höfundur sat í starfshóp umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra um bætta orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar