Ekkert prik fyrir Hjört, nema gefið væri fyrir hálfsannleika og rangfærslur Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. september 2024 13:02 27. ágúst sl. skrifaði ágætur maður, sem búið hefur í Lúxemborg, í hjarta ESB og Evru, um langt árabil, og þekkir þar auðvitað vel til, er heimamaður, Róbert Björnsson, ágætan pistil hér á vefnum um ESB og Evru og sína reynslu af hvorutveggja. Hann dregur þar upp góða mynd af feikigóðri efnahagslegri stöðu Lúxemborg (í þessari ESB/Evru-mynd), kostum ESB/Evru, og fjallar líka um afar jákvæða afstöðu þegna landsins til ESB/Evru. Ekki stóð á þeim manni, sem notar lengsta titil landsins, og ég tel vera leigupenna helztu þjóðernisafla landsins, hægri öfgamanna og popúlista, sennilega Heimssýnar, að bregðast við og reyna að gera lítið úr jákvæðri umfjöllun Róberts um ESB og Evru. Greip hann enn til hálfsannleika og rangfærsla, eins og honum er einum lagið, og skrifaði hann 31. ágúst nýjan pistil með fyrirsögninni „Fær prik fyrir hreinskilnina“. Átti þetta víst að vera háð. Af þessu tilefni segi ég: „Ekkert prik fyrir Hjört, nema gefið væri fyrir hálfsannleika og rangfærslur“. Skal þetta útskýrt betur. Titlameistarinn segir fyrst þetta: „Versta staða, sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, er, að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer þannig fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra“. Svo fullyrðir hann þetta: „Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið, yrði landið ekki aðeins það fámennasta innan sambandsins heldur sömuleiðis á yzta jaðri þess. Ísland fengi fyrir vikið einungis sex þingmenn af 720 á þing Evrópusambandsins eða á við hálfan þingmann á Alþingi“. Hér er Hjörtur enn einu sinni að fullyrða, að stóru þjóðirnar ráði öllu í ESB; þó við værum inni, sem fullgilt aðildarríki, myndum við engin áhrif hafa og engu ráða. Hér kemur það, sem satt er og rétt, staðreyndirnar, í þessum málum: Minnstu þjóðirnar hafa hlutfallslega langmest að segja í ESB. Eins og fram hefur komið, fengjum við 6 þingmenn á Evrópuþingið. Það þýðir, að við þurfum aðeins að hafa 65.000 Íslendinga á bak við hvern þingmann. Þjóðverjar, með sína 83 milljónir íbúa, hafa 96 þingmenn; hjá þeim standa 865 þúsund landsmanna á bak við hvern þingmann. Danir, sem eru 5,8 milljónir, hafa 14 þingmenn; 414 þúsund Danir standa á bak við hvern þingmann þeirra á Evrópuþinginu. Svona er það í öllu; þess er gætt, að líka þeir „minnstu“ hafi fullan aðgang að áhrifum og völdum. Hver aðildarþjóð, stór eða smá, fær þannig einn kommissar, ráðherra. Þjóðverjar og Frakkar fá líka bara einn. Möguleg full og formleg aðild okkar að ESB er því feikilega stórt mál fyrir okkur með tilliti til mögulegra áhrifa á þróun og stefnu ríkjasambandsins. Eins og ég nefndi, fengjum við með fullri aðild setu við borðið, með okkar eigin framvæmdastjóra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn framkvæmdastjóra - og nefnda 6 þingmenn á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest væri, fullt neitunarvald til jafns við aðra, hvað varðar veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: Skattlagning hvers konar Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbingar og fjárveitingar Félagsleg vernd og öryggi almennings Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja Öryggis- og varnarmál sambandsríkjann 27 Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landamærum og flóttafólki Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum með, myndum samþykkja. Sjávarútvegs- og orkumál Hjörtur J. hefur verið að reyna, að gera lítið úr neitunarvaldinu á þeim forsendum, að það nái ekki til sjávarútvegs og orkumála. Hvernig getur neitunarvald náð til atvinnuvegar, sjávarútvegs. Getur neitunarvald náð til byggingariðnaðar, bílaframleiðslu, flutninga á sjó, stálinaðar? Þarna vantar alla lógík. Um hina ýmsu atvinnuvegi þarf auðvitað að semja sérstaklega. Margt, sem gerzt hefur, bendir til, að við gætum tryggt okkur full yfirráð yfir okkar fiskveiðilögsögu, ef við færum inn í ESB, eins og t.a.m. Malta náði, þó að aðstæður væru aðrar þar. Heimssýnar-menn tönnlast mikið á okkar orku, sem á að vera svo mikil og merkileg, að allir vilji komast yfir hana. Miðað við síðustu tölur framleiðir ESB 2,895.917.693 gigawatt-stundir af raforku. Og, hvað framleiddi Ísland? 18.061.163 gigawatt-stundir. Íslenzk raforkuframleiðsla var semsé 0,6% af raforkuframleiðslu ESB. Skítur á priki, sem enga þýðingu hefur fyrir ESB. Auk þess verður framtíðarorkan sólarorka, vindorka og sjávarfallaorka, þar sem Ísland hefur ekkert sérstakt fram að færa. Helztu valdastöðurnar í ESB Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxemborg, forseti framkvæmdastjórnarinnar frá 2014 til 2019. Í heil 15 ár fóru fulltrúar fámennra ríkja sambandsins fyrir valdamestu stofnun þess. Forseti Evrópuþingsins er svo Roberta Metsola frá smáríkinu Malta, sem er líka með 6 þingmenn á Evrópuþinginu, eins og við myndum hafa. Allt tal um, að litlu ríkin séu áhrifa- og valdalaus innan ESB fær því ekki staðizt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Ole Anton Bieltvedt Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
27. ágúst sl. skrifaði ágætur maður, sem búið hefur í Lúxemborg, í hjarta ESB og Evru, um langt árabil, og þekkir þar auðvitað vel til, er heimamaður, Róbert Björnsson, ágætan pistil hér á vefnum um ESB og Evru og sína reynslu af hvorutveggja. Hann dregur þar upp góða mynd af feikigóðri efnahagslegri stöðu Lúxemborg (í þessari ESB/Evru-mynd), kostum ESB/Evru, og fjallar líka um afar jákvæða afstöðu þegna landsins til ESB/Evru. Ekki stóð á þeim manni, sem notar lengsta titil landsins, og ég tel vera leigupenna helztu þjóðernisafla landsins, hægri öfgamanna og popúlista, sennilega Heimssýnar, að bregðast við og reyna að gera lítið úr jákvæðri umfjöllun Róberts um ESB og Evru. Greip hann enn til hálfsannleika og rangfærsla, eins og honum er einum lagið, og skrifaði hann 31. ágúst nýjan pistil með fyrirsögninni „Fær prik fyrir hreinskilnina“. Átti þetta víst að vera háð. Af þessu tilefni segi ég: „Ekkert prik fyrir Hjört, nema gefið væri fyrir hálfsannleika og rangfærslur“. Skal þetta útskýrt betur. Titlameistarinn segir fyrst þetta: „Versta staða, sem ríki getur verið í innan Evrópusambandsins, þegar kemur að möguleikum á því að hafa áhrif á ákvarðanir á vettvangi þess, er, að vera fámennt ríki á jaðri sambandsins. Vægi ríkja innan Evrópusambandsins fer þannig fyrst og fremst eftir íbúafjölda þeirra“. Svo fullyrðir hann þetta: „Kæmi til inngöngu Íslands í Evrópusambandið, yrði landið ekki aðeins það fámennasta innan sambandsins heldur sömuleiðis á yzta jaðri þess. Ísland fengi fyrir vikið einungis sex þingmenn af 720 á þing Evrópusambandsins eða á við hálfan þingmann á Alþingi“. Hér er Hjörtur enn einu sinni að fullyrða, að stóru þjóðirnar ráði öllu í ESB; þó við værum inni, sem fullgilt aðildarríki, myndum við engin áhrif hafa og engu ráða. Hér kemur það, sem satt er og rétt, staðreyndirnar, í þessum málum: Minnstu þjóðirnar hafa hlutfallslega langmest að segja í ESB. Eins og fram hefur komið, fengjum við 6 þingmenn á Evrópuþingið. Það þýðir, að við þurfum aðeins að hafa 65.000 Íslendinga á bak við hvern þingmann. Þjóðverjar, með sína 83 milljónir íbúa, hafa 96 þingmenn; hjá þeim standa 865 þúsund landsmanna á bak við hvern þingmann. Danir, sem eru 5,8 milljónir, hafa 14 þingmenn; 414 þúsund Danir standa á bak við hvern þingmann þeirra á Evrópuþinginu. Svona er það í öllu; þess er gætt, að líka þeir „minnstu“ hafi fullan aðgang að áhrifum og völdum. Hver aðildarþjóð, stór eða smá, fær þannig einn kommissar, ráðherra. Þjóðverjar og Frakkar fá líka bara einn. Möguleg full og formleg aðild okkar að ESB er því feikilega stórt mál fyrir okkur með tilliti til mögulegra áhrifa á þróun og stefnu ríkjasambandsins. Eins og ég nefndi, fengjum við með fullri aðild setu við borðið, með okkar eigin framvæmdastjóra, kommissar, eins og hin aðildarríkin, nú 27 - hvert, fjölmennt eða fámennt, hefur bara einn framkvæmdastjóra - og nefnda 6 þingmenn á Evrópuþingið, fulltrúa í ráð og nefndir, og, það, sem mest væri, fullt neitunarvald til jafns við aðra, hvað varðar veigamikla stefnumótun og allar stærri ákvarðanir ríkjasambandsins. Neiturnarvaldið nær til þessara málaflokka, sem auðvitað eru þeir langstærstu og lang þýðingarmestu: Skattlagning hvers konar Fjárhagsáætlanir, fjármálaskuldbingar og fjárveitingar Félagsleg vernd og öryggi almennings Samningar og ákvarðanir um upptöku nýrra aðildarríkja Öryggis- og varnarmál sambandsríkjann 27 Samskipti og samningar ESB við önnur ríki og ríkjasambönd Sameiginleg löggæzla sambandsríkjanna, eftirlit með ytri landamærum og flóttafólki Ekkert mál í þessum þýðingarmiklu málaflokkum getur farið í gegn, eða hlotið samþykki til framkvæmdar, nema öll aðildarríkin, og, þá, líka við, ef við værum með, myndum samþykkja. Sjávarútvegs- og orkumál Hjörtur J. hefur verið að reyna, að gera lítið úr neitunarvaldinu á þeim forsendum, að það nái ekki til sjávarútvegs og orkumála. Hvernig getur neitunarvald náð til atvinnuvegar, sjávarútvegs. Getur neitunarvald náð til byggingariðnaðar, bílaframleiðslu, flutninga á sjó, stálinaðar? Þarna vantar alla lógík. Um hina ýmsu atvinnuvegi þarf auðvitað að semja sérstaklega. Margt, sem gerzt hefur, bendir til, að við gætum tryggt okkur full yfirráð yfir okkar fiskveiðilögsögu, ef við færum inn í ESB, eins og t.a.m. Malta náði, þó að aðstæður væru aðrar þar. Heimssýnar-menn tönnlast mikið á okkar orku, sem á að vera svo mikil og merkileg, að allir vilji komast yfir hana. Miðað við síðustu tölur framleiðir ESB 2,895.917.693 gigawatt-stundir af raforku. Og, hvað framleiddi Ísland? 18.061.163 gigawatt-stundir. Íslenzk raforkuframleiðsla var semsé 0,6% af raforkuframleiðslu ESB. Skítur á priki, sem enga þýðingu hefur fyrir ESB. Auk þess verður framtíðarorkan sólarorka, vindorka og sjávarfallaorka, þar sem Ísland hefur ekkert sérstakt fram að færa. Helztu valdastöðurnar í ESB Varðandi helztu valdastöður í ESB, þá ræður einstaklingurinn, hæfni hans og geta, en ekki þjóðin eða stærð hennar, sem að baki stendur. Í tíu ár, eða frá 2004 til 2014, var José Manuel Barroso, frá Portúgal, 10 milljón manna þjóð, forseti framkvæmdastjórnarinnar, og, eins og fyrr greinir, var Jean-Claude Juncker, frá smáríkinu Lúxemborg, forseti framkvæmdastjórnarinnar frá 2014 til 2019. Í heil 15 ár fóru fulltrúar fámennra ríkja sambandsins fyrir valdamestu stofnun þess. Forseti Evrópuþingsins er svo Roberta Metsola frá smáríkinu Malta, sem er líka með 6 þingmenn á Evrópuþinginu, eins og við myndum hafa. Allt tal um, að litlu ríkin séu áhrifa- og valdalaus innan ESB fær því ekki staðizt. Höfundur er samfélagsrýnir og dýraverndarsinni.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar