„Þetta er næsta skref“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 30. ágúst 2024 20:43 John Andrews, þjálfari Víkings, tók fullt af jákvæðum hlutum út úr 4-0 tapi sinna kvenna gegn Breiðablik. Vísir/Diego „Ég verð að segja að ég sé stoltur. Þetta var erfiður leikur síðasta sunnudag, við komumst aldrei nálægt þeim þá og höfðum engin áhrif á leikinn. Mér fannst við mun nær þeim í öllum aðgerðum í kvöld,“ sagði John Andrews, þjálfari Víkings, þegar hann var búinn að fara yfir málin inni í búningsherbergi eftir 4-0 tap gegn Breiðabliki á Kópavogsvelli í kvöld. Þetta er í annað sinn í vikunni se liðin mætast og niðurstaðan sú sama í bæði skipti. Víkingar voru undir nær allan leikinn í kvöld en héldu áfram að sækja og reyna uppspil sem Breiðablik virtist löngu búið að lesa. „Það er bara karakterinn í okkar liði að reyna alltaf að skora. Við skildum eftir opnanir baka til en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Tvær fjórtán ára [Anika Jóna Jónsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir] líka sem koma inn á og standa sig með prýði, frábært að geta gefið þeim mínútur í Bestu deildinni.“ Næsta skrefið John hélt áfram að tala um hvað hann væri stoltur af liðinu fyrir að halda sig við leikplanið og reyna að sækja. „Við hvetjum leikmenn til að spila boltanum. Við gáfum mörk með tveimur slökum sendingum, en leikmennirnir sem gáfu þessar sendingar sýndu líka frábæran varnarleik. Við erum alltaf að tala um að taka næsta skref og svo framvegis. Þetta er næsta skref, að læra að spila í vindinum, taka réttar ákvarðanir, hægja á leiknum. Við hefðum vel getað sloppið inn í hálfleik einu marki undir og sett pressu í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Það eru bara smáatriði sem við þurfum að bæta og ungu leikmennirnir skilja það, þess vegna er ég svo stoltur af þeim. Þær kvarta aldrei eða kveina og keyra bara áfram af fullum krafti.“ Fjórir leikir framundan Fjórir leikir eru framundan og engar líkur á titli en tækifæri fyrir liðið að láta reyna enn betur á leikplanið. Hvaða markmið hefur þjálfarinn sett fyrir lokahnykkinn? „Frábær spurning. Við vitum að við sækjum alltaf einhver stig og gætum jafnvel skotið stóru stelpunum skelk í bringu. Reyna bara að ná sem mestu út úr þessum leikjum, prófa nýja hluti og gefa leikmönnum góðan endi á tímabilinu svo þær geti gengið stoltar frá með bros á vör,“ sagði John að lokum. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
Þetta er í annað sinn í vikunni se liðin mætast og niðurstaðan sú sama í bæði skipti. Víkingar voru undir nær allan leikinn í kvöld en héldu áfram að sækja og reyna uppspil sem Breiðablik virtist löngu búið að lesa. „Það er bara karakterinn í okkar liði að reyna alltaf að skora. Við skildum eftir opnanir baka til en ég er ótrúlega stoltur af stelpunum. Tvær fjórtán ára [Anika Jóna Jónsdóttir og Arna Ísold Stefánsdóttir] líka sem koma inn á og standa sig með prýði, frábært að geta gefið þeim mínútur í Bestu deildinni.“ Næsta skrefið John hélt áfram að tala um hvað hann væri stoltur af liðinu fyrir að halda sig við leikplanið og reyna að sækja. „Við hvetjum leikmenn til að spila boltanum. Við gáfum mörk með tveimur slökum sendingum, en leikmennirnir sem gáfu þessar sendingar sýndu líka frábæran varnarleik. Við erum alltaf að tala um að taka næsta skref og svo framvegis. Þetta er næsta skref, að læra að spila í vindinum, taka réttar ákvarðanir, hægja á leiknum. Við hefðum vel getað sloppið inn í hálfleik einu marki undir og sett pressu í seinni hálfleik með vindinn í bakið. Það eru bara smáatriði sem við þurfum að bæta og ungu leikmennirnir skilja það, þess vegna er ég svo stoltur af þeim. Þær kvarta aldrei eða kveina og keyra bara áfram af fullum krafti.“ Fjórir leikir framundan Fjórir leikir eru framundan og engar líkur á titli en tækifæri fyrir liðið að láta reyna enn betur á leikplanið. Hvaða markmið hefur þjálfarinn sett fyrir lokahnykkinn? „Frábær spurning. Við vitum að við sækjum alltaf einhver stig og gætum jafnvel skotið stóru stelpunum skelk í bringu. Reyna bara að ná sem mestu út úr þessum leikjum, prófa nýja hluti og gefa leikmönnum góðan endi á tímabilinu svo þær geti gengið stoltar frá með bros á vör,“ sagði John að lokum.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira