Sport

Dag­skráin í dag: Deildar­keppni Meistaradeildarinnar lýkur

Aron Guðmundsson skrifar
Mohamed Salah verður í eldlínunni með Liverpool í kvöld.
Mohamed Salah verður í eldlínunni með Liverpool í kvöld.

Það er stórt kvöld í vændum á sportrásum Sýnar því úrslitin í deildarkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta ráðast í dag. 

Alls eru átján leikir á dagskrá deildarinnar í kvöld og mun það ráðast hvaða lið fara áfram á næsta stig keppninnar. Fylgst verður með leikjunum átján í Meistaradeildarmessunni sem er í umsjón Gumma Ben sem fær til sín góða sérfræðinga í settið. Meistaradeildarmessan hefst klukkan hálf átta á Sýn Sport.

Leikirnir átján hefjast allir klukkan átta og valdir leikir verða sýndir á hliðarrásum Sýn Sport. Átta efstu lið deildarinnar að leikjunum loknum fara beint áfram í sextán liða úrslit en liðin í sætum 9-24 fara í umspil um sæti í sextán liða úrslitum.

Á Sýn Sport 2 fer fram leikur Manchester City og Galatasaray á Etihad leikvanginum í Manchesterborg. Bæði lið eru í baráttunni um að komast beint áfram í sextán liða úrslit en að auki eru þau bæði örugg með umspilssæti. 

Á Sýn Sport 5 er sýndur leikur PSG og Newcastle United en bæði lið eru sem stendur í einu af topp átta sætunum. 

Liverpool tekur á móti Qarabag á Sýn Sport Viaplay og freistar þess að tryggja sig beint áfram í sextán liða úrslitin. Qarabag er með í barátunni um umspilssæti.

Þá tekur Barcelona á móti FC Kaupmannahöfn í beinni útsendingu á Sýn Sport 4 og topplið deildarinnar, Arsenal, tekur á móti Kairat Almaty á Sýn Sport 3. 

Meistaradeildarmörkin eru á dagskrá að loknum leikjunum átján. Þar verður farið yfir úrslit deildarkeppninnar með sérfræðingum. 

Einn leikur er svo á dagskrá Bónus deildar kvenna. Ríkjandi Íslandsmeistarar Hauka heimsækja Val á Hlíðarenda í beinni útsendingu á Sýn Sport Ísland í leik sem hefst klukkan korter yfir sjö. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×