Leist strax vel á Heimi og vill læra af honum Sindri Sverrisson skrifar 30. ágúst 2024 10:33 Sambandið virðist strax hafa orðið mjög gott á milli Heimis Hallgrímssonar og Johns O'Shea, þó að segja megi að Heimir hafi tekið starfið af O'Shea. Getty/Stephen McCarthy John O‘Shea, fyrrverandi leikmaður Manchester United og írska landsliðsins, talaði fallega um Heimi Hallgrímsson á blaðamannafundi í gær þegar þeir tilkynntu fyrsta írska landsliðshóp Heimis. Hann er sáttur við sitt hlutverk sem aðstoðarþjálfari eftir að hafa stýrt Írlandi tímabundið á undan Heimi. Heimir var ráðinn aðalþjálfari Írlands í júlí og lagði á það áherslu að fá O‘Shea sem aðstoðarmann. Eyjamaðurinn taldi það mikilvægt í ljósi þess að O‘Shea væri öllum hnútum kunnugur en hann hafði verið tímabundið aðalþjálfari liðsins í hálft ár. O‘Shea fékk að hafa mikil áhrif á valið á fyrsta landsliðshópi Heimis, fyrir leikina við England og Grikkland, á meðan að Heimir er enn að kynnast þeim leikmönnum sem honum standa til boða. Og O‘Shea er sáttur við hlutverk sitt. „Líkar hvernig hann horfir á hlutina“ „Ég er hérna til að styðja við stjórann í Þjóðadeildinni og undankeppni HM,“ sagði O‘Shea samkvæmt Irish Independent, en þar segir að orðrómur hafi verið um að O‘Shea færi aftur að starfa hjá félagsliði. Hann gaf lítið fyrir það. „Við höfum séð hvað hlutirnir geta breyst í fótbolta en ég fór af fullum huga í viðræður við stjórann um hvernig við myndum vilja vinna þetta. Þegar við hittumst þá varð strax til mjög gott traust á milli okkar, samtalið var gott, um hvernig hann vill hafa hlutina einfalda og árangursríka. Mér líkar hvernig hann horfir á hlutina. Það þurfti ekkert að sannfæra mig. Maður sá strax að hvað persónuleika og traust snertir þá myndi ég njóta þess að vinna með honum og auðvitað að læra af honum,“ sagði hinn 43 ára O‘Shea sem eftir 12 ár undir stjórn Sir Alex Ferguson ætti að hafa ýmislegt til að miðla sjálfur. John O'Shea og Heimir Hallgrímsson sinntu fjölmiðlum í gær eftir að hafa tilkynnt landsliðshópinn.Getty/Stephen McCarthy „Góð manneskja til að læra af“ Hann hefur hins vegar sáralitla þjálfarareynslu og vill læra af Heimi. O‘Shea vissi að írska knattspyrnusambandið væri að leita að aðalþjálfara og fékk fréttir af leitinni. „Það var síðan lykilatriði fyrir mig að fara yfir hlutina af yfirvegun, og sjá „nei, þetta er í alvörunni gott fyrir mig.“ Ég er enn að læra og þetta er góð manneskja til að læra af,“ sagði O‘Shea og kvaðst ekki geta beðið eftir því að kynna leikmenn fyrir Heimi. Írland mætir Englandi laugardaginn 7. september, í beinni útsendingu á Vodafone Sport, og tekur svo á móti Grikklandi þremur dögum síðar. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira
Heimir var ráðinn aðalþjálfari Írlands í júlí og lagði á það áherslu að fá O‘Shea sem aðstoðarmann. Eyjamaðurinn taldi það mikilvægt í ljósi þess að O‘Shea væri öllum hnútum kunnugur en hann hafði verið tímabundið aðalþjálfari liðsins í hálft ár. O‘Shea fékk að hafa mikil áhrif á valið á fyrsta landsliðshópi Heimis, fyrir leikina við England og Grikkland, á meðan að Heimir er enn að kynnast þeim leikmönnum sem honum standa til boða. Og O‘Shea er sáttur við hlutverk sitt. „Líkar hvernig hann horfir á hlutina“ „Ég er hérna til að styðja við stjórann í Þjóðadeildinni og undankeppni HM,“ sagði O‘Shea samkvæmt Irish Independent, en þar segir að orðrómur hafi verið um að O‘Shea færi aftur að starfa hjá félagsliði. Hann gaf lítið fyrir það. „Við höfum séð hvað hlutirnir geta breyst í fótbolta en ég fór af fullum huga í viðræður við stjórann um hvernig við myndum vilja vinna þetta. Þegar við hittumst þá varð strax til mjög gott traust á milli okkar, samtalið var gott, um hvernig hann vill hafa hlutina einfalda og árangursríka. Mér líkar hvernig hann horfir á hlutina. Það þurfti ekkert að sannfæra mig. Maður sá strax að hvað persónuleika og traust snertir þá myndi ég njóta þess að vinna með honum og auðvitað að læra af honum,“ sagði hinn 43 ára O‘Shea sem eftir 12 ár undir stjórn Sir Alex Ferguson ætti að hafa ýmislegt til að miðla sjálfur. John O'Shea og Heimir Hallgrímsson sinntu fjölmiðlum í gær eftir að hafa tilkynnt landsliðshópinn.Getty/Stephen McCarthy „Góð manneskja til að læra af“ Hann hefur hins vegar sáralitla þjálfarareynslu og vill læra af Heimi. O‘Shea vissi að írska knattspyrnusambandið væri að leita að aðalþjálfara og fékk fréttir af leitinni. „Það var síðan lykilatriði fyrir mig að fara yfir hlutina af yfirvegun, og sjá „nei, þetta er í alvörunni gott fyrir mig.“ Ég er enn að læra og þetta er góð manneskja til að læra af,“ sagði O‘Shea og kvaðst ekki geta beðið eftir því að kynna leikmenn fyrir Heimi. Írland mætir Englandi laugardaginn 7. september, í beinni útsendingu á Vodafone Sport, og tekur svo á móti Grikklandi þremur dögum síðar.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Þjóðadeild karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Jafnt í stórleiknum Fótbolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Spennutryllir eftir tvö burst Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Sjá meira