Rekstrarhagnaður Sýnar nam 169 milljónum Jón Ísak Ragnarsson skrifar 28. ágúst 2024 19:52 Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2024 var samþykktur á stjórnarfundi 28. ágúst. Vísir/Hanna Rekstrarhagnaður Sýnar hf. nam 169 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins 2024, samanborið við 1.002 milljónir á sama tímabili í fyrra. Tap eftir skatta á tímabilinu nam 339 milljónum samanborið við 483 milljón króna hagnað í fyrra. Árangurinn er í fullu samræmi við útgefna afkomuspá, að því er kemur fram í tilkynningu. Fram kemur að munurinn milli ára skýrist helst af breytilegum tekjum af IoT þjónustu annars vegar og afskrifta sem voru lægri vegna endursamninga við birgja hins vegar, samtals upp á 706 m.kr. Greint verður ítarlegar frá þessu í fjárfestakynningu sem birt verður fyrir fjárfestafund sem haldinn verður fimmtudaginn 29. ágúst kl 08:30. Árangur í samræmi við afkomuspá „Árangur félagsins á fyrri helmingi ársins er í fullu samræmi við forsendur afkomuspár fyrir árið 2024 sem félagið birti 2. júlí síðastliðinn og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður, án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptiskostnaðarliða, verði á bilinu 900 til 1.100 m.kr,“ segir í tilkynningu. Þá telja stjórnendur félagsins að full ástæða sé til að ætla að áætlun félagsins fyrir árið 2024 standist, og gera þeir jafnframt ráð fyrir verulegum jákvæðum viðsnúningi á sjóðstreymi frá rekstri félagsins á seinni helmingi ársins. „Félagið er á réttri leið með að ná skilvirknimarkmiðum sínum um að skila 6-800 m.kr. í rekstrarbata á ársgrundvelli á síðari hluta ársins 2024. Rekstrarbatinn ætti að skila félaginu 1.500-1.700 m.kr. í rekstrarhagnað (EBIT) á árinu 2025 án tillits til annara verkefna sem koma inn á því ári.“ Tekjur af fjölmiðlastarfsemi og þjónustutekjur á uppleið Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að Sýn hafi náð góðum árangri á lykilsviðum. Tekjur af fjölmiðlastarfsemi og þjónustutekjur séu á góðri uppleið, og fyrirtækið sjái jákvæða þróun í fjölda viðskiptavina í IoT þrátt fyrir tímabundinn samdrátt í tekjum. „Samanburður á fyrri helmingi ársins 2024 við sama tímabil 2023 tekur mið af nokkrum sértækum þáttum, meðal annars lægri IoT tekjum, hraðari afskriftum sýningarétta og jákvæðum áhrifum afskrifta í endursamningi við erlendan birgja á síðasta ári. Þessir þættir gera samanburð á milli ára nokkuð flókinn,“ segir Herdís. „Við höfum metnaðarfull áform fyrir komandi misseri og erum að vinna markvisst að mótun nýrrar stefnu sem verður kynnt fyrir markaðnum á fjárfestadegi Sýnar þann 7. nóvember næstkomandi. Áherslan verður á skilvirkni, vöxt og samvinnu sem eru helstu drifkraftar vegferðar okkar til framtíðar,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira
Fram kemur að munurinn milli ára skýrist helst af breytilegum tekjum af IoT þjónustu annars vegar og afskrifta sem voru lægri vegna endursamninga við birgja hins vegar, samtals upp á 706 m.kr. Greint verður ítarlegar frá þessu í fjárfestakynningu sem birt verður fyrir fjárfestafund sem haldinn verður fimmtudaginn 29. ágúst kl 08:30. Árangur í samræmi við afkomuspá „Árangur félagsins á fyrri helmingi ársins er í fullu samræmi við forsendur afkomuspár fyrir árið 2024 sem félagið birti 2. júlí síðastliðinn og gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður, án nokkurra leiðréttinga vegna einskiptiskostnaðarliða, verði á bilinu 900 til 1.100 m.kr,“ segir í tilkynningu. Þá telja stjórnendur félagsins að full ástæða sé til að ætla að áætlun félagsins fyrir árið 2024 standist, og gera þeir jafnframt ráð fyrir verulegum jákvæðum viðsnúningi á sjóðstreymi frá rekstri félagsins á seinni helmingi ársins. „Félagið er á réttri leið með að ná skilvirknimarkmiðum sínum um að skila 6-800 m.kr. í rekstrarbata á ársgrundvelli á síðari hluta ársins 2024. Rekstrarbatinn ætti að skila félaginu 1.500-1.700 m.kr. í rekstrarhagnað (EBIT) á árinu 2025 án tillits til annara verkefna sem koma inn á því ári.“ Tekjur af fjölmiðlastarfsemi og þjónustutekjur á uppleið Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar, segir að Sýn hafi náð góðum árangri á lykilsviðum. Tekjur af fjölmiðlastarfsemi og þjónustutekjur séu á góðri uppleið, og fyrirtækið sjái jákvæða þróun í fjölda viðskiptavina í IoT þrátt fyrir tímabundinn samdrátt í tekjum. „Samanburður á fyrri helmingi ársins 2024 við sama tímabil 2023 tekur mið af nokkrum sértækum þáttum, meðal annars lægri IoT tekjum, hraðari afskriftum sýningarétta og jákvæðum áhrifum afskrifta í endursamningi við erlendan birgja á síðasta ári. Þessir þættir gera samanburð á milli ára nokkuð flókinn,“ segir Herdís. „Við höfum metnaðarfull áform fyrir komandi misseri og erum að vinna markvisst að mótun nýrrar stefnu sem verður kynnt fyrir markaðnum á fjárfestadegi Sýnar þann 7. nóvember næstkomandi. Áherslan verður á skilvirkni, vöxt og samvinnu sem eru helstu drifkraftar vegferðar okkar til framtíðar,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar. Vísir er í eigu Sýnar
Sýn Kauphöllin Fjarskipti Fjölmiðlar Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Neytendur Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Sjá meira