Spurning sem ekki er hægt að svara? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. ágúst 2024 09:33 Hreyfingar Evrópusambandssinna á Íslandi hafa um langt árabil látið gera skoðanakannanir fyrir sig þar sem spurt hefur verið meðal annars um afstöðu fólks til þess hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Síðast fyrr í sumar. Fyrir það hafa verið greiddar háar fjárhæðir. Á sama tíma er um að ræða spurningu sem þær hafa viljað meina að ekki sé hægt að svara fyrr en samningur um inngöngu í sambandið liggi fyrir. Hins vegar hafa Evrópusambandssinnar sjálfir fyrir löngu gert upp hug sinn í þeim efnum og ef niðurstöður kannana hafa sýnt meirihluta fyrir inngöngu í Evrópusambandið hefur enginn fyrirvari verið settur um það að fólk vissi í raun ekki hvað það væri að tala um. Líkt og þegar þær hafa verið á hinn veginn. Með öðrum orðum veit fólk greinilega eingöngu um hvað það er að tala ef það tekur undir með þeim. Spil ESB liggja þegar á borðinu Veruleikinn er sá að fyrir liggur í öllum meginatriðum hvað innganga í Evrópusambandið þýddi. Eins og Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og mikill hvatamaður inngöngu Íslands í sambandið, orðaði það hérna um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið.“ Hið sama á til dæmis við um Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þegar hann var inntur eftir því haustið 2009 hvort spil sambandsins yrðu loks lögð á borðið og upplýst hvað væri í boði eftir að umsókn um inngöngu hefði verið lögð fram: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ „Samningaviðræður“ villandi Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið gaf framkvæmdastjórn sambandsins út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar segir meðal annars að viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu í Evrópusambandið sé geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Tekið er fram að ekki sé um eiginlegar samningaviðræður að ræða: „Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fimm prósent af alþingismanni Með öðrum orðum verður allt það sem samið er um að rúmast innan regluverks Evrópusambandsins. Enn fremur er enginn afsláttur gefinn af því að valdið yfir flestum málum ríkja færist til stofnana þess. Þar á meðal og ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum. Þá er ekki í boði að semja um vægi einstakra ríkja sambandsins við töku ákvarðana innan þess sem fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins þegar ákvarðanir væru teknar í ráðherraráði þess allajafna einungis um 0,08%. Sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Á þingi sambandsins fengi Ísland sex þingmenn af um 720 eins og staðan er í dag. Á við hálfan alþingismann. Þá eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins einungis embættismenn þess. Séríslenzkur blekkingarleikur Mjög langur vegur er einfaldlega frá því að Evrópusambandið sé einhvers konar leynifélag sem ekkert sé hægt að vita um án þess að sækja um inngöngu í það. Líkt og forystumenn þess hafa ítrekað bent á liggur fyrir í öllum meginatriðum hvað felst í því að ganga þar inn. Ekkert er til sem heitir að kíkja í pakkann í þeim efnum. Þar er einungis um að ræða séríslenzkan blekkingarleik hérlendra Evrópusambandsinna. Hafi Evrópusambandssinnar í reynd trú á málstað sínum ætti varla að vefjast fyrir þeim að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið eins og hún er í stað þess að reyna að draga upp þá mynd að í inngöngunni felist eitthvað annað en einfaldlega innganga í það. Telji þeir enn fremur veruleg frávik frá regluverki sambandsins forsendu þess að ganga þar inn hlýtur sú spurning að vakna hvort þeir vilji það í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Hreyfingar Evrópusambandssinna á Íslandi hafa um langt árabil látið gera skoðanakannanir fyrir sig þar sem spurt hefur verið meðal annars um afstöðu fólks til þess hvort ganga eigi í Evrópusambandið. Síðast fyrr í sumar. Fyrir það hafa verið greiddar háar fjárhæðir. Á sama tíma er um að ræða spurningu sem þær hafa viljað meina að ekki sé hægt að svara fyrr en samningur um inngöngu í sambandið liggi fyrir. Hins vegar hafa Evrópusambandssinnar sjálfir fyrir löngu gert upp hug sinn í þeim efnum og ef niðurstöður kannana hafa sýnt meirihluta fyrir inngöngu í Evrópusambandið hefur enginn fyrirvari verið settur um það að fólk vissi í raun ekki hvað það væri að tala um. Líkt og þegar þær hafa verið á hinn veginn. Með öðrum orðum veit fólk greinilega eingöngu um hvað það er að tala ef það tekur undir með þeim. Spil ESB liggja þegar á borðinu Veruleikinn er sá að fyrir liggur í öllum meginatriðum hvað innganga í Evrópusambandið þýddi. Eins og Uffe Ellemann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur og mikill hvatamaður inngöngu Íslands í sambandið, orðaði það hérna um árið: „Vitanlega er Evrópusambandið ekki lokaður pakki. Þið vitið hvað þið væruð að fara út í. Og ef þið eruð ekki reiðubúin til þess, haldið ykkur þá fyrir utan sambandið.“ Hið sama á til dæmis við um Olli Rehn, þáverandi stækkunarstjóra Evrópusambandsins, þegar hann var inntur eftir því haustið 2009 hvort spil sambandsins yrðu loks lögð á borðið og upplýst hvað væri í boði eftir að umsókn um inngöngu hefði verið lögð fram: „Ef ég nota myndlíkingu þína þá eru spil Evrópusambandsins þegar á borðinu, fyrir allra augum. Það er að segja regluverk sambandsins og meginreglur þess.“ „Samningaviðræður“ villandi Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið gaf framkvæmdastjórn sambandsins út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar segir meðal annars að viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu í Evrópusambandið sé geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Tekið er fram að ekki sé um eiginlegar samningaviðræður að ræða: „Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fimm prósent af alþingismanni Með öðrum orðum verður allt það sem samið er um að rúmast innan regluverks Evrópusambandsins. Enn fremur er enginn afsláttur gefinn af því að valdið yfir flestum málum ríkja færist til stofnana þess. Þar á meðal og ekki sízt í sjávarútvegs- og orkumálum. Þá er ekki í boði að semja um vægi einstakra ríkja sambandsins við töku ákvarðana innan þess sem fer fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru. Kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið yrði vægi landsins þegar ákvarðanir væru teknar í ráðherraráði þess allajafna einungis um 0,08%. Sambærilegt við einungis 5% hlutdeild í þingmanni á Alþingi. Á þingi sambandsins fengi Ísland sex þingmenn af um 720 eins og staðan er í dag. Á við hálfan alþingismann. Þá eru þeir sem sitja í framkvæmdastjórn Evrópusambandsins einungis embættismenn þess. Séríslenzkur blekkingarleikur Mjög langur vegur er einfaldlega frá því að Evrópusambandið sé einhvers konar leynifélag sem ekkert sé hægt að vita um án þess að sækja um inngöngu í það. Líkt og forystumenn þess hafa ítrekað bent á liggur fyrir í öllum meginatriðum hvað felst í því að ganga þar inn. Ekkert er til sem heitir að kíkja í pakkann í þeim efnum. Þar er einungis um að ræða séríslenzkan blekkingarleik hérlendra Evrópusambandsinna. Hafi Evrópusambandssinnar í reynd trú á málstað sínum ætti varla að vefjast fyrir þeim að tala fyrir inngöngu í Evrópusambandið eins og hún er í stað þess að reyna að draga upp þá mynd að í inngöngunni felist eitthvað annað en einfaldlega innganga í það. Telji þeir enn fremur veruleg frávik frá regluverki sambandsins forsendu þess að ganga þar inn hlýtur sú spurning að vakna hvort þeir vilji það í raun. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun