Þrjú ungmenni með áverka og eitt í alvarlegu ástandi eftir stunguárásina Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2024 10:06 Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu á Menningarnótt. vísir/vilhelm Þrír eru með stunguáverka og þar af einn í alvarlegu ástandi eftir líkamsárás í miðborginni í gær þar sem hnífi var beitt. Allir voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans til aðhlynningar og gekkst hinn alvarlega slasaði undir aðgerð í nótt. Brotaþolar og hinn grunaði eru öll sögð vera ungt fólk. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt hafi verið um alvarlega líkamsárás laust fyrir klukkan miðnætti í gær. Sá sem grunaður er um verknaðinn var handtekinn og verður yfirheyrður síðar í dag. Rannsóknin er sögð unnin í samvinnu við barnaverndaryfirvöld. Fórnarlamb annarrar árásar ekki alvarlega slasað Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um aðra líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Sá sem grunaður er um hnífsstunguna var handtekinn og verður yfirheyrður síðar í dag. Fórnarlamb árásarinnar er ekki alvarlega slasað, að sögn lögreglu. Rannsókn beggja þessara mála er sögð á frumstigum en miða vel. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um málin að svo stöddu. Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðborg Reykjavíkur á tólfta tímanum í gærkvöldi. Heyra mátti mikið sírenuvæl í miðborginni og sáu sjónarvottar bæði lögreglu- og sjúkrabíla á mikilli hraðferð þar þegar klukkan var farin að ganga miðnætti. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23 Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23 Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynnt hafi verið um alvarlega líkamsárás laust fyrir klukkan miðnætti í gær. Sá sem grunaður er um verknaðinn var handtekinn og verður yfirheyrður síðar í dag. Rannsóknin er sögð unnin í samvinnu við barnaverndaryfirvöld. Fórnarlamb annarrar árásar ekki alvarlega slasað Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um aðra líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Sá sem grunaður er um hnífsstunguna var handtekinn og verður yfirheyrður síðar í dag. Fórnarlamb árásarinnar er ekki alvarlega slasað, að sögn lögreglu. Rannsókn beggja þessara mála er sögð á frumstigum en miða vel. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um málin að svo stöddu. Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðborg Reykjavíkur á tólfta tímanum í gærkvöldi. Heyra mátti mikið sírenuvæl í miðborginni og sáu sjónarvottar bæði lögreglu- og sjúkrabíla á mikilli hraðferð þar þegar klukkan var farin að ganga miðnætti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Stunguárás við Skúlagötu Ofbeldi barna Vopnaburður barna og ungmenna Tengdar fréttir Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23 Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23 Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Kuldaskil á leið yfir landið Veður Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fleiri fréttir Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Sjá meira
Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. 25. ágúst 2024 08:23
Handtekinn grunaður um stunguárás í miðborginni Lögreglan handtók í gærkvöldi einstakling sem grunaður er um að hafa stungið annan með hnífi í miðborg Reykjavíkur. 25. ágúst 2024 06:23
Alvarleg líkamsárás í miðborginni Mikill viðbúnaður lögreglu og slökkviliðs var í miðbæ Reykjavíkur á tólfta tímanum í kvöld. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna alvarlegrar líkamsárásar. 25. ágúst 2024 00:31