Önnur árás með hníf og sextán ára drengur handtekinn með eggvopn Eiður Þór Árnason skrifar 25. ágúst 2024 08:23 Menningarnótt var annasömu hjá lögreglu. Myndin er úr safni. Vísir Lögreglan í Reykjavík hefur til rannsóknar líkamsárás þar sem hnífi var beitt. Áverkar eru ekki lífshættulegir, að sögn lögreglu. Einn hafi verið handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé aðskilið annarri og alvarlegri stunguárás í miðborg Reykjavíkur sem áður hefur verið greint frá. Hyggst lögregla ekki veita frekari upplýsingar um þá árás að svo stöddu. Fangageymslur eru sagðar svo til fullar eftir nóttina. Handtekinn með hníf Í öðru máli var 16 ára drengur handtekinn rétt upp úr klukkan 18 í gær með hníf í miðborginni, að því er segir í fréttaskeyti lögreglu. Hann hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Barnavernd er sögð hafa komið að málinu og hann vistaður í viðeigandi úrræði. Einnig voru fjórar tilkynningar um minniháttar líkamsárásir skráðar í málakerfi lögreglu. Þá var einn handtekinn þar sem hann hljóp inn fyrir lokum lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Færðu ungmenni í sérstakt „athvarf“ Afskipti voru höfð af manni og konu vegna sölu fíkniefna, vopnalagabrots og aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál ungmenna og þegar hún kom á staðinn héldu tveir áfram að slást af nokkurri ákefð, að því er fram kemur í tilkynningu. Tveir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem foreldrum var tilkynnt um málið. Jafnframt kemur fram í tilkynningu lögreglu að alls fimmtán atvik séu skráð þar sem ungmenni undir 18 ára, og oft undir 15 ára, voru færð í sérstakt „athvarf“ sem starfrækt var á Menningarnótt í gær vegna ölvunar og/eða útivistartíma. Frá klukkan 19 voru 78 mál skráð á varðsvæði lögreglustöðvar 1 sem meðal annars inniheldur miðborgina. Steggjun á hringtorgi Lögreglustöð 2 sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ greinir frá því að laganna verðir hafi haft afskipti af steggjun sem hafði færst á hringtorg. Þar hafi verið hafist handa við að tjalda en svæðið ekki gert til þess og þeir beðnir að færa athöfnina annað. Þá hafi verið tilkynnt um ökumann sem ók utan í vegrið og hlaut minniháttar meiðsli og afskipti höfð af farþega leigubíls sem var sofandi sökum áfengisneyslu. Fíkniefni í heimahúsi Á lögreglustöð 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti fundust fíkniefni í heimahúsi vegna rannsóknar á öðru máli tengdu húsráðanda. Var einstaklingnum sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku, að sögn lögreglu. Þá voru afskipti höfð af öðrum vegna vörslu fíkniefna og tilkynnt um skemmdarverk á bifreið. Í öðru máli var kona fjarlægð af heimili þar sem hún var sögð óvelkomin. Streittist hún á móti lögreglumönnum, hrækti á þá, var færð í handjárn og vistuð í fangageymslu, að sögn lögreglu. Á lögreglustöð 4 sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ er ein líkamsárás til rannsóknar eftir nóttina. Þá voru tveir ökumenn vistaðir í fangageymslum vegna aðskilinna mála þar sem þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir eru sagðir hafa lent í umferðaróhappi en ekki hlotið meiðsli. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Lögreglumál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Varðstjóri staðfestir í samtali við fréttastofu að málið sé aðskilið annarri og alvarlegri stunguárás í miðborg Reykjavíkur sem áður hefur verið greint frá. Hyggst lögregla ekki veita frekari upplýsingar um þá árás að svo stöddu. Fangageymslur eru sagðar svo til fullar eftir nóttina. Handtekinn með hníf Í öðru máli var 16 ára drengur handtekinn rétt upp úr klukkan 18 í gær með hníf í miðborginni, að því er segir í fréttaskeyti lögreglu. Hann hafi verið undir töluverðum áhrifum áfengis. Barnavernd er sögð hafa komið að málinu og hann vistaður í viðeigandi úrræði. Einnig voru fjórar tilkynningar um minniháttar líkamsárásir skráðar í málakerfi lögreglu. Þá var einn handtekinn þar sem hann hljóp inn fyrir lokum lögreglu og hlýddi ekki fyrirmælum. Færðu ungmenni í sérstakt „athvarf“ Afskipti voru höfð af manni og konu vegna sölu fíkniefna, vopnalagabrots og aksturs undir áhrifum fíkniefna. Þrír ökumenn voru handteknir vegna aksturs undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Lögreglu var tilkynnt um hópslagsmál ungmenna og þegar hún kom á staðinn héldu tveir áfram að slást af nokkurri ákefð, að því er fram kemur í tilkynningu. Tveir voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem foreldrum var tilkynnt um málið. Jafnframt kemur fram í tilkynningu lögreglu að alls fimmtán atvik séu skráð þar sem ungmenni undir 18 ára, og oft undir 15 ára, voru færð í sérstakt „athvarf“ sem starfrækt var á Menningarnótt í gær vegna ölvunar og/eða útivistartíma. Frá klukkan 19 voru 78 mál skráð á varðsvæði lögreglustöðvar 1 sem meðal annars inniheldur miðborgina. Steggjun á hringtorgi Lögreglustöð 2 sem sinnir Hafnarfirði og Garðabæ greinir frá því að laganna verðir hafi haft afskipti af steggjun sem hafði færst á hringtorg. Þar hafi verið hafist handa við að tjalda en svæðið ekki gert til þess og þeir beðnir að færa athöfnina annað. Þá hafi verið tilkynnt um ökumann sem ók utan í vegrið og hlaut minniháttar meiðsli og afskipti höfð af farþega leigubíls sem var sofandi sökum áfengisneyslu. Fíkniefni í heimahúsi Á lögreglustöð 3 sem sinnir Kópavogi og Breiðholti fundust fíkniefni í heimahúsi vegna rannsóknar á öðru máli tengdu húsráðanda. Var einstaklingnum sleppt úr haldi að lokinni skýrslutöku, að sögn lögreglu. Þá voru afskipti höfð af öðrum vegna vörslu fíkniefna og tilkynnt um skemmdarverk á bifreið. Í öðru máli var kona fjarlægð af heimili þar sem hún var sögð óvelkomin. Streittist hún á móti lögreglumönnum, hrækti á þá, var færð í handjárn og vistuð í fangageymslu, að sögn lögreglu. Á lögreglustöð 4 sem sinnir Grafarvogi, Árbæ og Mosfellsbæ er ein líkamsárás til rannsóknar eftir nóttina. Þá voru tveir ökumenn vistaðir í fangageymslum vegna aðskilinna mála þar sem þeir eru grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. Báðir eru sagðir hafa lent í umferðaróhappi en ekki hlotið meiðsli. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Hafnarfjörður Garðabær Lögreglumál Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira