Markaðsvæðing og traust Reynir Böðvarsson skrifar 24. ágúst 2024 10:30 Einkavæðing innan opinbera geirans hefur víðtæk áhrif á þjóðfélagið, langt út fyrir sjálft rekstrarform þeirra eininga sem verið er að einkavæða. Einkavæðingin opinberrar þjónustu breytir þjóðfélaginu í grundvallar atriðum, maður fer frá því að vera þátttakandi í einhverju sameiginlegu, samfélaginu sem maður telur sig vera hluti af, yfir í það að vera viðskipta aðili. Þegar maður tekur þátt í sameiginlegum verkefnum er maður í sama liði og með sömu væntingar um árangur. Þegar um viðskipti er að ræða þá eru væntingar oft andstæðar, seljandi vill hæsta mögulega verð en kaupandi það lægsta. Þegar opinber þjónusta eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta og menntun er markaðsvædd þá breytist samfélagið frá því að vera einmitt samfélag þar sem markmiðin eru sameiginleg yfir í að vera meira og minna andstæðir aðilar á markaði. Það sem hverfur er traust. Ég tek hér eitt lítið dæmi; þegar fór inn í apótek fyrir einkavæðingu þá treysti ég öllu starfsfólki þar og hlustaði á leiðbeiningar og ráð, ég hafði enga ástæðu til annars. Þetta vel menntaða fólk var þar að sinna þörfum þeirra sem þangað komu og engu öðru. Í dag, þegar ég kem inn á apótek er þar fullt af allskonar varningi sem reynt er að pranga inn á mann, hvort ég vilji ekki prófa hitt og þetta því það hefur reynst mörgum svo vel. Ég treysti í engu þessum ráðleggingum lengur, ég er aldrei viss um hvort þau hafa mitt besta í huga eða arð eigenda apóteksins. Traustið er farið og ég þarf að leita annara leiða hvað varðar ráðgjöf. Þegar ég flutti til Svíþjóðar haustið 1976 varð ég fljótlega þess viss að ég hafði komið til lands sem ætti vart hliðstæðu hvað varðar góða stjórnsýslu og án efa eitt best land í heimi að búa í, með jöfnuð og góð tækifæri fyrir alla og blómstrandi atvinnulíf. Samanburðurinn við Ísland og Bandaríkin þaðan sem ég flutti var eins og dagur og nótt. Allt, bókstaflega allt var betra en ég hafði nokkurn tíma kynnst eða eins látið mig dreyma um. Sósialistíska Svíþjóð var þá á hátindi velfarnaðar, mældist hæst í öllum samanburðarrannsóknum alþjóðlega á öllum sviðum. Ég kom til Svíþjóðar í lest frá Luxemburg sama dag og sósíaldemókratar töpuðu í kosningum þannig að óbrotin ríkisstjórnarseta þeirra í 40 ár með stuðningi vinstriflokksins var brotin. Hægrið komst eftir þær kosningar að ríkisstjórnarborðinu og byrjaði á sínu niðurbrotastarfi. Sem betur fer gekk það brösuglega til að byrja með en eftir sem áratugirnir liðu og fleiri hægristjórnir komust til valda hvarf smátt og smátt fyrirmyndaþjóðfélagið og Svíþjóð varð ekki sér líkt. Því miður verður það að segjast að sósíaldemókratar fóru í æ ríkara mæli að færast til hægri og taka þátt í þessari ömurlegu vegferð. Nú eru það ekki bara apótekin þar sem þú getur ekki lengur treyst heldur víða í heilbrigðisþjónustunni og menntakerfi ert þú sem einstaklingur ekki lengur í þínu eigin samfélagi heldur aðili í viðskiptum. Þú ert við eina hlið borðs með velferð þína og þinnar fjölskyldu en ávinningur hluthafa er oft hinumeigin við borðið. Þú getur ekki á sama hátt borið höfuð hátt sem jafningi í samskiptum við þitt eigið skólakerfi eða heilbrigðiskerfi því þú átt það ekki lengur, þú ert bara auðvirðilegt peð á markaði. Svíþjóð er gjörbreytt þjóðfélag frá því sem það var þegar ég kom hingað og hefur hægrinu með nýfrjálshyggjuna að vopni tekist að eyðileggja að miklu leiti það fyrirmyndar þjóðfélag sem ég flutti til. Ójöfnuður hefur aukist og einstaklingshyggjan náð yfirhöndinni, hver og einn hugsar bara um sig og sína hagsmuni og hugtakið við er nánast horfið nema hvað varðar eigin fjölskyldu. Þjóðfélagið er orðið miklu leiðinlegra og það eina sem virðist hafa ofan af fólki er neysla óþurfta sem auglýsendur á markaðinum pranga inn á fólk. Samskipti millum fólks er öðruvísi en áður var, að vinna saman að sameiginlegum markmiðum er að hverfa og sálarlaus stórfyrirtæki eru nánast alls staðar með sína sérhagsmuni í vegi fyrir öllum eðlilegum mannlegum samskiptum. Traustið er horfið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reynir Böðvarsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Sjá meira
Einkavæðing innan opinbera geirans hefur víðtæk áhrif á þjóðfélagið, langt út fyrir sjálft rekstrarform þeirra eininga sem verið er að einkavæða. Einkavæðingin opinberrar þjónustu breytir þjóðfélaginu í grundvallar atriðum, maður fer frá því að vera þátttakandi í einhverju sameiginlegu, samfélaginu sem maður telur sig vera hluti af, yfir í það að vera viðskipta aðili. Þegar maður tekur þátt í sameiginlegum verkefnum er maður í sama liði og með sömu væntingar um árangur. Þegar um viðskipti er að ræða þá eru væntingar oft andstæðar, seljandi vill hæsta mögulega verð en kaupandi það lægsta. Þegar opinber þjónusta eins og til dæmis heilbrigðisþjónusta og menntun er markaðsvædd þá breytist samfélagið frá því að vera einmitt samfélag þar sem markmiðin eru sameiginleg yfir í að vera meira og minna andstæðir aðilar á markaði. Það sem hverfur er traust. Ég tek hér eitt lítið dæmi; þegar fór inn í apótek fyrir einkavæðingu þá treysti ég öllu starfsfólki þar og hlustaði á leiðbeiningar og ráð, ég hafði enga ástæðu til annars. Þetta vel menntaða fólk var þar að sinna þörfum þeirra sem þangað komu og engu öðru. Í dag, þegar ég kem inn á apótek er þar fullt af allskonar varningi sem reynt er að pranga inn á mann, hvort ég vilji ekki prófa hitt og þetta því það hefur reynst mörgum svo vel. Ég treysti í engu þessum ráðleggingum lengur, ég er aldrei viss um hvort þau hafa mitt besta í huga eða arð eigenda apóteksins. Traustið er farið og ég þarf að leita annara leiða hvað varðar ráðgjöf. Þegar ég flutti til Svíþjóðar haustið 1976 varð ég fljótlega þess viss að ég hafði komið til lands sem ætti vart hliðstæðu hvað varðar góða stjórnsýslu og án efa eitt best land í heimi að búa í, með jöfnuð og góð tækifæri fyrir alla og blómstrandi atvinnulíf. Samanburðurinn við Ísland og Bandaríkin þaðan sem ég flutti var eins og dagur og nótt. Allt, bókstaflega allt var betra en ég hafði nokkurn tíma kynnst eða eins látið mig dreyma um. Sósialistíska Svíþjóð var þá á hátindi velfarnaðar, mældist hæst í öllum samanburðarrannsóknum alþjóðlega á öllum sviðum. Ég kom til Svíþjóðar í lest frá Luxemburg sama dag og sósíaldemókratar töpuðu í kosningum þannig að óbrotin ríkisstjórnarseta þeirra í 40 ár með stuðningi vinstriflokksins var brotin. Hægrið komst eftir þær kosningar að ríkisstjórnarborðinu og byrjaði á sínu niðurbrotastarfi. Sem betur fer gekk það brösuglega til að byrja með en eftir sem áratugirnir liðu og fleiri hægristjórnir komust til valda hvarf smátt og smátt fyrirmyndaþjóðfélagið og Svíþjóð varð ekki sér líkt. Því miður verður það að segjast að sósíaldemókratar fóru í æ ríkara mæli að færast til hægri og taka þátt í þessari ömurlegu vegferð. Nú eru það ekki bara apótekin þar sem þú getur ekki lengur treyst heldur víða í heilbrigðisþjónustunni og menntakerfi ert þú sem einstaklingur ekki lengur í þínu eigin samfélagi heldur aðili í viðskiptum. Þú ert við eina hlið borðs með velferð þína og þinnar fjölskyldu en ávinningur hluthafa er oft hinumeigin við borðið. Þú getur ekki á sama hátt borið höfuð hátt sem jafningi í samskiptum við þitt eigið skólakerfi eða heilbrigðiskerfi því þú átt það ekki lengur, þú ert bara auðvirðilegt peð á markaði. Svíþjóð er gjörbreytt þjóðfélag frá því sem það var þegar ég kom hingað og hefur hægrinu með nýfrjálshyggjuna að vopni tekist að eyðileggja að miklu leiti það fyrirmyndar þjóðfélag sem ég flutti til. Ójöfnuður hefur aukist og einstaklingshyggjan náð yfirhöndinni, hver og einn hugsar bara um sig og sína hagsmuni og hugtakið við er nánast horfið nema hvað varðar eigin fjölskyldu. Þjóðfélagið er orðið miklu leiðinlegra og það eina sem virðist hafa ofan af fólki er neysla óþurfta sem auglýsendur á markaðinum pranga inn á fólk. Samskipti millum fólks er öðruvísi en áður var, að vinna saman að sameiginlegum markmiðum er að hverfa og sálarlaus stórfyrirtæki eru nánast alls staðar með sína sérhagsmuni í vegi fyrir öllum eðlilegum mannlegum samskiptum. Traustið er horfið. Höfundur er jarðskjálftafræðingur.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun