Heilbrigðiskerfið í stórasta landi í heimi Anna Kristjana Helgadóttir skrifar 22. ágúst 2024 17:32 Ég ligg hér og hugsa, og skrifa svo mikið, Um allt sem hefur gerst, og alla sem þið hafið svikið. Ég bið ekki um margt, bara að á mig þið hlustið. En þið sjáið ekki raunina, við erum fólkið sem þið þjónustið. Ég hef eytt blóði, svita og tárum, í baráttu sem skilur mig eftir í sárum. Og ég get ekkert að því gert að vona, að sá næsti sem þarf á ykkur að halda sé ekki kona. Í apríl fór ég í veikindaleyfi frá vinnu, vinnu sem ég algerlega elska og dýrka. Veikindaleyfið var útaf orkuleysi, verkjum og mörgum óútskýrðum verkjum. Þegar ég fór í veikindaleyfi var ég nýkomin með greiningu á vefjagigt, og var búin í allskonar rannsóknum og blóðprufum. 22 ára og gat ekki sinnt vinnu lengur, gat ekki sinnt heimilinu, gat nánast ekkert gert. Í maí kom svo í ljós að ég er með POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Það er bilun í ósjálfráða taugakerfinu sem veldur ýmsum vandamálum, meðal annars hjartavandamálum. Ég er á tvemur mismunandi lyfjum til að lækka hjartsláttinn og auka lífsgæðin, en það sem hjálpar mest er að fá vökva í æð, þá haldast verstu einkennin í skefjum í 4-5 daga. Ég fór að meðaltali 1x í viku á bráðamóttökuna og fékk vökva á meðan ég beið eftir tíma hjá hjartalækni til að gera beiðni fyrir mig, en mér fannst alltaf óþægilegt að vera að fara á bráðamóttökuna því mér fannst þetta ekki vera bráðaerindi en vissulega er þetta það eina sem hjálpar. Ég vil líka taka það fram að flestir á bráðamóttökunni voru algerir englar og héldu vel utan um mig í þessari bið, en þó var einn og einn inn á milli sem sá mig bara sem unga stelpu og ég ætti bara að vera hraust. En ég var bara algerlega búin á því, einkennin versnuðu með hverri vikunni sem leið og sama hvað ég prófaði þá hjálpaði ekkert. Ég gafst upp á biðinni eftir hjartalækni á Akureyri um miðjan júlí og hafði samband við hjartalækni á höfuðborgarsvæðinu, hann svarar mér nánast strax og ég fæ tíma viku seinna, þann 24. júlí. Hann fór yfir söguna mína og við ræddum einkenni og fleira fram og til baka, svo skrifaði hann beiðni fyrir mig í vökvagjöf á göngudeild SAk fyrir mig, sem var móttekin samdægurs. Ég hringdi 29. júlí á göngudeildina og þá kannaðist enginn við beiðnina mína, þrátt fyrir að gögnin hjá hjartalækninum sögðu að hún hefði verið móttekin samdægurs. Daginn eftir, 30. júlí, fer ég í vökva á bráðamóttökunni. Ég hringi aftur á SAk 1. ágúst og fæ þá sömu svör, að þetta taki stundum bara smá tíma. Þann 8. ágúst hringi ég aftur og fæ þá svarið að beiðnin mín sé komin á borð hjá yfirlækni og að hann þurfi að samþykkja hana fyrst, en vonandi fengi ég tíma í næstu viku. 20. ágúst, í dag, hafði ég ennþá ekkert heyrt og hringi aftur, en þá liggur beiðnin mín ennþá á borðinu hjá þessum yfirlækni. Núna hef ég ekki fengið vökva síðan 30. júlí, og hef verið rúmliggjandi nánast síðan. Orkuleysi, áreynsluóþol, verkir í brjóstkassa, svimi, mikil mæði og almenn vanlíðan eru helstu einkenni, en listinn yfir öll einkenni gæti verið endalaus. En ég fór áðan, 20. ágúst, á bráðamóttökuna, segi við konuna í móttökunni hvað sé að og hún skráir mig inn. Nokkrum mínútum seinna kemur til mín önnur kona, sem ég geri ráð fyrir að sé hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði en hún kynnti sig ekkert. Hún segir að þau geti ekki tekið við mér, og spyr svo hvort ég eigi ekki tíma á göngudeildinni fljótlega. Ég svara að beiðnin sé búin að liggja þar í mánuð og ennþá ekkert að frétta, hún svarar þá að ég komist vonandi að þar fljótlega og fer. Ég fer heim, undir sæng þar sem ég hef verið síðustu fjórar vikurnar. Ég get ekki sinnt áhugamálunum mínum, ég get ekki hitt fjölskylduna né vini, ég get ekki hugsað um heimilið. Suma daga get ég ekki einu sinni setið í sófanum og horft á sjónvarpið, því orkan er svo lítil að ég get ekkert gert. Ég ligg bara í rúminu og sófanum til skiptis, reyni að drekka amk 4l af vökva á dag og tek nóg af vítamínum og steinefnum. Ég reyni að borða reglulega. Ég reyni að hugsa að á morgun sé nýr dagur og þá vonandi verð ég aðeins betri. Þetta svokallaða heilbrigðiskerfi er glatað, glórulaust, gallað og alls ekki gert fyrir fólkið sem þarf á því að halda. Ég er ekki að biðja um kraftaverk, ég er bara að biðja um að heilbrigðiskerfið vinni vinnuna sína. Ég er bara að biðja um að líf mitt sé þess virði að því sé lifað. Höfundur er rafeindavirki Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ég ligg hér og hugsa, og skrifa svo mikið, Um allt sem hefur gerst, og alla sem þið hafið svikið. Ég bið ekki um margt, bara að á mig þið hlustið. En þið sjáið ekki raunina, við erum fólkið sem þið þjónustið. Ég hef eytt blóði, svita og tárum, í baráttu sem skilur mig eftir í sárum. Og ég get ekkert að því gert að vona, að sá næsti sem þarf á ykkur að halda sé ekki kona. Í apríl fór ég í veikindaleyfi frá vinnu, vinnu sem ég algerlega elska og dýrka. Veikindaleyfið var útaf orkuleysi, verkjum og mörgum óútskýrðum verkjum. Þegar ég fór í veikindaleyfi var ég nýkomin með greiningu á vefjagigt, og var búin í allskonar rannsóknum og blóðprufum. 22 ára og gat ekki sinnt vinnu lengur, gat ekki sinnt heimilinu, gat nánast ekkert gert. Í maí kom svo í ljós að ég er með POTS, postural orthostatic tachycardia syndrome. Það er bilun í ósjálfráða taugakerfinu sem veldur ýmsum vandamálum, meðal annars hjartavandamálum. Ég er á tvemur mismunandi lyfjum til að lækka hjartsláttinn og auka lífsgæðin, en það sem hjálpar mest er að fá vökva í æð, þá haldast verstu einkennin í skefjum í 4-5 daga. Ég fór að meðaltali 1x í viku á bráðamóttökuna og fékk vökva á meðan ég beið eftir tíma hjá hjartalækni til að gera beiðni fyrir mig, en mér fannst alltaf óþægilegt að vera að fara á bráðamóttökuna því mér fannst þetta ekki vera bráðaerindi en vissulega er þetta það eina sem hjálpar. Ég vil líka taka það fram að flestir á bráðamóttökunni voru algerir englar og héldu vel utan um mig í þessari bið, en þó var einn og einn inn á milli sem sá mig bara sem unga stelpu og ég ætti bara að vera hraust. En ég var bara algerlega búin á því, einkennin versnuðu með hverri vikunni sem leið og sama hvað ég prófaði þá hjálpaði ekkert. Ég gafst upp á biðinni eftir hjartalækni á Akureyri um miðjan júlí og hafði samband við hjartalækni á höfuðborgarsvæðinu, hann svarar mér nánast strax og ég fæ tíma viku seinna, þann 24. júlí. Hann fór yfir söguna mína og við ræddum einkenni og fleira fram og til baka, svo skrifaði hann beiðni fyrir mig í vökvagjöf á göngudeild SAk fyrir mig, sem var móttekin samdægurs. Ég hringdi 29. júlí á göngudeildina og þá kannaðist enginn við beiðnina mína, þrátt fyrir að gögnin hjá hjartalækninum sögðu að hún hefði verið móttekin samdægurs. Daginn eftir, 30. júlí, fer ég í vökva á bráðamóttökunni. Ég hringi aftur á SAk 1. ágúst og fæ þá sömu svör, að þetta taki stundum bara smá tíma. Þann 8. ágúst hringi ég aftur og fæ þá svarið að beiðnin mín sé komin á borð hjá yfirlækni og að hann þurfi að samþykkja hana fyrst, en vonandi fengi ég tíma í næstu viku. 20. ágúst, í dag, hafði ég ennþá ekkert heyrt og hringi aftur, en þá liggur beiðnin mín ennþá á borðinu hjá þessum yfirlækni. Núna hef ég ekki fengið vökva síðan 30. júlí, og hef verið rúmliggjandi nánast síðan. Orkuleysi, áreynsluóþol, verkir í brjóstkassa, svimi, mikil mæði og almenn vanlíðan eru helstu einkenni, en listinn yfir öll einkenni gæti verið endalaus. En ég fór áðan, 20. ágúst, á bráðamóttökuna, segi við konuna í móttökunni hvað sé að og hún skráir mig inn. Nokkrum mínútum seinna kemur til mín önnur kona, sem ég geri ráð fyrir að sé hjúkrunarfræðingur eða sjúkraliði en hún kynnti sig ekkert. Hún segir að þau geti ekki tekið við mér, og spyr svo hvort ég eigi ekki tíma á göngudeildinni fljótlega. Ég svara að beiðnin sé búin að liggja þar í mánuð og ennþá ekkert að frétta, hún svarar þá að ég komist vonandi að þar fljótlega og fer. Ég fer heim, undir sæng þar sem ég hef verið síðustu fjórar vikurnar. Ég get ekki sinnt áhugamálunum mínum, ég get ekki hitt fjölskylduna né vini, ég get ekki hugsað um heimilið. Suma daga get ég ekki einu sinni setið í sófanum og horft á sjónvarpið, því orkan er svo lítil að ég get ekkert gert. Ég ligg bara í rúminu og sófanum til skiptis, reyni að drekka amk 4l af vökva á dag og tek nóg af vítamínum og steinefnum. Ég reyni að borða reglulega. Ég reyni að hugsa að á morgun sé nýr dagur og þá vonandi verð ég aðeins betri. Þetta svokallaða heilbrigðiskerfi er glatað, glórulaust, gallað og alls ekki gert fyrir fólkið sem þarf á því að halda. Ég er ekki að biðja um kraftaverk, ég er bara að biðja um að heilbrigðiskerfið vinni vinnuna sína. Ég er bara að biðja um að líf mitt sé þess virði að því sé lifað. Höfundur er rafeindavirki
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun