Heimir vill finna óþokka Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2024 13:31 Heimir Hallgrímsson og Jim Crawford, þjálfari U21-landsliðs Írlands, skellihlæjandi á leik í írsku úrvalsdeildinni. Það gefur góð fyrirheit fyrir samvinnu þeirra. Getty/Seb Daly Heimir Hallgrímsson hitti stuðningsmenn írska landsliðsins í fótbolta í gærkvöld og svaraði ýmsum spurningum þeirra sem vildu kynnast nýja landsliðsþjálfaranum. Þar kom meðal annars fram að Heimir teldi leikmenn írska liðsins hugsanlega of vingjarnlega náunga. Heimir tók við írska landsliðinu í sumar og er óhræddur við að viðurkenna að hann þurfi tíma til að kynna sér alla þá sem koma til greina í landsliðshóp hans. Þess vegna lagði Heimir ríka áherslu á að halda John O‘Shea, fyrrverandi leikmanni Manchester United, í þjálfarateyminu. O‘Shea stýrði Írlandi í fjórum síðustu leikjum eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs, og fær ásamt Paddy McCarthy að ráða miklu um fyrsta landsliðshóp Heimis. Óhræddur við að læra af O'Shea „Ég er ekki hræddur við það þegar menn vita meira en ég, að vinna með þeim og læra af þeim sem manneskja og þjálfari. Hann [O‘Shea] er svo sannarlega einn af þeim,“ sagði Heimir við 150 stuðningsmenn sem mættir voru til fundar með honum. Íris Sæmundsdóttir og Heimir Hallgrímsson á leik Írlands og Frakklands í undankeppni EM. Hjónin eru enn í húsnæðisleit á Írlandi, samkvæmt írskum miðlum.Getty/Stephen McCarthy „Hann [O‘Shea] þekkir leikmennina og menninguna, og er mjög annt um þjóð sína. Svo ég er virkilega heppinn að hafa hann með mér,“ sagði Heimir. Fyrsti leikurinn undir stjórn Heimis verður gegn Englandi í Dublin 7. september og kvaðst Heimir á fundinum í gær staðráðinn í að halda 100% sigurhlutfalli sínu gegn Englandi, eftir sigurinn frækna á EM 2016. Írski hópurinn minnir á þann íslenska „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar,“ sagði Heimir og uppskar svo hlátur við næstu ummæli sín: „Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann.“ Heimir Hallgrímsson með Ara Frey Skúlason á herðunum eftir sigurinn frækna gegn Englandi á EM 2016. Fyrsti leikur Heimis sem þjálfari Írlands er gegn Englandi.Getty/Jan Kruger Heimir var einnig spurður út í hugmyndir sínar um eins konar B-landslið Írlands sem gæti spilað vináttulandsleiki yfir háveturinn, líkt og Ísland og Jamaíka gerðu, í von um að úr því kæmu 1-2 leikmenn sem ættu heima í A-landsliðinu. Hann viðurkenndi hins vegar að þessu fylgdi kostnaður og að með þessu minnkaði á vissan hátt vægi þess að hafa spilað landsleik, þegar að leikmenn sem aldrei kæmust í A-landsliðið ættu samt landsleiki í sinni ferilskrá. Varðandi stórleikinn við England svaraði Heimir: „Ég held að líkurnar séu með Englandi. Það er ekki skrýtið því enska liðið er það næstbesta í Evrópu í augnablikinu. Sigurhlutfallið þeirra er ótrúlegt. Auðvitað eru þeir sigurstranglegri en það er ástæða fyrir því að þessi íþrótt er svona vinsæl. Það er alltaf möguleiki á óvæntum úrslitum. Ef maður undirbýr sig og skipuleggur sig þá getur maður alltaf unnið. Það gerum við vonandi gegn Englandi.“ Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira
Heimir tók við írska landsliðinu í sumar og er óhræddur við að viðurkenna að hann þurfi tíma til að kynna sér alla þá sem koma til greina í landsliðshóp hans. Þess vegna lagði Heimir ríka áherslu á að halda John O‘Shea, fyrrverandi leikmanni Manchester United, í þjálfarateyminu. O‘Shea stýrði Írlandi í fjórum síðustu leikjum eftir að Stephen Kenny var kvaddur í lok síðasta árs, og fær ásamt Paddy McCarthy að ráða miklu um fyrsta landsliðshóp Heimis. Óhræddur við að læra af O'Shea „Ég er ekki hræddur við það þegar menn vita meira en ég, að vinna með þeim og læra af þeim sem manneskja og þjálfari. Hann [O‘Shea] er svo sannarlega einn af þeim,“ sagði Heimir við 150 stuðningsmenn sem mættir voru til fundar með honum. Íris Sæmundsdóttir og Heimir Hallgrímsson á leik Írlands og Frakklands í undankeppni EM. Hjónin eru enn í húsnæðisleit á Írlandi, samkvæmt írskum miðlum.Getty/Stephen McCarthy „Hann [O‘Shea] þekkir leikmennina og menninguna, og er mjög annt um þjóð sína. Svo ég er virkilega heppinn að hafa hann með mér,“ sagði Heimir. Fyrsti leikurinn undir stjórn Heimis verður gegn Englandi í Dublin 7. september og kvaðst Heimir á fundinum í gær staðráðinn í að halda 100% sigurhlutfalli sínu gegn Englandi, eftir sigurinn frækna á EM 2016. Írski hópurinn minnir á þann íslenska „Ég held að á margan hátt þá svipi Írlandi til Íslands, varðandi það að við eigum ekki marga leikmenn sem spila á hæsta stigi í Meistaradeildinni. Það eru því engar stórstjörnur. Þetta snýst um að hópurinn vinni leiki, ekki einstaklingar,“ sagði Heimir og uppskar svo hlátur við næstu ummæli sín: „Miðað við fyrstu kynni þá eru leikmennirnir mjög góðir liðsmenn, virkilega góðir karakterar, og kannski aðeins of vinalegir. Stundum þarftu að hafa óþokka (e. bastard) í liðinu þínu. Ég er að leita að honum. Kannski getum við þróað hann.“ Heimir Hallgrímsson með Ara Frey Skúlason á herðunum eftir sigurinn frækna gegn Englandi á EM 2016. Fyrsti leikur Heimis sem þjálfari Írlands er gegn Englandi.Getty/Jan Kruger Heimir var einnig spurður út í hugmyndir sínar um eins konar B-landslið Írlands sem gæti spilað vináttulandsleiki yfir háveturinn, líkt og Ísland og Jamaíka gerðu, í von um að úr því kæmu 1-2 leikmenn sem ættu heima í A-landsliðinu. Hann viðurkenndi hins vegar að þessu fylgdi kostnaður og að með þessu minnkaði á vissan hátt vægi þess að hafa spilað landsleik, þegar að leikmenn sem aldrei kæmust í A-landsliðið ættu samt landsleiki í sinni ferilskrá. Varðandi stórleikinn við England svaraði Heimir: „Ég held að líkurnar séu með Englandi. Það er ekki skrýtið því enska liðið er það næstbesta í Evrópu í augnablikinu. Sigurhlutfallið þeirra er ótrúlegt. Auðvitað eru þeir sigurstranglegri en það er ástæða fyrir því að þessi íþrótt er svona vinsæl. Það er alltaf möguleiki á óvæntum úrslitum. Ef maður undirbýr sig og skipuleggur sig þá getur maður alltaf unnið. Það gerum við vonandi gegn Englandi.“
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands Fótbolti Mest lesið Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enski boltinn Labbaði í fjórtán tíma á keppnisstað og vann síðan 63 km ofurhlaup Sport Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Fótbolti UFC-bardagi í Hvíta húsinu á þjóðhátíðardaginn Sport Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Enski boltinn Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Fótbolti Enska augnablikið: AGUERO!! Enski boltinn Fleiri fréttir Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Sjáðu stelpurnar taka yfir N1 mótið á Akureyri Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Er ekki loksins kominn tími á það að við vinnum Danina? Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Fókus á bolta ekki bullur: „Á ekki að sjást í kringum fótboltaleiki“ Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Sjá meira