Vindur í eigu þjóðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 22. ágúst 2024 07:02 Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, lífríki og lífsgæði fólks í nærsamfélaginu. Á fáum og röskuðum svæðum Ísland á að nýta auðlindir sínar í sátt við samfélag og náttúru. Gott er ganga út frá því viðmiði að náttúran sé friðhelg og nýting sé undantekning frá þeirri meginreglu. Við Íslendingar búum í nánara sambandi við náttúruna en margar aðrar þjóðir og hún er órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar. Vindorkuver valda meira raski á náttúrunni en oft er haldið fram í umræðunni og framkvæmdir eru ekki endilega að fullu afturkræfar. Á Íslandi má enn finna lítt snortin víðerni og stór svæði þar sem áhrifa mannsins gætir takmarkað, sem er nánast einsdæmi í okkar heimshluta og ef vindorkuver eru reist á landi ættu þau að vera á fáum stöðum og á þegar röskuðum svæðum. Þá er mikilvægt að halda vindorkuverum utan miðhálendis Íslands, náttúruverndarsvæða og víðerna, mikilvægra fuglasvæða og farleiða fugla svo eitthvað sé nefnt. Samfélagslegt eignarhald og auðlindagjald Ein af grundvallarstoðum í stefnu Vinstri grænna er að orkuauðlindir Íslands eigi að vera í almannaeigu. Aðkoma einkaaðila að uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi er ekki æskileg að mínu mati. Landsvirkjun, sem er í samfélagslegri eigu, ætti að gegna því hlutverki. Þá er mikilvægt að taka auðlindagjald af vindorkuvirkjunum sem á að renna til samfélagsins alls. Orka í þágu innlendra orkuskipta, ekki útflutnings Vinstri græn telja að fyrst og fremst skuli horfa til betri nýtingar orkunnar og jafna aðgengi að nauðsynlegum orkuskiptum um land allt. Jafnframt að ef afla þurfi frekari orku skuli henni ráðstafað í þágu almennra nota og innlendra orkuskipta en ekki til útflutnings. Þannig getur Ísland haldið áfram að vera leiðandi á sviði endurnýjanlegrar orku án þess að ráðast í stórfelldar fórnir á náttúru Íslands. Ósnortin náttúra landsins og víðernin eru líka verðmæt auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Orkumál Guðmundur Ingi Guðbrandsson Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á flokksráðsfundi okkar Vinstri grænna sem haldinn var í Reykjanesbæ um liðna helgi var ítrekað mikilvægi þess að mörkuð verði stefna um nýtingu vinds til orkuöflunar á Íslandi. Við viljum að tryggt sé að vindorkan haldist í höndum þjóðarinnar og að ströng skilyrði séu fyrir nýtingu þessa kostar. Vindorkuver geta haft veruleg áhrif á landslag, lífríki og lífsgæði fólks í nærsamfélaginu. Á fáum og röskuðum svæðum Ísland á að nýta auðlindir sínar í sátt við samfélag og náttúru. Gott er ganga út frá því viðmiði að náttúran sé friðhelg og nýting sé undantekning frá þeirri meginreglu. Við Íslendingar búum í nánara sambandi við náttúruna en margar aðrar þjóðir og hún er órjúfanlegur hluti sjálfsmyndar okkar. Vindorkuver valda meira raski á náttúrunni en oft er haldið fram í umræðunni og framkvæmdir eru ekki endilega að fullu afturkræfar. Á Íslandi má enn finna lítt snortin víðerni og stór svæði þar sem áhrifa mannsins gætir takmarkað, sem er nánast einsdæmi í okkar heimshluta og ef vindorkuver eru reist á landi ættu þau að vera á fáum stöðum og á þegar röskuðum svæðum. Þá er mikilvægt að halda vindorkuverum utan miðhálendis Íslands, náttúruverndarsvæða og víðerna, mikilvægra fuglasvæða og farleiða fugla svo eitthvað sé nefnt. Samfélagslegt eignarhald og auðlindagjald Ein af grundvallarstoðum í stefnu Vinstri grænna er að orkuauðlindir Íslands eigi að vera í almannaeigu. Aðkoma einkaaðila að uppbyggingu vindorkuvera á Íslandi er ekki æskileg að mínu mati. Landsvirkjun, sem er í samfélagslegri eigu, ætti að gegna því hlutverki. Þá er mikilvægt að taka auðlindagjald af vindorkuvirkjunum sem á að renna til samfélagsins alls. Orka í þágu innlendra orkuskipta, ekki útflutnings Vinstri græn telja að fyrst og fremst skuli horfa til betri nýtingar orkunnar og jafna aðgengi að nauðsynlegum orkuskiptum um land allt. Jafnframt að ef afla þurfi frekari orku skuli henni ráðstafað í þágu almennra nota og innlendra orkuskipta en ekki til útflutnings. Þannig getur Ísland haldið áfram að vera leiðandi á sviði endurnýjanlegrar orku án þess að ráðast í stórfelldar fórnir á náttúru Íslands. Ósnortin náttúra landsins og víðernin eru líka verðmæt auðlind sem okkur ber að standa vörð um. Höfundur er formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun