Geirsgata opnuð í báðar áttir á morgun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2024 16:08 Frá framkvæmdunum við Geirsgötu. Vísir/Vilhelm Opnað verður fyrir umferð um Geirsgötu í miðbæ Reykjavíkur í báðar áttir á nýjan leik á morgun. Lokað hefur verið fyrir akstur í aðra átt í einu síðan á fimmtudag í síðustu viku. Reykvíkingar og nærsveitungar hafa fundið fyrir auknum umferðarþunga á Hringbraut og Miklubraut undanfarna viku. Þungan má vafalítið rekja til þess að vinnandi fólk er í auknum mæli mætt til vinnu eftir sumarfrí auk þess sem háskólarnir eru farnir af stað. Unnið hörðum höndum.Vísir/Vilhelm Umferðarþungan má sömuleiðis rekja til þess að lokað hefur verið fyrir umferð um Geirsgötu í aðra áttina síðan á fimmtudag. Í tilkynningu frá verkfræðistofunni Hnit kemur fram að opnað verði fyrir umferð á morgun. Opnað verður fyrir bílaumferð á morgun og í framhaldinu styttist í opnun gönguþverunarinnar.Vísir/Vilhelm „Athuga skal að áfram verður lokað fyrir gangandi umferð yfir Geirsgötuna hjá Reykjastræti og fólki bent á gönguljós beggja vegna við lokunina. Sýna skal aukna aðgát við akstur á framkvæmdasvæðinu,“ segir Ásgeir Ólafsson, verkfræðingur hjá Hnit, í tilkynningu. Verkið í heild felst í því að fræsa burt núverandi malbik og leggja kantsteina sitthvoru megin til að lyfta göngufletinum sex sentimetra upp yfir malbikshæð götunnar. Snjóbræðsla verður lögð í gönguflötinn og malbikað yfir. Loks verður máluð sebrabraut yfir götuna og gengið frá hellulögn gangstétta og í miðeyju. Samgöngur Vegagerð Umferð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira
Reykvíkingar og nærsveitungar hafa fundið fyrir auknum umferðarþunga á Hringbraut og Miklubraut undanfarna viku. Þungan má vafalítið rekja til þess að vinnandi fólk er í auknum mæli mætt til vinnu eftir sumarfrí auk þess sem háskólarnir eru farnir af stað. Unnið hörðum höndum.Vísir/Vilhelm Umferðarþungan má sömuleiðis rekja til þess að lokað hefur verið fyrir umferð um Geirsgötu í aðra áttina síðan á fimmtudag. Í tilkynningu frá verkfræðistofunni Hnit kemur fram að opnað verði fyrir umferð á morgun. Opnað verður fyrir bílaumferð á morgun og í framhaldinu styttist í opnun gönguþverunarinnar.Vísir/Vilhelm „Athuga skal að áfram verður lokað fyrir gangandi umferð yfir Geirsgötuna hjá Reykjastræti og fólki bent á gönguljós beggja vegna við lokunina. Sýna skal aukna aðgát við akstur á framkvæmdasvæðinu,“ segir Ásgeir Ólafsson, verkfræðingur hjá Hnit, í tilkynningu. Verkið í heild felst í því að fræsa burt núverandi malbik og leggja kantsteina sitthvoru megin til að lyfta göngufletinum sex sentimetra upp yfir malbikshæð götunnar. Snjóbræðsla verður lögð í gönguflötinn og malbikað yfir. Loks verður máluð sebrabraut yfir götuna og gengið frá hellulögn gangstétta og í miðeyju.
Samgöngur Vegagerð Umferð Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Innlent Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Innlent Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Innlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Fleiri fréttir Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Sjá meira