Kynnti „einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu í áratugi“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 22:06 Ráðherra boðaði í dag miklar breytingar á námsgagnakerfinu. Vísir/Arnar Námsgögn verða gjaldfrjáls fyrir framhaldsskólanema að átján ára aldri og fjárframlag til námsgagnagerðar mun tvöfaldast nái frumvarp barnamálaráðherra fram að ganga. Útgefandi fagnar því að stjórnvöld séu farin að átta sig á umfangi vandans, úrelt námsgögn séu alvarlegt samfélagsmein. Í fjölmörg ár hefur fyrirkomulagið á útgáfu námsgagna sætt gagnrýni og námsgögnin sjálf sögð úrelt. Í laugarlækjaskóla í dag fór fram málstofa um námsgögn en barnamálaráðherra nýtti tækifærið og kynnti heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna. Fjárframlög til námsgagnasjóðs og þróunarsjóðs námsgagna verða tvöfölduð frá árinu 2025. „Ný heildarlög um námsgögn fela í sér einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu og umgjörð hennar í áratugi, bæði varðandi setningu gæðaviðmiða, útgáfuáætlanir og svo er tónlistarskólanámsefni í fyrsta sinn að koma inn, og svo framvegis, og framvegis,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. Þá er lagt til að nemendum í framhaldsskóla, fram að átján ára aldri, standi til boða gjaldfrjáls námsgögn. Það vakti athygli á dögunum þegar háskólaráðherra setti í Morgunblaðspistli, spurningamerki við hvort gjaldfrjáls námsgögn væru skynsamleg nýting fjármuna. Barnamálaráðherra óttast ekki að þetta skref auki á togstreituna innan stjórnarheimilisins. „Ja, Það er búið að afgreiða þetta mál í ríkisstjórn og ég reikna með því að mæla fyrir því á fyrstu dögum þingsins. Við erum með frátekið fjármagn til að stíga fyrstu skrefin og ég treysti því að Alþingi Íslendinga sé það framsýnt og framsækið að það sé tilbúið til að styðja þessar breytingar.“ Heiðar Ingi, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, fagnar því að nú sé loks að horfa til betri vegar í námsgagnaútgáfu.vísir/arnar „Alvarlega vanfjármagnað“ kerfi Heiðar Ingi Svansson, formaður félags bókaútgefenda fagnar þessu skrefi. Úreld námsgögn séu grafalvarlegt vandamál. „Þetta er bara búið að vera mjög slæmt fyrir íslenskt samfélag. Þetta er samfélagslegt mein og samfélagslegt vandamál. Þetta er ekki einkavandamál okkar hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, þetta er samfélagslegt vandamál og það hefur gengið mjög erfiðlega, þangað til núna, að fá stjórnvöld til að taka alvarlega og núna erum við að stíga hér ákveðin skref og við fögnum þeim mjög en þau eru löngu tímabær. Og vonandi mun frekara fjármagn fylgja því þetta er alvarlega undirfjármagnað, þetta kerfi og fyrirkomulag námsbókaútgáfu á Íslandi.“ Geta í auknum mæli keypt stafrænar nýjungar Með breytingunum geta skólar líka í auknum mæli keypt stafrænar menntatæknilausnir, líkt og það sem fyrirtækið Kunnátta býður upp á, og notfært sér til dæmis gervigreindargluggann sem er örugg leið fyrir nemendur til að læra inn á gervigreind. Þeir Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar eru stofnendur fyrirtækisins Kunnátta. Þeir hafa búið til nokkrar menntatæknilausnir, til dæmis í íslensku og fyrir sérkennslu. Þá hafa þeir þróað lausn sem gefur nemendum tækifæri til að læra á gervigreind. „Þar sem nemendur geta farið inn án þess að skrá sig inn og lært að nota gervigreindina á öruggan hátt,“ segir Bergmann. Þar er ekkert persónugreinanlegt eða rekjanlegt? „Nei, það eru engin gögn greind þarna inni sem vísa á nemanda,“ segir Bergmann. Bókaútgáfa Stafræn þróun Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Bókmenntir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira
Í fjölmörg ár hefur fyrirkomulagið á útgáfu námsgagna sætt gagnrýni og námsgögnin sjálf sögð úrelt. Í laugarlækjaskóla í dag fór fram málstofa um námsgögn en barnamálaráðherra nýtti tækifærið og kynnti heildarendurskoðun á útgáfu námsgagna. Fjárframlög til námsgagnasjóðs og þróunarsjóðs námsgagna verða tvöfölduð frá árinu 2025. „Ný heildarlög um námsgögn fela í sér einhverjar mestu breytingar á námsgagnaútgáfu og umgjörð hennar í áratugi, bæði varðandi setningu gæðaviðmiða, útgáfuáætlanir og svo er tónlistarskólanámsefni í fyrsta sinn að koma inn, og svo framvegis, og framvegis,“ segir Ásmundur Einar Daðason, barna- og menntamálaráðherra. Þá er lagt til að nemendum í framhaldsskóla, fram að átján ára aldri, standi til boða gjaldfrjáls námsgögn. Það vakti athygli á dögunum þegar háskólaráðherra setti í Morgunblaðspistli, spurningamerki við hvort gjaldfrjáls námsgögn væru skynsamleg nýting fjármuna. Barnamálaráðherra óttast ekki að þetta skref auki á togstreituna innan stjórnarheimilisins. „Ja, Það er búið að afgreiða þetta mál í ríkisstjórn og ég reikna með því að mæla fyrir því á fyrstu dögum þingsins. Við erum með frátekið fjármagn til að stíga fyrstu skrefin og ég treysti því að Alþingi Íslendinga sé það framsýnt og framsækið að það sé tilbúið til að styðja þessar breytingar.“ Heiðar Ingi, formaður Félags íslenskra bókaútgefenda, fagnar því að nú sé loks að horfa til betri vegar í námsgagnaútgáfu.vísir/arnar „Alvarlega vanfjármagnað“ kerfi Heiðar Ingi Svansson, formaður félags bókaútgefenda fagnar þessu skrefi. Úreld námsgögn séu grafalvarlegt vandamál. „Þetta er bara búið að vera mjög slæmt fyrir íslenskt samfélag. Þetta er samfélagslegt mein og samfélagslegt vandamál. Þetta er ekki einkavandamál okkar hjá Félagi íslenskra bókaútgefenda, þetta er samfélagslegt vandamál og það hefur gengið mjög erfiðlega, þangað til núna, að fá stjórnvöld til að taka alvarlega og núna erum við að stíga hér ákveðin skref og við fögnum þeim mjög en þau eru löngu tímabær. Og vonandi mun frekara fjármagn fylgja því þetta er alvarlega undirfjármagnað, þetta kerfi og fyrirkomulag námsbókaútgáfu á Íslandi.“ Geta í auknum mæli keypt stafrænar nýjungar Með breytingunum geta skólar líka í auknum mæli keypt stafrænar menntatæknilausnir, líkt og það sem fyrirtækið Kunnátta býður upp á, og notfært sér til dæmis gervigreindargluggann sem er örugg leið fyrir nemendur til að læra inn á gervigreind. Þeir Bergmann Guðmundsson og Hans Rúnar eru stofnendur fyrirtækisins Kunnátta. Þeir hafa búið til nokkrar menntatæknilausnir, til dæmis í íslensku og fyrir sérkennslu. Þá hafa þeir þróað lausn sem gefur nemendum tækifæri til að læra á gervigreind. „Þar sem nemendur geta farið inn án þess að skrá sig inn og lært að nota gervigreindina á öruggan hátt,“ segir Bergmann. Þar er ekkert persónugreinanlegt eða rekjanlegt? „Nei, það eru engin gögn greind þarna inni sem vísa á nemanda,“ segir Bergmann.
Bókaútgáfa Stafræn þróun Skóla- og menntamál Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Bókmenntir Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fleiri fréttir Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Sjá meira