Má fjársýslan semja við Rapyd? Gunnar Már Gunnarsson og Sindri Kristjánsson skrifa 20. ágúst 2024 07:01 Bæði ísraelsk yfirvöld og vopnaðir hópar Hamas og Palestínumanna hafa, síðan frá 7. október, gerst sek um stríðsglæpi og önnur alvarleg brot á alþjóðalögum samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Alvarlegastir eru þeir fjölmörgu glæpir sem hafa beinst að eða bitnað verst á börnum. Skýrslan þessi staðfestir fleiri tilfelli stríðsglæpa gegn börnum, á hernumdum svæðum Palestínu og í Ísrael, en hefur áður verið skrásett. Eru þar ekki undanskildir stríðsglæpirnir sem voru framdir í Lýðveldinu Kongó, Myanmar, Sómalíu, Nígeríu og Súdan. Eins svartur listi og þeir gerast. Í það heila hafa Sameinuðu þjóðirnar skrásett 8.009 alvarleg brot gegn 4.360 börnum í Ísrael, Gaza og Vesturbakkanum – meira en tvöfalt hærri tölur en í Lýðveldinu Kongó, sem áður hafði þann mjög svo vafasama heiður að tróna efst á lista þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Á Gaza hefur ómennskan tekið völdin í sínar hendur. Síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins um hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ríki heimsins eiga þó ekki að bíða eftir slíkum úrskurði og hefðu að sjálfsögðu þurft að bregðast miklu betur við, miklu fyrr. Ísland og önnur lönd verða að koma saman og innleiða efnahags- og viðskiptaþvinganir gegn Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Tímabært að beita skynsamlegum viðskiptaþvingunum Fyrr í sumar lýsti Alþjóðadómstóllinn í Haag því yfir, með ráðgefandi áliti, að langvarandi landtaka Ísraela í Palestínu sé „ólögmæt“ og jafngildi í raun innlimun. Dómstóllinn kallaði eftir því að Ísrael myndi fljótt yfirgefa hernumdu svæðin og úrskurðaði að Palestínumenn ættu rétt á bótum vegna skaðans sem bæði hernámið og önnur kerfisbundin mismunun til 57 ára hefur valdið. Umrætt álit varpar í sjálfu sér ekki nýju ljósi á ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs – fjölmargar skýrslur og samþykktir frá Sameinuðu þjóðunum hafa reifað og komist að samskonar niðurstöðu. Álitið er samt sem áður mikill ósigur fyrir ísraelsk stjórnvöld og mun þrýsta á alþjóðlegar aðgerðir og viðbrögð. Nú þegar, og raunar áður en álitið var birt, hefur bandarískum, breskum og evrópskum refsiaðgerðum fjölgað til muna, sem viðbragð við og til að sporna gegn ofbeldi landtökufólks gegn Palestínumönnum á Vesturbakka. Í ljósi alvarleika brotanna, gagnvart alþjóðalögum, hlýtur sú spurning að verða áleitnari hvort ekki sé tímabært að beina einnig sjónum að þeim ráðamönnum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa stutt við ólöglega landtöku og hernám. Af hverju beinast spjótin að Fjársýslu ríkisins? Fjársýslan stendur fyrir útboði á færsluhirðingu fyrir A hluta stofnanir ríkisins sem taka á gildi um næstu áramót. Núverandi samningur var upphaflega gerður við íslenska fyrirtækið Valitor, en ísraelska fyrirtækið Rapyd tók samninginn yfir þegar það keypti Valitor árið 2021 og breytti nafni þess í Rapyd Europe. Rapyd er með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna og ætti því sjálfkrafa að vera útilokað frá því að geta tekið þátt í útboðinu. Það er enda skýr stefna Íslands að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem styðja með beinum hætti við landrán. Ríkisstjórnir margra annarra landa hafa einnig varað fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraels. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur nýlega ítrekað að fjármálafyrirtæki sem eiga í viðskiptum á þessum svæðum geti sætt þvingunum af hálfu bandarískra yfirvalda sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau fyrirtæki. Rapyd er í þessum hópi, svo möguleikar þess til að stunda viðskipti gætu verið skert verulega í framtíðinni vegna þessa. Í júnímánuði síðastliðnum samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar, með tíu atkvæðum gegn einu, eftirfarandi bókun: „Bæjarstjórn Akureyrarbæjar fordæmir árásir gegn almennum borgurum á Gaza og önnur ofbeldisverk fyrir botni Miðjarðarhafs sem brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum, með tilheyrandi þjáningu og eyðileggingu borgaralegra innviða. Bæjarstjórn tekur undir með ályktun utanríkismálanefndar Alþingis, að kalla eigi eftir tafarlausu vopnahléi á átökum á svæðinu af mannúðarástæðum, mannúðlegri meðferð á og tafarlausri lausn gísla, aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka og að neyðarvistum og læknisaðstoð verði komið til almennings tafarlaust. Þá telur bæjarstjórn mikilvægt að sveitarfélög og ríkisstofnanir gangi fram með góðu fordæmi, m.a. þegar kemur að kaupum á vörum og þjónustu. Sjálfsagt sé að gera þá kröfu til fyrirtækja sem Akureyrarbær á í viðskiptum við að þau virði alþjóðalög í hvívetna.“ Við undirritaðir viljum ítreka afstöðu okkar og hvetja Fjársýslu ríkisins til að semja ekki við Rapyd að undangengnu útboði. Gunnar Már er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri en Sindri varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun Skoðun Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Bæði ísraelsk yfirvöld og vopnaðir hópar Hamas og Palestínumanna hafa, síðan frá 7. október, gerst sek um stríðsglæpi og önnur alvarleg brot á alþjóðalögum samkvæmt nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Alvarlegastir eru þeir fjölmörgu glæpir sem hafa beinst að eða bitnað verst á börnum. Skýrslan þessi staðfestir fleiri tilfelli stríðsglæpa gegn börnum, á hernumdum svæðum Palestínu og í Ísrael, en hefur áður verið skrásett. Eru þar ekki undanskildir stríðsglæpirnir sem voru framdir í Lýðveldinu Kongó, Myanmar, Sómalíu, Nígeríu og Súdan. Eins svartur listi og þeir gerast. Í það heila hafa Sameinuðu þjóðirnar skrásett 8.009 alvarleg brot gegn 4.360 börnum í Ísrael, Gaza og Vesturbakkanum – meira en tvöfalt hærri tölur en í Lýðveldinu Kongó, sem áður hafði þann mjög svo vafasama heiður að tróna efst á lista þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Á Gaza hefur ómennskan tekið völdin í sínar hendur. Síðar á þessu ári er að vænta úrskurðar Alþjóðadómstólsins um hvort hernaðurinn á Gaza sé þjóðarmorð. Ríki heimsins eiga þó ekki að bíða eftir slíkum úrskurði og hefðu að sjálfsögðu þurft að bregðast miklu betur við, miklu fyrr. Ísland og önnur lönd verða að koma saman og innleiða efnahags- og viðskiptaþvinganir gegn Ísrael vegna framgöngu þeirra á Gasa. Tímabært að beita skynsamlegum viðskiptaþvingunum Fyrr í sumar lýsti Alþjóðadómstóllinn í Haag því yfir, með ráðgefandi áliti, að langvarandi landtaka Ísraela í Palestínu sé „ólögmæt“ og jafngildi í raun innlimun. Dómstóllinn kallaði eftir því að Ísrael myndi fljótt yfirgefa hernumdu svæðin og úrskurðaði að Palestínumenn ættu rétt á bótum vegna skaðans sem bæði hernámið og önnur kerfisbundin mismunun til 57 ára hefur valdið. Umrætt álit varpar í sjálfu sér ekki nýju ljósi á ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs – fjölmargar skýrslur og samþykktir frá Sameinuðu þjóðunum hafa reifað og komist að samskonar niðurstöðu. Álitið er samt sem áður mikill ósigur fyrir ísraelsk stjórnvöld og mun þrýsta á alþjóðlegar aðgerðir og viðbrögð. Nú þegar, og raunar áður en álitið var birt, hefur bandarískum, breskum og evrópskum refsiaðgerðum fjölgað til muna, sem viðbragð við og til að sporna gegn ofbeldi landtökufólks gegn Palestínumönnum á Vesturbakka. Í ljósi alvarleika brotanna, gagnvart alþjóðalögum, hlýtur sú spurning að verða áleitnari hvort ekki sé tímabært að beina einnig sjónum að þeim ráðamönnum, fyrirtækjum og stofnunum sem hafa stutt við ólöglega landtöku og hernám. Af hverju beinast spjótin að Fjársýslu ríkisins? Fjársýslan stendur fyrir útboði á færsluhirðingu fyrir A hluta stofnanir ríkisins sem taka á gildi um næstu áramót. Núverandi samningur var upphaflega gerður við íslenska fyrirtækið Valitor, en ísraelska fyrirtækið Rapyd tók samninginn yfir þegar það keypti Valitor árið 2021 og breytti nafni þess í Rapyd Europe. Rapyd er með starfsemi á hernumdum svæðum Palestínumanna og ætti því sjálfkrafa að vera útilokað frá því að geta tekið þátt í útboðinu. Það er enda skýr stefna Íslands að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem styðja með beinum hætti við landrán. Ríkisstjórnir margra annarra landa hafa einnig varað fyrirtæki við því að eiga í viðskiptum á hernumdum svæðum Ísraels. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur nýlega ítrekað að fjármálafyrirtæki sem eiga í viðskiptum á þessum svæðum geti sætt þvingunum af hálfu bandarískra yfirvalda sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þau fyrirtæki. Rapyd er í þessum hópi, svo möguleikar þess til að stunda viðskipti gætu verið skert verulega í framtíðinni vegna þessa. Í júnímánuði síðastliðnum samþykkti bæjarstjórn Akureyrarbæjar, með tíu atkvæðum gegn einu, eftirfarandi bókun: „Bæjarstjórn Akureyrarbæjar fordæmir árásir gegn almennum borgurum á Gaza og önnur ofbeldisverk fyrir botni Miðjarðarhafs sem brjóta gegn alþjóðlegum mannúðarlögum, með tilheyrandi þjáningu og eyðileggingu borgaralegra innviða. Bæjarstjórn tekur undir með ályktun utanríkismálanefndar Alþingis, að kalla eigi eftir tafarlausu vopnahléi á átökum á svæðinu af mannúðarástæðum, mannúðlegri meðferð á og tafarlausri lausn gísla, aðgengi hjálpar- og mannúðarsamtaka og að neyðarvistum og læknisaðstoð verði komið til almennings tafarlaust. Þá telur bæjarstjórn mikilvægt að sveitarfélög og ríkisstofnanir gangi fram með góðu fordæmi, m.a. þegar kemur að kaupum á vörum og þjónustu. Sjálfsagt sé að gera þá kröfu til fyrirtækja sem Akureyrarbær á í viðskiptum við að þau virði alþjóðalög í hvívetna.“ Við undirritaðir viljum ítreka afstöðu okkar og hvetja Fjársýslu ríkisins til að semja ekki við Rapyd að undangengnu útboði. Gunnar Már er bæjarfulltrúi Framsóknar á Akureyri en Sindri varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Akureyri.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun