Hvað eiga lýðræði og hátíðarhöld sameiginlegt Bryndís Haraldsdóttir skrifar 19. ágúst 2024 11:01 Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir lýðræðishátíðum, sumarviðburðum þar sem fjöldi fólks kemur saman á fallegum stöðum utan höfuðborganna til að ræða mikilvæg málefni. Elst þessara hátíða er Almedals-vikan sem haldin er á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð en hin löndin hafa öll fylgt í kjölfarið. Félagar mínir í pólitíkinni í norrænu löndunum geta ekki látið þessa viðburði fram hjá sér fara, þeir segja að það sé nánast skyldumæting, en það er skemmtileg og góð skylda. Fræðimenn af ýmsum sviðum mæta, frjáls félagasamtök eru áberandi svo og fulltrúar atvinnulífsins, verkalýðsfélaga og fjölmiðla svo og almenningur. Mörg félög, fyrirtæki og stofnanir leggja mikið upp úr því að kynna sig og sínar áherslur á hátíðunum. Haldinn er fjöldi málstofa um margvísleg málefni þar sem reynt er að halda uppi áhugaverðu samtali þar sem öll sjónarmið fá að koma fram. Lögð er áhersla á að áhorfendur geti spurt eða lagt eitthvað inn í samtalið. Rætt er um öryggismál, menntamál, heilbrigðismál, umhverfismál og margt fleira. Norðurlandaráð og norræn samvinna áberandi á lýðræðishátíðum Í hlutverki mínu sem forseti Norðurlandaráðs skrapp ég til Noregs í síðustu viku til að sækja norsku lýðræðisvikuna sem haldin er í borginni Arendal. Norrænt samstarf er áberandi á þessari sem og öðrum norrænum lýðræðishátíðum. Í norræna tjaldinu er haldinn fjöldi viðburða þar sem rætt er um norrænt samstarf á hinum ýmsu sviðum. Ég tók þátt í nokkrum málstofum þar og ræddi þá áherslur okkar á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Meginþema formennskuáætlunar okkar er friður og öryggi á norðurslóðum. Ég tók líka þátt í málstofum á vegum annara þar sem meðal annars var rætt um sjálfbær fæðukerfi, öryggis- og varnarmál og stöðuna í Úkraínu. Fyrr í sumar heimsótti ég sams konar hátíð í Lettlandi, en Eystrasaltsríkin hafa öll tekið upp þessa norrænu hefð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti Norðurlandaráðs, heimsótti jafnframt dönsku lýðræðishátíðina á Borgundarhólm í júní. Norræna gullið Norrænu ríkin eru í fremstu röð í heiminum á mörgum sviðum. Lýðræði er yfirleitt talið heilbrigt og öruggt í þessum ríkjum en það er því miður ekki staðan alstaðar í heiminum í dag. Eitt af því sem einkennir Norðurlöndin er almennt traust í samfélaginu og vilja margir meina að einmitt það sé grunnur að öflugu og virku lýðræði. Þetta traust hefur verið nefnt „norræna gullið“. Við þurfum að standa vörð um þessa verðmætu eign okkar vegna þess að því miður eru víða öfl sem vilja skemma dýrgripi á borð við samfélagslegt traust, lýðræði og réttarríkið. Atburðir síðustu missera hafa minnt okkur á að við þurfum stöðugt að vera vakandi fyrir þessum öflum. Stríðsátök, falsfréttir og sundrung ógna lýðræðinu. En til að byggja upp traust og viðhalda trausti þarf samtal og virðingu fyrir sjónarmiðum annara. Lýðræðishátíðir fanga einmitt þetta. Á Íslandi hafa verið gerðar tilraunir til að innleiða slíkar hátíðir en því miður höfum við ekki náð sama árangri og nágrannar okkar á Norðurlöndum. Ég tel okkur geta lært af þeim og að full ástæða sé til að leggja meira upp úr slíkum samkomum til ná utan um öflugt og gott samtal um hin ýmsu samfélagsmál. Eitt af því sem einkennir allar þessar norrænu hátíðir er að þær eru ekki haldnar í höfuðborgunum, þær taka yfir nokkra daga og samtalið er bæði formlegt og óformlegt, á alvarlegu nótunum og á gamansömum nótum, en alltaf er undirliggjandi djúp virðing fyrir skoðunum og sjónarmiðum annarra og fyrir lýðræðinu. Höfundur er forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Þing Norðurlandaráðs í Reykjavík 2024 Norðurlandaráð Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Á Norðurlöndunum er löng hefð fyrir lýðræðishátíðum, sumarviðburðum þar sem fjöldi fólks kemur saman á fallegum stöðum utan höfuðborganna til að ræða mikilvæg málefni. Elst þessara hátíða er Almedals-vikan sem haldin er á eyjunni Gotlandi í Svíþjóð en hin löndin hafa öll fylgt í kjölfarið. Félagar mínir í pólitíkinni í norrænu löndunum geta ekki látið þessa viðburði fram hjá sér fara, þeir segja að það sé nánast skyldumæting, en það er skemmtileg og góð skylda. Fræðimenn af ýmsum sviðum mæta, frjáls félagasamtök eru áberandi svo og fulltrúar atvinnulífsins, verkalýðsfélaga og fjölmiðla svo og almenningur. Mörg félög, fyrirtæki og stofnanir leggja mikið upp úr því að kynna sig og sínar áherslur á hátíðunum. Haldinn er fjöldi málstofa um margvísleg málefni þar sem reynt er að halda uppi áhugaverðu samtali þar sem öll sjónarmið fá að koma fram. Lögð er áhersla á að áhorfendur geti spurt eða lagt eitthvað inn í samtalið. Rætt er um öryggismál, menntamál, heilbrigðismál, umhverfismál og margt fleira. Norðurlandaráð og norræn samvinna áberandi á lýðræðishátíðum Í hlutverki mínu sem forseti Norðurlandaráðs skrapp ég til Noregs í síðustu viku til að sækja norsku lýðræðisvikuna sem haldin er í borginni Arendal. Norrænt samstarf er áberandi á þessari sem og öðrum norrænum lýðræðishátíðum. Í norræna tjaldinu er haldinn fjöldi viðburða þar sem rætt er um norrænt samstarf á hinum ýmsu sviðum. Ég tók þátt í nokkrum málstofum þar og ræddi þá áherslur okkar á formennskuári Íslands í Norðurlandaráði. Meginþema formennskuáætlunar okkar er friður og öryggi á norðurslóðum. Ég tók líka þátt í málstofum á vegum annara þar sem meðal annars var rætt um sjálfbær fæðukerfi, öryggis- og varnarmál og stöðuna í Úkraínu. Fyrr í sumar heimsótti ég sams konar hátíð í Lettlandi, en Eystrasaltsríkin hafa öll tekið upp þessa norrænu hefð. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar og varaforseti Norðurlandaráðs, heimsótti jafnframt dönsku lýðræðishátíðina á Borgundarhólm í júní. Norræna gullið Norrænu ríkin eru í fremstu röð í heiminum á mörgum sviðum. Lýðræði er yfirleitt talið heilbrigt og öruggt í þessum ríkjum en það er því miður ekki staðan alstaðar í heiminum í dag. Eitt af því sem einkennir Norðurlöndin er almennt traust í samfélaginu og vilja margir meina að einmitt það sé grunnur að öflugu og virku lýðræði. Þetta traust hefur verið nefnt „norræna gullið“. Við þurfum að standa vörð um þessa verðmætu eign okkar vegna þess að því miður eru víða öfl sem vilja skemma dýrgripi á borð við samfélagslegt traust, lýðræði og réttarríkið. Atburðir síðustu missera hafa minnt okkur á að við þurfum stöðugt að vera vakandi fyrir þessum öflum. Stríðsátök, falsfréttir og sundrung ógna lýðræðinu. En til að byggja upp traust og viðhalda trausti þarf samtal og virðingu fyrir sjónarmiðum annara. Lýðræðishátíðir fanga einmitt þetta. Á Íslandi hafa verið gerðar tilraunir til að innleiða slíkar hátíðir en því miður höfum við ekki náð sama árangri og nágrannar okkar á Norðurlöndum. Ég tel okkur geta lært af þeim og að full ástæða sé til að leggja meira upp úr slíkum samkomum til ná utan um öflugt og gott samtal um hin ýmsu samfélagsmál. Eitt af því sem einkennir allar þessar norrænu hátíðir er að þær eru ekki haldnar í höfuðborgunum, þær taka yfir nokkra daga og samtalið er bæði formlegt og óformlegt, á alvarlegu nótunum og á gamansömum nótum, en alltaf er undirliggjandi djúp virðing fyrir skoðunum og sjónarmiðum annarra og fyrir lýðræðinu. Höfundur er forseti Norðurlandaráðs og þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun