Sjáðu þegar dómarinn vísaði ljósmyndara Víkings af velli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2024 09:01 Frederikke Sökjær vísar ljósmyndaranum af velli. stöð 2 sport Sérstakt atvik kom upp í leik Víkings og Tindastóls í Bestu deild kvenna í fyrradag. Dómari leiksins vísaði þá ljósmyndara á vegum Víkings af vellinum. Þegar níu mínútur voru til hálfleiks óskaði markvörður Tindastóls, Monica Wilhelm, eftir aðstoð sjúkraþjálfara. Í sjónvarpsútsendingu sést ljósmyndarinn kalla eitthvað í áttina að Wilhelm og dómaranum, hinni dönsku Frederikke Sökjær. Ljósmyndarinn kallar í áttina að Sökjær og markverði Tindastóls, Monicu Wilhelm.stöð 2 sport Eftir að Wilhelm hafði fengið aðhlynningu og sjúkraþjálfarinn Margrét Ársælsdóttir gekk af velli sást ljósmyndarinn skipta sér af henni og fylgdi henni þegar hún var á leið í varamannaskýli Tindastóls. Sökjær var bent á þetta og hljóp að ljósmyndaranum og Margréti. Hún bað hana um að fara í varamannaskýlið en vísaði ljósmyndaranum í burtu. Hann þráaðist eitthvað við en fór að lokum út af vallarsvæðinu og leikurinn gat því hafist að nýju. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Dómari vísar ljósmyndara Víkings af velli Í umfjöllun Fótbolta.net, sem fjallaði fyrst um málið, var Sökjær hrósað fyrir að vísa ljósmyndaranum af velli. Í samtali við Vísi í gær sagði Margrét að ljósmyndarinn hefði verið ósáttur við að leikurinn hafi verið stöðvaður. Hún svaraði honum með því að hún væri bara að sinna sínu starfi. Að sögn Margrétar baðst þjálfari Víkings, John Andrews, afsökunar á uppákomunni. Engir eftirmálar verða þó af henni af hálfu Margrétar og Tindastóls. Samkvæmt upplýsingum frá Víkingi var rætt við ljósmyndarann á staðnum. Og eftir samtal við framkvæmdastjóra Tindastóls, Lee Ann McGinnis, telst málið afgreitt í fullri sátt að því er fram kemur í tilkynningu frá Víkingi. Á leik Víkings og Tindastóls í gær kom upp atvik þar sem ákveðin orðaskipti áttu sér stað milli aðila við störf á vellinum.Eftir gott samtal við Lee Ann McGinnis framkvæmdastjóra Tindastóls telst málið vera afgreitt í fullri sátt á milli félaganna.— Víkingur (@vikingurfc) August 16, 2024 Víkingur vann leikinn, 5-1, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en Stólarnir í því áttunda. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Tindastóll Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira
Þegar níu mínútur voru til hálfleiks óskaði markvörður Tindastóls, Monica Wilhelm, eftir aðstoð sjúkraþjálfara. Í sjónvarpsútsendingu sést ljósmyndarinn kalla eitthvað í áttina að Wilhelm og dómaranum, hinni dönsku Frederikke Sökjær. Ljósmyndarinn kallar í áttina að Sökjær og markverði Tindastóls, Monicu Wilhelm.stöð 2 sport Eftir að Wilhelm hafði fengið aðhlynningu og sjúkraþjálfarinn Margrét Ársælsdóttir gekk af velli sást ljósmyndarinn skipta sér af henni og fylgdi henni þegar hún var á leið í varamannaskýli Tindastóls. Sökjær var bent á þetta og hljóp að ljósmyndaranum og Margréti. Hún bað hana um að fara í varamannaskýlið en vísaði ljósmyndaranum í burtu. Hann þráaðist eitthvað við en fór að lokum út af vallarsvæðinu og leikurinn gat því hafist að nýju. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Dómari vísar ljósmyndara Víkings af velli Í umfjöllun Fótbolta.net, sem fjallaði fyrst um málið, var Sökjær hrósað fyrir að vísa ljósmyndaranum af velli. Í samtali við Vísi í gær sagði Margrét að ljósmyndarinn hefði verið ósáttur við að leikurinn hafi verið stöðvaður. Hún svaraði honum með því að hún væri bara að sinna sínu starfi. Að sögn Margrétar baðst þjálfari Víkings, John Andrews, afsökunar á uppákomunni. Engir eftirmálar verða þó af henni af hálfu Margrétar og Tindastóls. Samkvæmt upplýsingum frá Víkingi var rætt við ljósmyndarann á staðnum. Og eftir samtal við framkvæmdastjóra Tindastóls, Lee Ann McGinnis, telst málið afgreitt í fullri sátt að því er fram kemur í tilkynningu frá Víkingi. Á leik Víkings og Tindastóls í gær kom upp atvik þar sem ákveðin orðaskipti áttu sér stað milli aðila við störf á vellinum.Eftir gott samtal við Lee Ann McGinnis framkvæmdastjóra Tindastóls telst málið vera afgreitt í fullri sátt á milli félaganna.— Víkingur (@vikingurfc) August 16, 2024 Víkingur vann leikinn, 5-1, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en Stólarnir í því áttunda.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Tindastóll Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Enski boltinn Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Enski boltinn Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Sjá meira