Sjáðu þegar dómarinn vísaði ljósmyndara Víkings af velli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. ágúst 2024 09:01 Frederikke Sökjær vísar ljósmyndaranum af velli. stöð 2 sport Sérstakt atvik kom upp í leik Víkings og Tindastóls í Bestu deild kvenna í fyrradag. Dómari leiksins vísaði þá ljósmyndara á vegum Víkings af vellinum. Þegar níu mínútur voru til hálfleiks óskaði markvörður Tindastóls, Monica Wilhelm, eftir aðstoð sjúkraþjálfara. Í sjónvarpsútsendingu sést ljósmyndarinn kalla eitthvað í áttina að Wilhelm og dómaranum, hinni dönsku Frederikke Sökjær. Ljósmyndarinn kallar í áttina að Sökjær og markverði Tindastóls, Monicu Wilhelm.stöð 2 sport Eftir að Wilhelm hafði fengið aðhlynningu og sjúkraþjálfarinn Margrét Ársælsdóttir gekk af velli sást ljósmyndarinn skipta sér af henni og fylgdi henni þegar hún var á leið í varamannaskýli Tindastóls. Sökjær var bent á þetta og hljóp að ljósmyndaranum og Margréti. Hún bað hana um að fara í varamannaskýlið en vísaði ljósmyndaranum í burtu. Hann þráaðist eitthvað við en fór að lokum út af vallarsvæðinu og leikurinn gat því hafist að nýju. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Dómari vísar ljósmyndara Víkings af velli Í umfjöllun Fótbolta.net, sem fjallaði fyrst um málið, var Sökjær hrósað fyrir að vísa ljósmyndaranum af velli. Í samtali við Vísi í gær sagði Margrét að ljósmyndarinn hefði verið ósáttur við að leikurinn hafi verið stöðvaður. Hún svaraði honum með því að hún væri bara að sinna sínu starfi. Að sögn Margrétar baðst þjálfari Víkings, John Andrews, afsökunar á uppákomunni. Engir eftirmálar verða þó af henni af hálfu Margrétar og Tindastóls. Samkvæmt upplýsingum frá Víkingi var rætt við ljósmyndarann á staðnum. Og eftir samtal við framkvæmdastjóra Tindastóls, Lee Ann McGinnis, telst málið afgreitt í fullri sátt að því er fram kemur í tilkynningu frá Víkingi. Á leik Víkings og Tindastóls í gær kom upp atvik þar sem ákveðin orðaskipti áttu sér stað milli aðila við störf á vellinum.Eftir gott samtal við Lee Ann McGinnis framkvæmdastjóra Tindastóls telst málið vera afgreitt í fullri sátt á milli félaganna.— Víkingur (@vikingurfc) August 16, 2024 Víkingur vann leikinn, 5-1, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en Stólarnir í því áttunda. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Tindastóll Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira
Þegar níu mínútur voru til hálfleiks óskaði markvörður Tindastóls, Monica Wilhelm, eftir aðstoð sjúkraþjálfara. Í sjónvarpsútsendingu sést ljósmyndarinn kalla eitthvað í áttina að Wilhelm og dómaranum, hinni dönsku Frederikke Sökjær. Ljósmyndarinn kallar í áttina að Sökjær og markverði Tindastóls, Monicu Wilhelm.stöð 2 sport Eftir að Wilhelm hafði fengið aðhlynningu og sjúkraþjálfarinn Margrét Ársælsdóttir gekk af velli sást ljósmyndarinn skipta sér af henni og fylgdi henni þegar hún var á leið í varamannaskýli Tindastóls. Sökjær var bent á þetta og hljóp að ljósmyndaranum og Margréti. Hún bað hana um að fara í varamannaskýlið en vísaði ljósmyndaranum í burtu. Hann þráaðist eitthvað við en fór að lokum út af vallarsvæðinu og leikurinn gat því hafist að nýju. Atvikið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Dómari vísar ljósmyndara Víkings af velli Í umfjöllun Fótbolta.net, sem fjallaði fyrst um málið, var Sökjær hrósað fyrir að vísa ljósmyndaranum af velli. Í samtali við Vísi í gær sagði Margrét að ljósmyndarinn hefði verið ósáttur við að leikurinn hafi verið stöðvaður. Hún svaraði honum með því að hún væri bara að sinna sínu starfi. Að sögn Margrétar baðst þjálfari Víkings, John Andrews, afsökunar á uppákomunni. Engir eftirmálar verða þó af henni af hálfu Margrétar og Tindastóls. Samkvæmt upplýsingum frá Víkingi var rætt við ljósmyndarann á staðnum. Og eftir samtal við framkvæmdastjóra Tindastóls, Lee Ann McGinnis, telst málið afgreitt í fullri sátt að því er fram kemur í tilkynningu frá Víkingi. Á leik Víkings og Tindastóls í gær kom upp atvik þar sem ákveðin orðaskipti áttu sér stað milli aðila við störf á vellinum.Eftir gott samtal við Lee Ann McGinnis framkvæmdastjóra Tindastóls telst málið vera afgreitt í fullri sátt á milli félaganna.— Víkingur (@vikingurfc) August 16, 2024 Víkingur vann leikinn, 5-1, en þetta var fjórði sigur liðsins í síðustu fimm leikjum. Víkingar eru í 4. sæti deildarinnar en Stólarnir í því áttunda.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Tindastóll Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Sjá meira