Opið bréf til stjórnarformanns Haga Björn Sævar Einarsson skrifar 15. ágúst 2024 12:30 Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum? Ætla Hagar að horfa upp á að áfengissalan hefjist óháð því að ríkissaksóknari er farinn að reka á eftir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins með að klára kæru ÁTVR á hendur slíkri sölu? Á að hefja söluna óháð því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sé nú að skoða hvort slík sala standist lög? Við hlýddum ráðleggingum Gildis Ágæti Eiríkur. Þann 8 júlí sl. barst þér bréf þar sem beðið var um fund með Högum í takt við ráðleggingar lífeyrissjóðsins Gildis sem á mestan hlut allra í Högum eða nú um 18%. Bréfið var svohljóðandi: Til stjórnarformanns Haga, Eiríks S. Jóhannssonar. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Hagar hyggist hefja áfengissölu í júní 2024. Nú tilheyri ég hópi forsvarsmanna forvarnarsamtaka og lýðheilsuþenkjandi fólks sem er algerlega ósammála því að netsalan sem nú fer fram á Íslandi, og Hagar áforma, geti talist lögleg. Það getur hún ekki óháð því hvort um innlent, eða erlent fyrirtæki (skúffufyrirtæki) sé að ræða. Það er vegna þess að því í báðum tilvikum er áfengið, sem selt er og afhent í smásölu til neytenda, afgreitt af lager sem er staðsettur innanlands, en ekki erlendis. Sala þessi fer á svig við lög sem gilda um ÁTVR. Um þetta hefur einmitt verið fjallað í hæstaréttardómi sem féll í Svíþjóð 7. júlí 2023, en þar eins og hér er viðhöfð einkasala ríkis á áfengi samkvæmt lögum. Höfum við kynnt okkur sænska hæstaréttardóminn. Hópurinn sem ég tilheyri hefur óskað eftir fundi með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildi, sem er stærsti hluthafinn í Högum með tæp 20% hlutafjár, til að ræða ofangreinda áfengissölu. Teljum við hana vera á svig við starfs- og siðareglur Gildis sem og 4. gr. stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Gildi hafnar því að hitta okkur á grundvelli þess að á aðalfundi Haga 30. maí sl. hafi komið fram að ekki komi annað til greina en að Hagar og dótturfélög fari í einu og öllu að lögum og reglum og að áform þeirra væru vel undirbúin. Í svari Gildis segir: „Eins og fram kom í svörum forsvarsmanna Haga á aðalfundi félagsins þá hefur félagið aflað sér lögfræðiálits vegna málsins. Gildi hefur ekki óskað eftir því áliti og hyggst ekki gera það sem hluthafi í félaginu, enda eru slík mál ekki á forræði hluthafa og um að ræða gögn stjórnar og stjórnenda Haga er varðar rekstrarleg og samkeppnisleg áform félagsins.“ Þá bendir Gildi á að við getum haft samband við félagið sjálft, þ.e. ykkur varðandi þessi mál. Hér með fer ég að ábendingu Gildis og óska eftir tvennu, a) Að fá fund með stjórnarformanni og forstjóra Haga núna í annarri eða þriðju viku júlí ásamt öðrum þeim sem þið teljið rétt að sæki slíkan fund fyrir ykkar hönd b) Að fá sent lögfræðiálit það sem Hagar byggja á um lögmæti fyrirhugaðrar áfengissölu. Ekki er óskað eftir þeim hluta sem gæti varðað samkeppnisupplýsingar, einungis lögfræðihlutann þar sem fram kemur að áformin standist lög. Af okkar hálfu sæki ég fundinn og aðrir þeir aðilar í okkar hópi sem eru lausir á þessum tíma. Við verðum sirka 3-4 býst ég við. Með ósk um svar hið fyrsta. Kveðja, Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi Við viljum svör Ágæti Eiríkur. Þar sem ekki hafa borist svör við bréfi þessu fer ég fram á að þú svarir mér hið fyrsta og áður en Hagkaup hefja áfengissöluna, helst hér á þessum sama vettvangi, visir.is. Höfundur er formaður IOGT á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netsala á áfengi Hagar Áfengi og tóbak Tengdar fréttir Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01 Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar Skoðun Velkomin til Helvítis Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit við Ísland? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Hækka launin þín þegar fasteignamatið á íbúðinni þinni hækkar? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar Sjá meira
Ágæti Eiríkur. Bakkar þú upp þá frétt sem fór í loftið á visir.is í fyrradag, um að Hagkaup ætli að hefja sölu áfengis á næstu dögum? Ætla Hagar að horfa upp á að áfengissalan hefjist óháð því að ríkissaksóknari er farinn að reka á eftir lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins með að klára kæru ÁTVR á hendur slíkri sölu? Á að hefja söluna óháð því að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sé nú að skoða hvort slík sala standist lög? Við hlýddum ráðleggingum Gildis Ágæti Eiríkur. Þann 8 júlí sl. barst þér bréf þar sem beðið var um fund með Högum í takt við ráðleggingar lífeyrissjóðsins Gildis sem á mestan hlut allra í Högum eða nú um 18%. Bréfið var svohljóðandi: Til stjórnarformanns Haga, Eiríks S. Jóhannssonar. Fram hefur komið í fjölmiðlum að Hagar hyggist hefja áfengissölu í júní 2024. Nú tilheyri ég hópi forsvarsmanna forvarnarsamtaka og lýðheilsuþenkjandi fólks sem er algerlega ósammála því að netsalan sem nú fer fram á Íslandi, og Hagar áforma, geti talist lögleg. Það getur hún ekki óháð því hvort um innlent, eða erlent fyrirtæki (skúffufyrirtæki) sé að ræða. Það er vegna þess að því í báðum tilvikum er áfengið, sem selt er og afhent í smásölu til neytenda, afgreitt af lager sem er staðsettur innanlands, en ekki erlendis. Sala þessi fer á svig við lög sem gilda um ÁTVR. Um þetta hefur einmitt verið fjallað í hæstaréttardómi sem féll í Svíþjóð 7. júlí 2023, en þar eins og hér er viðhöfð einkasala ríkis á áfengi samkvæmt lögum. Höfum við kynnt okkur sænska hæstaréttardóminn. Hópurinn sem ég tilheyri hefur óskað eftir fundi með stjórnarformanni og framkvæmdastjóra lífeyrissjóðsins Gildi, sem er stærsti hluthafinn í Högum með tæp 20% hlutafjár, til að ræða ofangreinda áfengissölu. Teljum við hana vera á svig við starfs- og siðareglur Gildis sem og 4. gr. stefnu sjóðsins um ábyrgar fjárfestingar. Gildi hafnar því að hitta okkur á grundvelli þess að á aðalfundi Haga 30. maí sl. hafi komið fram að ekki komi annað til greina en að Hagar og dótturfélög fari í einu og öllu að lögum og reglum og að áform þeirra væru vel undirbúin. Í svari Gildis segir: „Eins og fram kom í svörum forsvarsmanna Haga á aðalfundi félagsins þá hefur félagið aflað sér lögfræðiálits vegna málsins. Gildi hefur ekki óskað eftir því áliti og hyggst ekki gera það sem hluthafi í félaginu, enda eru slík mál ekki á forræði hluthafa og um að ræða gögn stjórnar og stjórnenda Haga er varðar rekstrarleg og samkeppnisleg áform félagsins.“ Þá bendir Gildi á að við getum haft samband við félagið sjálft, þ.e. ykkur varðandi þessi mál. Hér með fer ég að ábendingu Gildis og óska eftir tvennu, a) Að fá fund með stjórnarformanni og forstjóra Haga núna í annarri eða þriðju viku júlí ásamt öðrum þeim sem þið teljið rétt að sæki slíkan fund fyrir ykkar hönd b) Að fá sent lögfræðiálit það sem Hagar byggja á um lögmæti fyrirhugaðrar áfengissölu. Ekki er óskað eftir þeim hluta sem gæti varðað samkeppnisupplýsingar, einungis lögfræðihlutann þar sem fram kemur að áformin standist lög. Af okkar hálfu sæki ég fundinn og aðrir þeir aðilar í okkar hópi sem eru lausir á þessum tíma. Við verðum sirka 3-4 býst ég við. Með ósk um svar hið fyrsta. Kveðja, Björn Sævar Einarsson, formaður IOGT á Íslandi Við viljum svör Ágæti Eiríkur. Þar sem ekki hafa borist svör við bréfi þessu fer ég fram á að þú svarir mér hið fyrsta og áður en Hagkaup hefja áfengissöluna, helst hér á þessum sama vettvangi, visir.is. Höfundur er formaður IOGT á Íslandi.
Hefja sölu áfengis á næstu tveimur vikum Undirbúningur Hagkaupa á netsölu áfengis er á lokametrunum og er búist við að hún hefjist á næstu tveimur vikum. Meiri tíma hefur tekið að hefja söluna en búist var við í upphafi að sögn framkvæmdastjóra. Ósætti ráðherra vegna málsins hafði ekki áhrif þar á. 13. ágúst 2024 07:01
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Skoðun Stöndum vörð um tónlistarmenntun barna og ungmenna – opið bréf til borgarstjóra Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Hvað mun Pútín gera næst með því að ögra samstöðu NATO?: Rússnesk innrás í lofthelgi NATO og hlutverk Íslands í öryggi bandalagsins Jun Þór Morikawa skrifar