Temu kaupin getu hæglega orðið að fíkn Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. ágúst 2024 11:23 Netverslanir líkt og Temu og Shein hafa komið eins og stormsveipur inn á íslenskan markað á undanförnum mánuðum. Sálfræðingur segir nýjar sölusíður líkt og Temu og Shein sem nýlega hafa rutt sér til rúms hér á landi hæglega geta orðið til þess að valda kaupfíkn. Síðurnar herji á notendur sem upplifi vellíðan við að versla sem mest á síðunum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Katrín Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og Sál ræddi hinar nýju sölusíður og hinn svokallaða Temu glampa í augum margra Íslendinga sem hafa verið duglegir að versla á síðunni. Undanfarnar vikur og mánuði hafa auglýsingar kínversku síðunnar farið mikinn á samfélagsmiðlum Íslendinga. Þar er hið ótrúlegasta dót auglýst, allt frá orkusteinum til skipulagshirslna og bakpoka sem rúma skó og fótbolta, svo fátt eitt sé nefnt. Þurfum ekki allt þetta dót Katrín segir síðurnar bjóða upp á allskyns hluti sem flestir vissu ekki að þeir þyrftu á að halda. Um leið og þeir sjái hlutina þá upplifi þeir hinsvegar að þeir þurfi svo sannarlega að kaupa þá. Um svokallaða gerviþörf sé að ræða. „Það er þessi blessaða hjarðhegðun hjá okkur. Við erum fá og það er auðvelt að láta orðið berast og um leið og það eru nokkrir þá eru allir að gera þetta, það eru allir að panta á netinu og það eru allir að skoða þetta.“ Sannleikurinn sé hinsvegar sá að við þurfum ekki allt þetta dót. Katrín rifjar upp sambærileg æði líkt og þegar Costco kom til landsins og þegar það var nýtt og spennandi að fara í fríhöfnina. Fáum umbun Katrín tekur fram að hún sé ekki fíknisérfræðingur. Það sé hinsvegar auðvelt að sjá fyrir sér að þetta geti auðveldlega orðið að ákveðinni fíkn hjá fólki. „Það er rosa auðvelt að sitja upp í sófa og það er ekki búið að vera neitt rosalega mikið af sólríkum dögum, margir sem hafa þurft að stytta sér stundir heima og þá er rosa auðvelt að opna eitthvað af þessum síðum og setja í körfu og svo jafnvel panta,“ segir Katrín. Hún segir hugrænu áhrifin sem ferlið hefur stóran hluta af mannlegu eðli, að upplifa það að fá umbun strax með því að versla sér á netinu. „Þetta er alveg eins fíkn og áfengisfíkn eða matarfíkn eða hvaða önnur fíkn og þetta er náttúrulega fyrir framan mann.“ Verslun Heilsa Bítið Neytendur Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í Bítinu í Bylgjunni í morgun. Katrín Kristjánsdóttir sálfræðingur hjá Lífi og Sál ræddi hinar nýju sölusíður og hinn svokallaða Temu glampa í augum margra Íslendinga sem hafa verið duglegir að versla á síðunni. Undanfarnar vikur og mánuði hafa auglýsingar kínversku síðunnar farið mikinn á samfélagsmiðlum Íslendinga. Þar er hið ótrúlegasta dót auglýst, allt frá orkusteinum til skipulagshirslna og bakpoka sem rúma skó og fótbolta, svo fátt eitt sé nefnt. Þurfum ekki allt þetta dót Katrín segir síðurnar bjóða upp á allskyns hluti sem flestir vissu ekki að þeir þyrftu á að halda. Um leið og þeir sjái hlutina þá upplifi þeir hinsvegar að þeir þurfi svo sannarlega að kaupa þá. Um svokallaða gerviþörf sé að ræða. „Það er þessi blessaða hjarðhegðun hjá okkur. Við erum fá og það er auðvelt að láta orðið berast og um leið og það eru nokkrir þá eru allir að gera þetta, það eru allir að panta á netinu og það eru allir að skoða þetta.“ Sannleikurinn sé hinsvegar sá að við þurfum ekki allt þetta dót. Katrín rifjar upp sambærileg æði líkt og þegar Costco kom til landsins og þegar það var nýtt og spennandi að fara í fríhöfnina. Fáum umbun Katrín tekur fram að hún sé ekki fíknisérfræðingur. Það sé hinsvegar auðvelt að sjá fyrir sér að þetta geti auðveldlega orðið að ákveðinni fíkn hjá fólki. „Það er rosa auðvelt að sitja upp í sófa og það er ekki búið að vera neitt rosalega mikið af sólríkum dögum, margir sem hafa þurft að stytta sér stundir heima og þá er rosa auðvelt að opna eitthvað af þessum síðum og setja í körfu og svo jafnvel panta,“ segir Katrín. Hún segir hugrænu áhrifin sem ferlið hefur stóran hluta af mannlegu eðli, að upplifa það að fá umbun strax með því að versla sér á netinu. „Þetta er alveg eins fíkn og áfengisfíkn eða matarfíkn eða hvaða önnur fíkn og þetta er náttúrulega fyrir framan mann.“
Verslun Heilsa Bítið Neytendur Tengdar fréttir Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38 Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Sjá meira
Vara við hættulegum og hræódýrum vörum hjá netverslunum Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS) vill hvetja neytendur til að gæta varúðar við kaup á vörum frá netverslunum utan Evrópu sem auglýsa vörur á samfélagsmiðlum sem eru töluvert undir markaðsverði. 3. júní 2024 11:38