Þjálfaraferill Rooney hangir á bláþræði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2024 20:01 Wayne Rooney byrjar illa hjá Plymouth. Nigel French/Getty Images Þrátt fyrir að vera ekki orðinn fertugur gæti þjálfaraferill goðsagnarinnar Wayne Rooney verið svo gott sem á enda ef hlutirnir ganga ekki upp hjá honum og Plymouth Argyle í ensku B-deildinni. Liðið tapaði fyrsta leik tímabilsins 4-0 gegn Sheffield Wednesday. Það er ekki alltaf sem glæstur leikmannaferill og þjálfaraferill fara saman. Það getur vissulega gerst en í tilfelli Rooney, markahæsta leikmanns í sögu Manchester United og um tíma enska landsliðsins, er sagan önnur. Rooney vann fjölda titla með Man United, spilaði gríðarlegt magn af landsleikjum fyrir England og var um tíma talinn einn besti leikmaður Englands frá upphafi og einn af betri leikmönnum heims. Hann endaði feril sinn sem leikmaður hjá Derby County í ensku B-deildinni og tók við sem þjálfari liðsins eftir skelfilega byrjun Phillip Cocu tímabilið 2020-21. Honum tókst rétt svo að halda liðinu uppi en tímabilið eftir var 21 stig dregið af liðinu vegna brota á fjárhagsreglum og féll það niður í ensku C-deildina. Rooney sagði starfi sínu lausu sumarið 2022 og tók stuttu seinna við D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hafði spilað frábærlega með liðinu þegar hann var leikmaður þess frá 2018 til 2019. Honum tókst hins vegar ekki að endurtaka leikinn sem þjálfari og sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið 2023 þar sem liðið var ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Þann 11. október 2023 sneri Rooney aftur í enska boltann þegar hann tók við B-deildarliði Birmingham City. Liðið hafði byrjað vel en ákvað að ráða Rooney þrátt fyrir að sitja í 6. sæti. Það átti eftir að bíta félagið í rassinn, Rooney var rekinn í janúar og Birmingham féll að lokum niður í ensku C-deildina. Í vor var hann svo ráðinn þjálfari Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sæti sínu í B-deildinni á síðustu leiktíð, að vissu leyti Birmingham að þakka, og búast mátti við erfiðu tímabili í vetur. Rooney sótti gamla lærisvein sinn Guðlaug Victor Pálsson og var hann í byrjunarliðinu þegar Plymouth steinlá gegn Sheffield í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Á vef The Athletic er farið yfir þjálfaraferil Rooney og sagt að mögulega sé honum mögulega lokið áður en hann í raun hefjist fari svo að vera hans hjá Plymouth gangi ekki upp. Þrátt fyrir að Rooney sé einnig reglulegur gestur í fjölmiðlum, meðal annars á Sky Sports og þættinum The Overlap þá er ljóst að ástríða hans er í þjálfun. Stærsta spurningin er í raun hversu góður þjálfari Rooney í raun og veru er, og svo hversu lengi hann getur lifað á nafninu sem hann skóp sem leikmaður í hæsta gæðaflokki. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira
Það er ekki alltaf sem glæstur leikmannaferill og þjálfaraferill fara saman. Það getur vissulega gerst en í tilfelli Rooney, markahæsta leikmanns í sögu Manchester United og um tíma enska landsliðsins, er sagan önnur. Rooney vann fjölda titla með Man United, spilaði gríðarlegt magn af landsleikjum fyrir England og var um tíma talinn einn besti leikmaður Englands frá upphafi og einn af betri leikmönnum heims. Hann endaði feril sinn sem leikmaður hjá Derby County í ensku B-deildinni og tók við sem þjálfari liðsins eftir skelfilega byrjun Phillip Cocu tímabilið 2020-21. Honum tókst rétt svo að halda liðinu uppi en tímabilið eftir var 21 stig dregið af liðinu vegna brota á fjárhagsreglum og féll það niður í ensku C-deildina. Rooney sagði starfi sínu lausu sumarið 2022 og tók stuttu seinna við D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann hafði spilað frábærlega með liðinu þegar hann var leikmaður þess frá 2018 til 2019. Honum tókst hins vegar ekki að endurtaka leikinn sem þjálfari og sagði starfi sínu lausu eftir tímabilið 2023 þar sem liðið var ekki nálægt því að komast í úrslitakeppnina. Þann 11. október 2023 sneri Rooney aftur í enska boltann þegar hann tók við B-deildarliði Birmingham City. Liðið hafði byrjað vel en ákvað að ráða Rooney þrátt fyrir að sitja í 6. sæti. Það átti eftir að bíta félagið í rassinn, Rooney var rekinn í janúar og Birmingham féll að lokum niður í ensku C-deildina. Í vor var hann svo ráðinn þjálfari Plymouth Argyle. Liðið rétt hélt sæti sínu í B-deildinni á síðustu leiktíð, að vissu leyti Birmingham að þakka, og búast mátti við erfiðu tímabili í vetur. Rooney sótti gamla lærisvein sinn Guðlaug Victor Pálsson og var hann í byrjunarliðinu þegar Plymouth steinlá gegn Sheffield í 1. umferð ensku B-deildarinnar. Á vef The Athletic er farið yfir þjálfaraferil Rooney og sagt að mögulega sé honum mögulega lokið áður en hann í raun hefjist fari svo að vera hans hjá Plymouth gangi ekki upp. Þrátt fyrir að Rooney sé einnig reglulegur gestur í fjölmiðlum, meðal annars á Sky Sports og þættinum The Overlap þá er ljóst að ástríða hans er í þjálfun. Stærsta spurningin er í raun hversu góður þjálfari Rooney í raun og veru er, og svo hversu lengi hann getur lifað á nafninu sem hann skóp sem leikmaður í hæsta gæðaflokki.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Hóta að sniðganga NFL leiki vegna karlkyns klappstýra Sport Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Íslenski boltinn Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Enski boltinn Dagskráin: Fyrsti þáttur af VARsjánni með Stefáni Árna og Alberti Sport Fleiri fréttir Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Sjá meira