Hvar er restin af könnuninni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 9. ágúst 2024 07:30 Munurinn á fjölda þeirra sem eru annað hvort andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða hlynntir henni er einungis 6,8 prósentustig stuðningsmönnum inngöngu í vil ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem birtar voru í byrjun júlí. Samkvæmt þeim eru 42,5% hlynnt inngöngu en 35,7% andvíg. Kjöraðstæður hafa þó verið fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Stríð í Evrópu, háir vextir hér á landi og há verðbólga sem er að vísu á niðurleið. Til að mynda hefur Evrópusambandið orðið að leggja traust sitt á Bandaríkin og NATO vegna stríðsins í Úkraínu. Þá hafa lægri vextir á evrusvæðinu ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar um langt árabil. Jafnvel á uppgangstímum. Markmiðið með þeim hefur verið að reyna að koma hjólum efnahagslífsins af stað. Fyrir vikið hefur svæðið meðal annars þurft að glíma við verðhjöðnun sem er erfiðari viðureignar en verðbólga og birtingarmynd verra efnahagsástands. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Hins vegar er talsvert áhugaverðara að fleiri séu mjög andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en mjög hlynntir henni samkvæmt könnuninni. Þannig eru 22,5% mjög andvíg því að gengið verði í sambandið en 19,5% mjög hlynnt því. Þetta eru þeir hópar sem eru líklegastir til þess að láta málið stýra atkvæði sínu í þingkosningum en forsenda þess að tekin verði skref í áttina að inngöngu er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Þá verður ekki síður að teljast áhugavert að einungis 50,4% telji að hagur heimilanna myndi verða betri með inngöngu í Evrópusambandið en 49,6% að svo yrði ekki. Þar af um 25% að hagur þeirra yrði verri og hliðstætt hlutfall að staðan yrði óbreytt. Þessar niðurstöður eru óneitanlega afar athyglisverðar í ljósi þess hvernig aðstæður hafa verið í þjóðfélaginu og linnulítils áróðurs Evrópusambandssinna þess efnis að allt yrði miklu betra ef gengið yrði í sambandið og evran tekin upp sem gjaldmiðill í stað krónunnar. Vantar hinn helminginn af könnuninni Hitt er svo annað mál að einungis helmingur niðurstaðna könnunarinnar hefur af einhverjum ástæðum verið birtur. Einnig var þannig spurt hvort afstaða fólks til sambands Íslands við Evrópusambandið hefði mikil, lítil eða engin áhrif á það hvaða flokk það hefði í hyggju að kjósa í næstu alþingiskosningum, hvort fólk hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur inngöngu Íslands í sambandið og hvort það hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í það. Könnunin var gerð 12.-20. júní og niðurstöðurnar birtar 4. júlí. Það er að segja fyrir utan niðurstöðurnar varðandi áðurnefndar þrjár spurningar. Þær hafa sem fyrr segir ekki enn verið birtar. Þó er rúmur mánuður liðinn frá því að fyrri niðurstöðurnar voru birtar og fyrir vikið ekki beinlínis nýjar upplýsingar lengur. Kostnaðurinn við þrjár spurningar getur hæglega verið nokkur hundruð þúsund krónur. Teldi Evrópuhreyfingin sig hafa pólitískan hag af því að birta niðurstöður þeirra má gera ráð fyrir að þær hefðu þegar verið birtar. Verður restin af könnuninni birt núna? Mögulega verða niðurstöðurnar birtar í kjölfar þessarar greinar þó seint og um síðir yrði. Vonandi. Hafa má í huga í því sambandi þá staðreynd sem áður hefur verið komið inn á að forsenda þess að tekin verði skref í áttina að Evrópusambandinu er þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um það. Einungis einn flokkur leggur áherzlu á málið, Viðreisn, sem hefur verið að mælast með á bilinu 7-10% fylgi sem aftur bendir ekki beinlínis til þess að málið sé mjög ofarlega á forgangslista kjósenda eða yfir höfuð að finna á honum. Hugsanlega er þar að finna ástæðuna fyrir því að afgangurinn af könnuninni hefur ekki enn verið birtur en þar var sem áður segir fjallað um það að hvaða marki afstaða fólks til inngöngu í Evrópusambandið hefði áhrif á það hvernig það gerði ráð fyrir að verja atkvæði sínu í næstu þingkosningum. Niðurstöðurnar hafi þannig mögulega sýnt að stuðningur við inngöngu í sambandið hefði mjög takmörkuð áhrif í þeim efnum ef einhver. Að minnsta kosti ekki þau áhrif sem forystumenn Evrópuhreyfingarinnar hafi vonazt eftir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Tengdar fréttir Meirihluti sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu ekki svo mikill Rúmlega 55 prósent landsmanna vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. 5. júlí 2024 11:22 Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Sjá meira
Munurinn á fjölda þeirra sem eru annað hvort andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið eða hlynntir henni er einungis 6,8 prósentustig stuðningsmönnum inngöngu í vil ef marka má niðurstöður skoðanakönnunar Maskínu fyrir Evrópuhreyfinguna sem birtar voru í byrjun júlí. Samkvæmt þeim eru 42,5% hlynnt inngöngu en 35,7% andvíg. Kjöraðstæður hafa þó verið fyrir áróður Evrópusambandssinna sem að vísu heldur engu vatni. Stríð í Evrópu, háir vextir hér á landi og há verðbólga sem er að vísu á niðurleið. Til að mynda hefur Evrópusambandið orðið að leggja traust sitt á Bandaríkin og NATO vegna stríðsins í Úkraínu. Þá hafa lægri vextir á evrusvæðinu ekki verið birtingarmynd heilbrigðs efnahagsástands heldur þvert á móti efnahagslegrar stöðnunar um langt árabil. Jafnvel á uppgangstímum. Markmiðið með þeim hefur verið að reyna að koma hjólum efnahagslífsins af stað. Fyrir vikið hefur svæðið meðal annars þurft að glíma við verðhjöðnun sem er erfiðari viðureignar en verðbólga og birtingarmynd verra efnahagsástands. Fleiri mjög andvígir en mjög hlynntir Hins vegar er talsvert áhugaverðara að fleiri séu mjög andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en mjög hlynntir henni samkvæmt könnuninni. Þannig eru 22,5% mjög andvíg því að gengið verði í sambandið en 19,5% mjög hlynnt því. Þetta eru þeir hópar sem eru líklegastir til þess að láta málið stýra atkvæði sínu í þingkosningum en forsenda þess að tekin verði skref í áttina að inngöngu er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um að það verði gert. Annars verða jú engar slíkar ákvarðanir teknar. Þá verður ekki síður að teljast áhugavert að einungis 50,4% telji að hagur heimilanna myndi verða betri með inngöngu í Evrópusambandið en 49,6% að svo yrði ekki. Þar af um 25% að hagur þeirra yrði verri og hliðstætt hlutfall að staðan yrði óbreytt. Þessar niðurstöður eru óneitanlega afar athyglisverðar í ljósi þess hvernig aðstæður hafa verið í þjóðfélaginu og linnulítils áróðurs Evrópusambandssinna þess efnis að allt yrði miklu betra ef gengið yrði í sambandið og evran tekin upp sem gjaldmiðill í stað krónunnar. Vantar hinn helminginn af könnuninni Hitt er svo annað mál að einungis helmingur niðurstaðna könnunarinnar hefur af einhverjum ástæðum verið birtur. Einnig var þannig spurt hvort afstaða fólks til sambands Íslands við Evrópusambandið hefði mikil, lítil eða engin áhrif á það hvaða flokk það hefði í hyggju að kjósa í næstu alþingiskosningum, hvort fólk hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur inngöngu Íslands í sambandið og hvort það hefði í hyggju að kjósa flokk sem væri hlynntur eða andvígur þjóðaratkvæðagreiðslu um inngöngu í það. Könnunin var gerð 12.-20. júní og niðurstöðurnar birtar 4. júlí. Það er að segja fyrir utan niðurstöðurnar varðandi áðurnefndar þrjár spurningar. Þær hafa sem fyrr segir ekki enn verið birtar. Þó er rúmur mánuður liðinn frá því að fyrri niðurstöðurnar voru birtar og fyrir vikið ekki beinlínis nýjar upplýsingar lengur. Kostnaðurinn við þrjár spurningar getur hæglega verið nokkur hundruð þúsund krónur. Teldi Evrópuhreyfingin sig hafa pólitískan hag af því að birta niðurstöður þeirra má gera ráð fyrir að þær hefðu þegar verið birtar. Verður restin af könnuninni birt núna? Mögulega verða niðurstöðurnar birtar í kjölfar þessarar greinar þó seint og um síðir yrði. Vonandi. Hafa má í huga í því sambandi þá staðreynd sem áður hefur verið komið inn á að forsenda þess að tekin verði skref í áttina að Evrópusambandinu er þingmeirihluti og ríkisstjórn samstíga um það. Einungis einn flokkur leggur áherzlu á málið, Viðreisn, sem hefur verið að mælast með á bilinu 7-10% fylgi sem aftur bendir ekki beinlínis til þess að málið sé mjög ofarlega á forgangslista kjósenda eða yfir höfuð að finna á honum. Hugsanlega er þar að finna ástæðuna fyrir því að afgangurinn af könnuninni hefur ekki enn verið birtur en þar var sem áður segir fjallað um það að hvaða marki afstaða fólks til inngöngu í Evrópusambandið hefði áhrif á það hvernig það gerði ráð fyrir að verja atkvæði sínu í næstu þingkosningum. Niðurstöðurnar hafi þannig mögulega sýnt að stuðningur við inngöngu í sambandið hefði mjög takmörkuð áhrif í þeim efnum ef einhver. Að minnsta kosti ekki þau áhrif sem forystumenn Evrópuhreyfingarinnar hafi vonazt eftir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Meirihluti sem vill þjóðaratkvæðagreiðslu ekki svo mikill Rúmlega 55 prósent landsmanna vill að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu á næsta kjörtímabili um framhald viðræðna um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Rúmlega fjörutíu prósent er fylgjandi fullri aðild Íslands að sambandinu samkvæmt nýrri könnun. 5. júlí 2024 11:22
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun