Leið til aukinnar uppbyggingar íbúðarhúsnæðis Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 9. ágúst 2024 07:01 Á undanförnum árum hef ég fjallað mikið um húsnæðismál hér á landi og viðrað áhyggjur mínar af stöðunni til framtíðar ef ekkert yrði að gert. Þetta hef ég gert bæði sem sveitarstjórnarmaður á sínum tíma og nú sem þingmaður. Það er að afleiðingarnar af óbreyttri stöðu yrðu á endanum hátt fasteigna- og leiguverð sem leiða myndi að óbreyttu til aukins þrýstings á verðbólgu. Ég hef ætíð lagt mig fram um að fara yfir stöðuna líkt og hún blasir við mér, fjallað um tillögur til að bregðast við og koma í veg fyrir þá mynd sem ég teikna upp hér að ofan. Fyrir það hef ég oft fengið gagnrýni, talinn vera of svartsýnn og draga fram of dökka mynd af stöðunni. Staðreyndin er hins vegar sú að staðan virðist því miður vera að teiknast upp eins og ég hef óttast þrátt fyrir margar góðar og öflugar aðgerðir af hálfu hins opinbera. Þær leysa þetta hins vegar ekki einar og sér. Seðlabankinn þarf að lækka vexti Ríkisstjórnin hefur komið að mikilvægum aðgerðum sem snúa að kröftugri húsnæðisuppbyggingu sem gagnast þeim sem eru eignalitlir og tekjulágir og hafa því átt erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið á undanförnum árum. Hér er um að ræða aðgerðir sem eru bæði raunverulegar og skynsamlegar. Einnig tel ég brýnt að lífeyrissjóðir nýti sér þá auknu heimild sem Alþingi veitti þeim í sumar og mun auðvelda þeim að fjárfesta í leigufélögum. Það mun styðja okkur í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk sem það kýs. Almenni markaðurinn þarf þó einnig að koma með því staðreyndin er sú að við erum að byggja of lítið. Við höfum þó enn tækifæri til að bregðast við, en til þess þarf að hafa hraðar hendur og láta verkin tala. Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði og skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýjum svæðum, hárra vaxta og hertra lánþegaskilyrða. Með öðrum orðum; það vantar lóðir, lánsfjármagn er dýrt sem hefur letjandi áhrif á framkvæmdaaðila og fólki hefur verið gert erfiðara um vik að komast í gegnum greiðslumat vegna hertra lánþegaskilyrða. Í raun má einfalda þetta mjög og segja að það sé dýrt að byggja og erfitt að selja. Það er eitraður kokteill í núverandi ástandi þar sem nauðsynlegt er að byggja til að anna þeirri eftirspurn sem til staðar er og verður og til að ná tökum á verðbólgunni til framtíðar. Seðlabankinn þarf því að lækka stýrivexti og losa um lánþegaskilyrði með skynsamlegum hætti. Fjölgun lóða með endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins Mér verður æ oftar hugsað til þeirra orða sem seðlabankastjóri lét hafa eftir sér á vaxtaákvörðunarfundi bankans í maí 2021 og segja má að hann hafi svo ítrekað aftur á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í apríl 2024, tæpum þremur árum síðar. Þar sagði hann ákvörðun Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að byggja ekki íbúðir og ný hverfi á nýju landi væri meðal annars ástæða þess að fasteignaverð hafi hækkað. Sum sveitarfélög hafa einfaldlega ekki það svigrúm að brjóta nýtt land, því það er ekki til staðar innan þeirra vaxtamarka sem svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins segir til um og samþykkt var árið 2015. Sveitarfélög þurfa að hafa svigrúm og getu til að brjóta nýtt land og byggja, samhliða því að þétta byggð. Nú þurfum við öll að taka höndum saman, því með samhentu átaki er hægt að koma í veg fyrir þá sviðsmynd sem ég hef ítrekað haldið á lofti að aukinn skortur og samdráttur í uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk muni koma í bakið á okkur með miklum áhrifum á fasteigna- og leiguverð. Það er því afar brýnt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til endurskoðunar án kollvörpunar á þeirri hugmyndafræði sem þar býr að baki. Tíminn hefur einfaldlega liðið frá samþykkt þess og forsendur hafa breyst. Með þessari einföldu aðgerð, endurskoðun svæðisskipulagsins, er hægt að fjölga lóðum og byggja ný hverfi. Sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu verða öll að hafa svigrúm og getu til að taka þátt í þeirri nauðsynlegu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem þörf er á. Um það hljótum við að vera sammála. Þann 14. ágúst kl. 17:00 Húsnæði er ein af grunnþörfum fólks og hefur áhrif á allt okkar daglega líf, allt frá andlegri heilsu til efnahagslegs stöðugleika og aukinnar samheldni í samfélaginu. Það er því óumflýjanlegt að staðan á húsnæðismarkaði verði áfram eitt af okkar stærstu viðfangsefnum næstu mánuði. Sjálfur hef ég nýtt sumarið vel og undirbúið viðburð síðustu vikur sem fram fer í Bæjarbíói þann 14. ágúst næstkomandi. Þar ætla ég að fjalla um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu, þær áskoranir og þau tækifæri sem til staðar eru og áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Til mín koma öflugir frummælendur úr ýmsum áttum samfélagsins sem við fylgjum svo eftir með pallborðsumræðum í kjölfarið. Það þarf samstöðu og sameiginlegan skilning til að leysa úr því stóra samfélagsverkefni sem við stöndum frammi fyrir. Ég hef trú á að það sé hægt. Viðburðurinn er öllum opinn og ég vonast til að sjá sem flest. Höfundur er þingmaður og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Bjarni Garðarsson Seðlabankinn Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Alþingi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hef ég fjallað mikið um húsnæðismál hér á landi og viðrað áhyggjur mínar af stöðunni til framtíðar ef ekkert yrði að gert. Þetta hef ég gert bæði sem sveitarstjórnarmaður á sínum tíma og nú sem þingmaður. Það er að afleiðingarnar af óbreyttri stöðu yrðu á endanum hátt fasteigna- og leiguverð sem leiða myndi að óbreyttu til aukins þrýstings á verðbólgu. Ég hef ætíð lagt mig fram um að fara yfir stöðuna líkt og hún blasir við mér, fjallað um tillögur til að bregðast við og koma í veg fyrir þá mynd sem ég teikna upp hér að ofan. Fyrir það hef ég oft fengið gagnrýni, talinn vera of svartsýnn og draga fram of dökka mynd af stöðunni. Staðreyndin er hins vegar sú að staðan virðist því miður vera að teiknast upp eins og ég hef óttast þrátt fyrir margar góðar og öflugar aðgerðir af hálfu hins opinbera. Þær leysa þetta hins vegar ekki einar og sér. Seðlabankinn þarf að lækka vexti Ríkisstjórnin hefur komið að mikilvægum aðgerðum sem snúa að kröftugri húsnæðisuppbyggingu sem gagnast þeim sem eru eignalitlir og tekjulágir og hafa því átt erfitt með að koma sér þaki yfir höfuðið á undanförnum árum. Hér er um að ræða aðgerðir sem eru bæði raunverulegar og skynsamlegar. Einnig tel ég brýnt að lífeyrissjóðir nýti sér þá auknu heimild sem Alþingi veitti þeim í sumar og mun auðvelda þeim að fjárfesta í leigufélögum. Það mun styðja okkur í því verkefni að byggja upp heilbrigðari leigumarkað en hér hefur verið með meira öryggi og fyrirsjáanleika fyrir fólk sem það kýs. Almenni markaðurinn þarf þó einnig að koma með því staðreyndin er sú að við erum að byggja of lítið. Við höfum þó enn tækifæri til að bregðast við, en til þess þarf að hafa hraðar hendur og láta verkin tala. Stærsta áskorun samfélagsins í húsnæðismálum á komandi árum snýr að því að tryggja nægt framboð af fjölbreyttu húsnæði og skapa umhverfi svo fýsilegt sé fyrir framkvæmdaaðila á almennum markaði að byggja húsnæði. Við vorum á réttri leið, en það hefur komið bakslag á síðustu árum og það má helst rekja til skorts á lóðum á nýjum svæðum, hárra vaxta og hertra lánþegaskilyrða. Með öðrum orðum; það vantar lóðir, lánsfjármagn er dýrt sem hefur letjandi áhrif á framkvæmdaaðila og fólki hefur verið gert erfiðara um vik að komast í gegnum greiðslumat vegna hertra lánþegaskilyrða. Í raun má einfalda þetta mjög og segja að það sé dýrt að byggja og erfitt að selja. Það er eitraður kokteill í núverandi ástandi þar sem nauðsynlegt er að byggja til að anna þeirri eftirspurn sem til staðar er og verður og til að ná tökum á verðbólgunni til framtíðar. Seðlabankinn þarf því að lækka stýrivexti og losa um lánþegaskilyrði með skynsamlegum hætti. Fjölgun lóða með endurskoðun svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins Mér verður æ oftar hugsað til þeirra orða sem seðlabankastjóri lét hafa eftir sér á vaxtaákvörðunarfundi bankans í maí 2021 og segja má að hann hafi svo ítrekað aftur á opnum fundi efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis í apríl 2024, tæpum þremur árum síðar. Þar sagði hann ákvörðun Reykjavíkurborgar og annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að byggja ekki íbúðir og ný hverfi á nýju landi væri meðal annars ástæða þess að fasteignaverð hafi hækkað. Sum sveitarfélög hafa einfaldlega ekki það svigrúm að brjóta nýtt land, því það er ekki til staðar innan þeirra vaxtamarka sem svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins segir til um og samþykkt var árið 2015. Sveitarfélög þurfa að hafa svigrúm og getu til að brjóta nýtt land og byggja, samhliða því að þétta byggð. Nú þurfum við öll að taka höndum saman, því með samhentu átaki er hægt að koma í veg fyrir þá sviðsmynd sem ég hef ítrekað haldið á lofti að aukinn skortur og samdráttur í uppbyggingu húsnæðis fyrir fólk muni koma í bakið á okkur með miklum áhrifum á fasteigna- og leiguverð. Það er því afar brýnt að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu taki svæðisskipulag höfuðborgarsvæðisins til endurskoðunar án kollvörpunar á þeirri hugmyndafræði sem þar býr að baki. Tíminn hefur einfaldlega liðið frá samþykkt þess og forsendur hafa breyst. Með þessari einföldu aðgerð, endurskoðun svæðisskipulagsins, er hægt að fjölga lóðum og byggja ný hverfi. Sveitarfélögin hér á höfuðborgarsvæðinu verða öll að hafa svigrúm og getu til að taka þátt í þeirri nauðsynlegu uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem þörf er á. Um það hljótum við að vera sammála. Þann 14. ágúst kl. 17:00 Húsnæði er ein af grunnþörfum fólks og hefur áhrif á allt okkar daglega líf, allt frá andlegri heilsu til efnahagslegs stöðugleika og aukinnar samheldni í samfélaginu. Það er því óumflýjanlegt að staðan á húsnæðismarkaði verði áfram eitt af okkar stærstu viðfangsefnum næstu mánuði. Sjálfur hef ég nýtt sumarið vel og undirbúið viðburð síðustu vikur sem fram fer í Bæjarbíói þann 14. ágúst næstkomandi. Þar ætla ég að fjalla um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu, þær áskoranir og þau tækifæri sem til staðar eru og áhrif þeirra á íslenskt efnahagslíf til lengri og skemmri tíma. Til mín koma öflugir frummælendur úr ýmsum áttum samfélagsins sem við fylgjum svo eftir með pallborðsumræðum í kjölfarið. Það þarf samstöðu og sameiginlegan skilning til að leysa úr því stóra samfélagsverkefni sem við stöndum frammi fyrir. Ég hef trú á að það sé hægt. Viðburðurinn er öllum opinn og ég vonast til að sjá sem flest. Höfundur er þingmaður og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun