Að vera hinsegin, kynsegin, trans Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar 8. ágúst 2024 22:00 Það er árið 2024 við ættum að vera farin að ná þessu að það eru ekki allir eins, hvað væri svosem gaman að því. Ég er nú bara gömul kelling út á landi, ég skil ekki öll þessi hugtök og nýju orð, en þau trufla mig ekki, né hræða. Verið öll velkominn á ykkar forsendum og vonandi hamingjusöm. Ég átti vinkonu sem kom útúr skápnum 1984, þegar hún sagðist hafa fundið ástina spurði ég hver er sá lukkulegi? hún svarað sú lukkulega er .... ég óskaði henni til hamingju og spurði hvenær maður fengi að hitta hana. En ekki tóku alli vinir hennar þessu vel, stundum fékk sendiboðin kynnhest fyrir að segja svona um vinkonu þeirra, fjölskyldan tók þessu mis vel. Þetta var 1984 erum við ekki komin lengra 40 árum seinna? Þegar ég heyrði fyrst í Pál Óskari í útvarpinu spurði ég hver hann væri og fékk þau svör að hann væri bróðir Diddúar og hann væri hommi, ég man enn hvað mér fannst þetta undarlegt að taka það sérstaklega framm að hann væri hommi. Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert. Láttu það flakka, dansaðu í vindinum. Faðmaðu heiminn, elskaðu. Farðu alla leið, söng Helgi Bjöss í SSSól árið 1993 Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Hvað verður um mig ef það sem ég er bölvað og bannað? söng Páll Óskar 2008 og syngur enn, enda full þörf á. Það er kjarni málsins við verðum að fá að vera við sjálf, eins og við erum, það á engin að ákveða það fyrir okkur, neyða okkur eða hræða svo við þorum ekki að sýna okkur eins og við erum. Verum tillitsöm og umburðarlynd, sjáum gleðina og hamingjuna, frelsið er yndislegt. „Þau“ eru ekki hættuleg, þetta er ekki smitandi, ja jú kanski gleðin, gleðin yfir að vera sá sem maður er, gleðin yfir ástinni, Gleðin öll þessi gleði og Gleðiganga núna um helgina. Ég vona að sem flestir mæti til að fagna fjölbreytileikanum, án hans er allt svo litlaust. Og þið sem geltið að öðru fólki farið til læknis, hundaæði er lífshættulegt og skammist ykkar svo, við hvað eruð þið hrædd? The Kinks - Lola 1970 Höfundur er gömul kelling út á landi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Guðmunda G. Guðmundsdóttir Málefni trans fólks Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Það er árið 2024 við ættum að vera farin að ná þessu að það eru ekki allir eins, hvað væri svosem gaman að því. Ég er nú bara gömul kelling út á landi, ég skil ekki öll þessi hugtök og nýju orð, en þau trufla mig ekki, né hræða. Verið öll velkominn á ykkar forsendum og vonandi hamingjusöm. Ég átti vinkonu sem kom útúr skápnum 1984, þegar hún sagðist hafa fundið ástina spurði ég hver er sá lukkulegi? hún svarað sú lukkulega er .... ég óskaði henni til hamingju og spurði hvenær maður fengi að hitta hana. En ekki tóku alli vinir hennar þessu vel, stundum fékk sendiboðin kynnhest fyrir að segja svona um vinkonu þeirra, fjölskyldan tók þessu mis vel. Þetta var 1984 erum við ekki komin lengra 40 árum seinna? Þegar ég heyrði fyrst í Pál Óskari í útvarpinu spurði ég hver hann væri og fékk þau svör að hann væri bróðir Diddúar og hann væri hommi, ég man enn hvað mér fannst þetta undarlegt að taka það sérstaklega framm að hann væri hommi. Vertu þú sjálfur, gerðu það sem þú vilt. Vertu þú sjálfur, eins og þú ert. Láttu það flakka, dansaðu í vindinum. Faðmaðu heiminn, elskaðu. Farðu alla leið, söng Helgi Bjöss í SSSól árið 1993 Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Hvað verður um mig ef það sem ég er bölvað og bannað? söng Páll Óskar 2008 og syngur enn, enda full þörf á. Það er kjarni málsins við verðum að fá að vera við sjálf, eins og við erum, það á engin að ákveða það fyrir okkur, neyða okkur eða hræða svo við þorum ekki að sýna okkur eins og við erum. Verum tillitsöm og umburðarlynd, sjáum gleðina og hamingjuna, frelsið er yndislegt. „Þau“ eru ekki hættuleg, þetta er ekki smitandi, ja jú kanski gleðin, gleðin yfir að vera sá sem maður er, gleðin yfir ástinni, Gleðin öll þessi gleði og Gleðiganga núna um helgina. Ég vona að sem flestir mæti til að fagna fjölbreytileikanum, án hans er allt svo litlaust. Og þið sem geltið að öðru fólki farið til læknis, hundaæði er lífshættulegt og skammist ykkar svo, við hvað eruð þið hrædd? The Kinks - Lola 1970 Höfundur er gömul kelling út á landi.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar