Hægt að koma í veg fyrir næstum helming tilfella heilabilunar Guðlaugur Eyjólfsson skrifar 7. ágúst 2024 14:00 Á dögunum birti Lancet sem er eitt elsta og virtasta læknatímarit í heimi skýrslu nefndar sem fjallar um heilabilun. Frá stofnun nefndarinnar árið 2017 hefur nefndin metið vísbendingar um mögulega áhættuþætti heilabilunar. Skýrslan í ár staðfestir að mögulega er hægt að draga úr áhættu á heilabilun með því að koma í veg fyrir 12 áhættuþætti yfir lífsleiðina: lágt menntunarstig, heyrnartap, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, hreyfingarleysi, sykursýki, óhófleg áfengisneysla, höfuðáverkar, loftmengun og félagsleg einangrun. Byggt á nýjum niðurstöðum rannsókna bætir nefndin nú tveimur áhættuþáttum við, annars vegar háu LDL kólesteróli og hins vegar ómeðhöndlaðri sjónskerðingu. Hlutfallsleg áhrif áhættuþáttanna hafa verið reiknuð og er mögulega hægt að fækka framtíðartilfellum heilabilunar um 45% ef komið er í veg fyrir alla þessa 14 áhættuþætti. Alzheimersamtökin á Íslandi fagna þessari uppfærðu skýrslu og hvetja alla þá aðila sem koma að stefnumótandi ákvörðunum er varða þessa áhættuþætti til þess að nýta þessar niðurstöður og bregðast við þeim, því tækifærin eru gríðarleg! Hvernig höfum við áhrif á þessa fjórtán áhættuþætti? 1. Tryggja jafnan aðgang að góðri menntun og stuðla að vitrænni virkni á fullorðinsárum. 2. Tryggja aðgang að hjálpartækjum vegna heyrnarskerðingar og draga úr hávaðamengun. 3. Tryggja aðstoð og meðhöndlun vegna þunglyndis. 4. Hvetja til notkunar hjálma og annars búnaðar sem minnka líkur á höfuðáverkum í íþróttum og daglegu lífi. 5. Hvetja til líkamlegrar hreyfingar og skipuleggja umhverfið á þann hátt að það hvetji til hreyfingar í daglegu lífi. 6. Stunda öflugt forvarnarstarf, minnka aðgengi og fækka stöðum sem leyfa reykingar. 7. Stunda reglulegt eftirlit á blóðþrýstingi. 8. Greina og meðhöndla hátt LDL-kólesteról frá miðjum aldri. 9. Viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd og meðhöndla offitu eins snemma og mögulegt er. 10. Minnkar líkur á áunninni sykursýki með því að huga að mataræði og hreyfingu. 11. Draga úr mikilli áfengisneyslu með verð- og aðgangsstýringu og aukinni vitund um áhættu ofneyslu. 12. Draga úr félagslegri einangrun á eldri árum með því að búa með öðrum og auðvelda þátttöku í félagsstarfi. 13. Skima fyrir og meðhöndla sjónskerðingu. 14. Draga úr loftmengun. Hér má sjá niðurstöður skýrslunnar myndrænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Sjá meira
Á dögunum birti Lancet sem er eitt elsta og virtasta læknatímarit í heimi skýrslu nefndar sem fjallar um heilabilun. Frá stofnun nefndarinnar árið 2017 hefur nefndin metið vísbendingar um mögulega áhættuþætti heilabilunar. Skýrslan í ár staðfestir að mögulega er hægt að draga úr áhættu á heilabilun með því að koma í veg fyrir 12 áhættuþætti yfir lífsleiðina: lágt menntunarstig, heyrnartap, háþrýstingur, reykingar, offita, þunglyndi, hreyfingarleysi, sykursýki, óhófleg áfengisneysla, höfuðáverkar, loftmengun og félagsleg einangrun. Byggt á nýjum niðurstöðum rannsókna bætir nefndin nú tveimur áhættuþáttum við, annars vegar háu LDL kólesteróli og hins vegar ómeðhöndlaðri sjónskerðingu. Hlutfallsleg áhrif áhættuþáttanna hafa verið reiknuð og er mögulega hægt að fækka framtíðartilfellum heilabilunar um 45% ef komið er í veg fyrir alla þessa 14 áhættuþætti. Alzheimersamtökin á Íslandi fagna þessari uppfærðu skýrslu og hvetja alla þá aðila sem koma að stefnumótandi ákvörðunum er varða þessa áhættuþætti til þess að nýta þessar niðurstöður og bregðast við þeim, því tækifærin eru gríðarleg! Hvernig höfum við áhrif á þessa fjórtán áhættuþætti? 1. Tryggja jafnan aðgang að góðri menntun og stuðla að vitrænni virkni á fullorðinsárum. 2. Tryggja aðgang að hjálpartækjum vegna heyrnarskerðingar og draga úr hávaðamengun. 3. Tryggja aðstoð og meðhöndlun vegna þunglyndis. 4. Hvetja til notkunar hjálma og annars búnaðar sem minnka líkur á höfuðáverkum í íþróttum og daglegu lífi. 5. Hvetja til líkamlegrar hreyfingar og skipuleggja umhverfið á þann hátt að það hvetji til hreyfingar í daglegu lífi. 6. Stunda öflugt forvarnarstarf, minnka aðgengi og fækka stöðum sem leyfa reykingar. 7. Stunda reglulegt eftirlit á blóðþrýstingi. 8. Greina og meðhöndla hátt LDL-kólesteról frá miðjum aldri. 9. Viðhalda heilbrigðri líkamsþyngd og meðhöndla offitu eins snemma og mögulegt er. 10. Minnkar líkur á áunninni sykursýki með því að huga að mataræði og hreyfingu. 11. Draga úr mikilli áfengisneyslu með verð- og aðgangsstýringu og aukinni vitund um áhættu ofneyslu. 12. Draga úr félagslegri einangrun á eldri árum með því að búa með öðrum og auðvelda þátttöku í félagsstarfi. 13. Skima fyrir og meðhöndla sjónskerðingu. 14. Draga úr loftmengun. Hér má sjá niðurstöður skýrslunnar myndrænt. Höfundur er framkvæmdastjóri Alzheimersamtakanna.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun