Skemmtistaðurinn 22 opnaður á nýjan leik Jón Ísak Ragnarsson skrifar 6. ágúst 2024 10:41 Rekstrarstjórinn Magnea Fredriksen og skemmtanastýran Margrét Erla Maack. 22 Reykjavík Eftir átján ára hlé hefur skemmtistaðurinn 22 verið opnaður á nýjan leik á horni Laugavegs og Klapparstígs. Staðurinn verður samrekinn Kiki queer club, sem er á efri hæð hússins. Margrét Erla skemmtanastjóri segir hinseginsamfélagið hafa vantað rólegan bar, til viðbótar við dansklúbbinn Kiki. Frá þessu er greint á Facebook-síðu 22 Reykjavík. Laugavegur 22, timburhúsið á horni Laugavegs og Klapparstígs, var reist árið 1905 og hefur hýst fjöldann allan af veitingahúsum og skemmtistöðum í gegnum tíðina. Nú hefur einn langlífasti staðurinn á horninu, hinsegin skemmtistaðurinn Kiki queer club stækkað við sig og tekið yfir neðri hæð hússins. Neðri hæðin verður rekinn undir merkjum 22, en 22 var einn langlífasti skemmtistaður í Reykjavík frá stofnun 1988 til ársins 2006. „Ýmsar breytingar á rekstaraðilum hafa einkennt rýmið í heild, en nú hefur einn langlífasti staðurinn á þessu horni, hinn margrómaði skemmtistaður KIKI Queer Club stækkað við sig, og tekið yfir neðri hæð hússins undir nýjum merkjum 22,“ segir í tilkynningu þeirra. Skemmtistaðurinn Kiki hefur verið starfræktur í húsnæðinu frá árinu 2014, og skipar mikilvægan sess í skemmtanalífi Reykjavíkurborgar og samfélagi hinsegin fólks. Húsnæðið á sér langa sögu af því að vera samkomustaður hinsegin fólks, en gamli 22 var einnig vinsæll skemmtistaður hinseginsamfélagsins. „En saga hinsegin fólks í húsinu á sér enn lengri formála og tengist hornið hinsegin samfélaginu sterkum böndum,“ segir í tilkynningunni. Á efri hæðinni verður Kiki og neðri verður 22, en staðirnir verða samreknir „í traustum höndum rekstrarstjórans Magneu Fredriksen og skemmtanastýrunnar Margrétar Erlu Maack.“ Hinsegindagar eru formlega settir í dag. Vantaði rólegri skemmtistað fyrir hinseginsamfélagið Margrét Erla Maack segir að hugmyndin að þessu hafi kviknað þegar nýtt teymi tók við rekstri Kiki, fyrir um mánuði síðan. Hún segir að þeim hafi þá fundist vanta rólegri stað fyrir hinseginfólk, þar sem hægt væri að setjast niður í drykk í rólegheitum. „Stundum langar mig bara að fara á bar á trúnó, ekki endilega fara á ber að ofan djammið. Það er það sem hefur vantað,“ segir Margrét. Reykjavík Hinsegin Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Frá þessu er greint á Facebook-síðu 22 Reykjavík. Laugavegur 22, timburhúsið á horni Laugavegs og Klapparstígs, var reist árið 1905 og hefur hýst fjöldann allan af veitingahúsum og skemmtistöðum í gegnum tíðina. Nú hefur einn langlífasti staðurinn á horninu, hinsegin skemmtistaðurinn Kiki queer club stækkað við sig og tekið yfir neðri hæð hússins. Neðri hæðin verður rekinn undir merkjum 22, en 22 var einn langlífasti skemmtistaður í Reykjavík frá stofnun 1988 til ársins 2006. „Ýmsar breytingar á rekstaraðilum hafa einkennt rýmið í heild, en nú hefur einn langlífasti staðurinn á þessu horni, hinn margrómaði skemmtistaður KIKI Queer Club stækkað við sig, og tekið yfir neðri hæð hússins undir nýjum merkjum 22,“ segir í tilkynningu þeirra. Skemmtistaðurinn Kiki hefur verið starfræktur í húsnæðinu frá árinu 2014, og skipar mikilvægan sess í skemmtanalífi Reykjavíkurborgar og samfélagi hinsegin fólks. Húsnæðið á sér langa sögu af því að vera samkomustaður hinsegin fólks, en gamli 22 var einnig vinsæll skemmtistaður hinseginsamfélagsins. „En saga hinsegin fólks í húsinu á sér enn lengri formála og tengist hornið hinsegin samfélaginu sterkum böndum,“ segir í tilkynningunni. Á efri hæðinni verður Kiki og neðri verður 22, en staðirnir verða samreknir „í traustum höndum rekstrarstjórans Magneu Fredriksen og skemmtanastýrunnar Margrétar Erlu Maack.“ Hinsegindagar eru formlega settir í dag. Vantaði rólegri skemmtistað fyrir hinseginsamfélagið Margrét Erla Maack segir að hugmyndin að þessu hafi kviknað þegar nýtt teymi tók við rekstri Kiki, fyrir um mánuði síðan. Hún segir að þeim hafi þá fundist vanta rólegri stað fyrir hinseginfólk, þar sem hægt væri að setjast niður í drykk í rólegheitum. „Stundum langar mig bara að fara á bar á trúnó, ekki endilega fara á ber að ofan djammið. Það er það sem hefur vantað,“ segir Margrét.
Reykjavík Hinsegin Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Von, hugrekki og virðing við lok lífs Skoðun Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Neytendur Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira