Viðbúnaður aukinn vegna mögulegra átaka milli Íran og Ísrael Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. ágúst 2024 07:23 Menn bíða nú boðaðra hefndaraðgerða Íran og Hamas vegna drápsins á Haniyeh. AP/Vahid Salemi Joe Biden Bandaríkjaforseti fundaði með þjóðaröryggisráði landsins í gær vegna mögulegra hefndaraðgerða Íran gegn Ísrael. Viðbúnaður Bandaríkjamanna í Mið-Austurlöndum hefur verið aukinn. Á fundinum var forsetinn meðal annars upplýstur um þau skref sem tekin hafa verið til stuðnings við Ísrael ef til árásar kemur en varnarmálaráðherrann Lloyd J. Austin sendi viðbótar herþotur og herskip á vettvang á föstudag. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, heimsótti eina af stjórnstöðum Ísraelshers í gær og fékk nýjustu upplýsingar um loftvarnir landsins. Hann sagði Ísraelsmenn þurfa að vera við öllu viðbúnir. Þá átti hann samtal við Austin um viðbrögð við mögulegri árás. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hefndum eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. Bæði þau og aðrir leiðtogar Hamas telja Ísraela hafa staðið að baki drápinu en stjórnvöld í Ísrael hafa ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld í Bandaríkjunum komist að sömu niðurstöðu og Íran og Hamas. Stuðningsmenn Hezbollah hrópa slagorð og halda á myndum af Fouad Shukr.AP/Hussein Malla Ísraelar eiga einnig yfir höfði sér hefndarárás frá Líbanon, eftir að Fuad Shukr, einn af æðstu leiðtogum Hezbollah, var drepinn í árá Ísraels á dvalarstað hans í Beirút. Sú árás var hefnd fyrir dauða tólf barna sem létust í árás Hezbollah á þorp á Gólan-hæðum. Biden ræddi einnig við Abdullah Jórdaníukonung en Ayman Safadi, utanríkisráðherra Jórdaníu, ferðaðist til Tehran á sunnudag til að ræða við þarlenda kollega sína. Utanríkisráðherrar nokkurra Arabaríkja hyggjast funda í Sádi Arabíu á morgun, um aðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu. Það voru stjórnvöld í Íran sem óskuðu eftir fundinum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandaríska embættismenn vinna að því nótt og dag að draga úr spennu á svæðinu og líkum á stigmögnun átaka. „Stigmögnun er engum til hagsbóta,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. Sergei K. Shoigu, ritari þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi varnarmálaráðherra, fundaði með forseta Íran í Tehran í gær og yfirmanni hersins sem undirbýr viðbragð Íran vegna aðgerða Ísrael. Samkvæmt írönskum miðlum sagði Shoigu Rússa reiðubúna til samstarfs. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Líbanon Jórdanía Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Á fundinum var forsetinn meðal annars upplýstur um þau skref sem tekin hafa verið til stuðnings við Ísrael ef til árásar kemur en varnarmálaráðherrann Lloyd J. Austin sendi viðbótar herþotur og herskip á vettvang á föstudag. Yoav Gallant, varnarmálaráðherra Ísrael, heimsótti eina af stjórnstöðum Ísraelshers í gær og fékk nýjustu upplýsingar um loftvarnir landsins. Hann sagði Ísraelsmenn þurfa að vera við öllu viðbúnir. Þá átti hann samtal við Austin um viðbrögð við mögulegri árás. Stjórnvöld í Íran hafa hótað hefndum eftir að Ismail Haniyeh, pólitískur leiðtogi Hamas, var ráðinn af dögum í Tehran í síðustu viku. Bæði þau og aðrir leiðtogar Hamas telja Ísraela hafa staðið að baki drápinu en stjórnvöld í Ísrael hafa ekki tjáð sig um málið. Samkvæmt New York Times hafa yfirvöld í Bandaríkjunum komist að sömu niðurstöðu og Íran og Hamas. Stuðningsmenn Hezbollah hrópa slagorð og halda á myndum af Fouad Shukr.AP/Hussein Malla Ísraelar eiga einnig yfir höfði sér hefndarárás frá Líbanon, eftir að Fuad Shukr, einn af æðstu leiðtogum Hezbollah, var drepinn í árá Ísraels á dvalarstað hans í Beirút. Sú árás var hefnd fyrir dauða tólf barna sem létust í árás Hezbollah á þorp á Gólan-hæðum. Biden ræddi einnig við Abdullah Jórdaníukonung en Ayman Safadi, utanríkisráðherra Jórdaníu, ferðaðist til Tehran á sunnudag til að ræða við þarlenda kollega sína. Utanríkisráðherrar nokkurra Arabaríkja hyggjast funda í Sádi Arabíu á morgun, um aðgerðir Ísraelsmanna gegn Palestínu. Það voru stjórnvöld í Íran sem óskuðu eftir fundinum. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir bandaríska embættismenn vinna að því nótt og dag að draga úr spennu á svæðinu og líkum á stigmögnun átaka. „Stigmögnun er engum til hagsbóta,“ sagði hann í samtali við blaðamenn. Sergei K. Shoigu, ritari þjóðaröryggisráðs Rússlands og fyrrverandi varnarmálaráðherra, fundaði með forseta Íran í Tehran í gær og yfirmanni hersins sem undirbýr viðbragð Íran vegna aðgerða Ísrael. Samkvæmt írönskum miðlum sagði Shoigu Rússa reiðubúna til samstarfs.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Íran Líbanon Jórdanía Bandaríkin Hernaður Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent