Milli vonar og ótta Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 3. ágúst 2024 09:01 „Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslífi undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. „Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.“ Talsvert hefur verið rætt um stöðuna í efnahagslífi Bretlands af hérlendum Evrópusambandssinnum, og verið dregin upp dökk mynd í þeim efnum og það skrifað alfarið á reikning útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Hafa þá iðulega fylgt talsvert digurbarkalegar yfirlýsingar um það að Bretar hefðu betur haft vit á því að vera áfram í sambandinu. Þar væri staðan sem sagt miklu betri en hjá Bretunum. Til dæmis stökk Evrópuhreyfingin á dögunum á fréttir um skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þar sem fjallað var um lítinn hagvöxt í Bretlandi og sló því upp á Facebook með dramatískri tilvitnun í formann systursamtaka þeirra þar í landi. Hins vegar láðist þeim alveg að kanna hvernig staðan væri innan Evrópusambandsins til samanburðar. Þá einkum og sér í lagi í Þýzkalandi, öflugasta hagkerfi þess. Fast í langvarandi stöðnun „Horft á heildina staðfesta fyrirliggjandi gögn enn og aftur að Þýskaland er eftirbátur annarra þegar kemur að hagvexti á evrusvæðinu,“ segir enn fremur í greiningu ING. Ekki verði auðvelt fyrir landið að komast út úr þeirri langvarandi stöðnun sem það hafi verið í. Vonir hefðu staðið til þess að viðsnúningur væri að eiga sér stað síðasta vetur og að svartsýni undanfarinna ára væri að baki en sú hefði ekki orðið raunin. Hagvöxtur í Þýzkalandi var neikvæður um 0,3% á síðasta ári og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,1% í ár samkvæmt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hliðstæða sögu er að segja af ófáum öðrum evruríkjum. Til að mynda var hagvöxtur í Finnlandi neikvæður um 1% á síðasta ári og er spáð engum vexti á þessu ári. Þá var hagvöxtur í Austurríki neikvæður um 0,8% á síðasta ári og spáð 0,3% vexti í ár. Hvað Holland varðar var hagvöxtur þar á síðasta ári 0,1% og spáð 0,8% vexti í ár. Varðandi Eistland var hagvöxtur þar í landi á síðasta ári neikvæður um 3% og er gert ráð fyrir því að hann verði neikvæður á þessu ári um 0,5%. Þá er spáð 0,9% hagvexti á Ítalíu á þessu ári og 0,7% í Frakklandi. Til samanburðar var hagvöxtur í Bretlandi á síðasta ári 0,1% og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,7% á þessu ári. Horfur í Bretlandi jákvæðar Horfur í brezkum efnahagsmálum að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru annars mjög langt frá því að vera eins neikvæðar og haldið hefur verið fram í röðum Evrópusambandssinna. Í það minnsta ekki verri en í tilfelli helztu ríkja evrusvæðisins. Í reynd eru þær ágætlega jákvæðar eins og fram kemur til að mynda í fréttatilkynningu vegna nýjustu skýrslu sjóðsins um stöðu efnahagsmála í Bretlandi 8. júlí í sumar. „Hagkerfið nálgast mjúka lendingu samhliða meiri hagvaxtaraukningu en gert hafði verið ráð fyrir í kjölfar vægs tæknilegs samdráttar á árinu 2023. Verðbólga hefur farið ört lækkandi og nánast náð verðbólgumarkmiði eftir að hafa verið í tveggja stafa tölu á síðasta ári þar sem miklar hækkanir á orkuverði hafa gengið til baka og áhrif frá aðhaldssamari peningastefnu á eftirspurn hafa skilað sér,“ segir þannig í henni. Hóflegum hagvexti sé spáð í ár og 1,5% á því næsta samhliða hagstæðari efnahagsaðstæðum. Óvissa í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari áfram minnkandi samhliða bættu fyrirkomulagi á landamærunum að Írlandi, endurskoðun á regluverki sem Bretar hafi erft frá Brussel og harðfylgi brezks útflutningsiðnaðar. Útflutningur til sambandsins sé hins vegar enn að aðlagast nýjum aðstæðum. Miður æskilegur stöðugleiki Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en ekki sérlega æskilegan. Tal um vaxtamun á milli Íslands og evrusvæðisins felur þannig ekki í sér samanburð á hérlendum vöxtum við vaxtastig sem er til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti. Meðal þess sem efnahagsleg stöðnun felur í sér er lítill eða enginn hagvöxtur, minni framleiðni og verðmætasköpun, minni fjárfesting og mikið og viðvarandi atvinnuleysi. Einkenni sem verið hafa áberandi víðar á svæðinu en í Þýzkalandi. Málflutningur í röðum Evrópusambandssinna um stöðu efnahagsmála í Bretlandi er afar lýsandi fyrir framgöngu þeirra almennt. Reynt er að draga upp sem allra dekksta mynd af bæði brezku og íslenzku efnahagslífi á sama tíma og gert að því skóna að smjör drjúpi af hverju strái á evrusvæðinu en forðast að nefna óþægilegar tölur í því sambandi enda mjög langur vegur frá því að það samrýmist raunveruleikanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Efnahagsmál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
„Horft fram á veginn mun þýzkt efnahagslíf halda áfram að sveiflast á milli vonar og ótta.“ Þetta er á meðal þess sem fram kemur í greiningu hollenzka alþjóðabankans ING á stöðu mála í hagkerfi Þýzkalands sem birt var 30. júlí síðastliðinn. Þar segir enn fremur að stöðnun hafi ríkt í þýzku efnahagslífi undanfarin ár með litlum eða engum hagvexti. „Hagkerfið er raunar minna í dag en það var fyrir tveimur árum síðan.“ Talsvert hefur verið rætt um stöðuna í efnahagslífi Bretlands af hérlendum Evrópusambandssinnum, og verið dregin upp dökk mynd í þeim efnum og það skrifað alfarið á reikning útgöngu landsins úr Evrópusambandinu. Hafa þá iðulega fylgt talsvert digurbarkalegar yfirlýsingar um það að Bretar hefðu betur haft vit á því að vera áfram í sambandinu. Þar væri staðan sem sagt miklu betri en hjá Bretunum. Til dæmis stökk Evrópuhreyfingin á dögunum á fréttir um skýrslu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum þar sem fjallað var um lítinn hagvöxt í Bretlandi og sló því upp á Facebook með dramatískri tilvitnun í formann systursamtaka þeirra þar í landi. Hins vegar láðist þeim alveg að kanna hvernig staðan væri innan Evrópusambandsins til samanburðar. Þá einkum og sér í lagi í Þýzkalandi, öflugasta hagkerfi þess. Fast í langvarandi stöðnun „Horft á heildina staðfesta fyrirliggjandi gögn enn og aftur að Þýskaland er eftirbátur annarra þegar kemur að hagvexti á evrusvæðinu,“ segir enn fremur í greiningu ING. Ekki verði auðvelt fyrir landið að komast út úr þeirri langvarandi stöðnun sem það hafi verið í. Vonir hefðu staðið til þess að viðsnúningur væri að eiga sér stað síðasta vetur og að svartsýni undanfarinna ára væri að baki en sú hefði ekki orðið raunin. Hagvöxtur í Þýzkalandi var neikvæður um 0,3% á síðasta ári og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,1% í ár samkvæmt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins. Hliðstæða sögu er að segja af ófáum öðrum evruríkjum. Til að mynda var hagvöxtur í Finnlandi neikvæður um 1% á síðasta ári og er spáð engum vexti á þessu ári. Þá var hagvöxtur í Austurríki neikvæður um 0,8% á síðasta ári og spáð 0,3% vexti í ár. Hvað Holland varðar var hagvöxtur þar á síðasta ári 0,1% og spáð 0,8% vexti í ár. Varðandi Eistland var hagvöxtur þar í landi á síðasta ári neikvæður um 3% og er gert ráð fyrir því að hann verði neikvæður á þessu ári um 0,5%. Þá er spáð 0,9% hagvexti á Ítalíu á þessu ári og 0,7% í Frakklandi. Til samanburðar var hagvöxtur í Bretlandi á síðasta ári 0,1% og er gert ráð fyrir því að hann verði 0,7% á þessu ári. Horfur í Bretlandi jákvæðar Horfur í brezkum efnahagsmálum að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru annars mjög langt frá því að vera eins neikvæðar og haldið hefur verið fram í röðum Evrópusambandssinna. Í það minnsta ekki verri en í tilfelli helztu ríkja evrusvæðisins. Í reynd eru þær ágætlega jákvæðar eins og fram kemur til að mynda í fréttatilkynningu vegna nýjustu skýrslu sjóðsins um stöðu efnahagsmála í Bretlandi 8. júlí í sumar. „Hagkerfið nálgast mjúka lendingu samhliða meiri hagvaxtaraukningu en gert hafði verið ráð fyrir í kjölfar vægs tæknilegs samdráttar á árinu 2023. Verðbólga hefur farið ört lækkandi og nánast náð verðbólgumarkmiði eftir að hafa verið í tveggja stafa tölu á síðasta ári þar sem miklar hækkanir á orkuverði hafa gengið til baka og áhrif frá aðhaldssamari peningastefnu á eftirspurn hafa skilað sér,“ segir þannig í henni. Hóflegum hagvexti sé spáð í ár og 1,5% á því næsta samhliða hagstæðari efnahagsaðstæðum. Óvissa í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu fari áfram minnkandi samhliða bættu fyrirkomulagi á landamærunum að Írlandi, endurskoðun á regluverki sem Bretar hafi erft frá Brussel og harðfylgi brezks útflutningsiðnaðar. Útflutningur til sambandsins sé hins vegar enn að aðlagast nýjum aðstæðum. Miður æskilegur stöðugleiki Vaxtaákvarðanir Seðlabanka Evrópusambandsins taka fyrst og fremst mið af stöðu efnahagsmála í Þýzkalandi. Efnahagleg stöðnun þar í landi um langt árabil er helzta ástæða þess að stýrivextir bankans hafa lengi verið lágir. Jafnvel neikvæðir vegna verðhjöðnunar sem er birtingarmynd mun alvarlegra efnahagsástands en verðbólga. Stöðnun felur vissulega í sér ákveðinn stöðugleika en ekki sérlega æskilegan. Tal um vaxtamun á milli Íslands og evrusvæðisins felur þannig ekki í sér samanburð á hérlendum vöxtum við vaxtastig sem er til marks um heilbrigt efnahagsástand. Þvert á móti. Meðal þess sem efnahagsleg stöðnun felur í sér er lítill eða enginn hagvöxtur, minni framleiðni og verðmætasköpun, minni fjárfesting og mikið og viðvarandi atvinnuleysi. Einkenni sem verið hafa áberandi víðar á svæðinu en í Þýzkalandi. Málflutningur í röðum Evrópusambandssinna um stöðu efnahagsmála í Bretlandi er afar lýsandi fyrir framgöngu þeirra almennt. Reynt er að draga upp sem allra dekksta mynd af bæði brezku og íslenzku efnahagslífi á sama tíma og gert að því skóna að smjör drjúpi af hverju strái á evrusvæðinu en forðast að nefna óþægilegar tölur í því sambandi enda mjög langur vegur frá því að það samrýmist raunveruleikanum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun