Hin fullkomna íslenska kona Helga Lára Haarde skrifar 1. ágúst 2024 14:31 Fyrr í vikunni skrifaði samstarfskona mín um upplifun sína af ungum konum á vinnumarkaði sem eru bugaðar af kröfum samfélagsmiðla. Krafan um „ofurkonuna“ er gömul saga og ný og ég tel að konur á öllum aldri þekki það að upplifa kröfur um að standa sig vel á öllum vígstöðvum. Það er einhvern veginn hluti af samfélagsgerðinni og innmúrað í þjóðarsálina að „íslenska konan“ er hraust, kröftug og fellur ekki verk úr hendi. Hún er auðvitað svo dugleg! Birtingarmyndin hefur svo eðlilega breyst gegnum árin. Núna fáum við samanburðinn beint í æð frá samfélagsmiðlum. Þannig verður samanburðurinn við aðra, sem alltaf hefur verið til staðar, svo miklu meira áberandi og aðgengilegri. Við þurfum ekki nema rétt að líta á símann okkar til að sjá konur sem eru að standa sig miklu betur en við. Eru að taka við nýju geggjuðu starfi, eru að hlaupa Laugaveginn, veiða í geggjuðum laxveiðiám, að njóta á Tene með glæsilegri fjölskyldu sem skælbrosir. Auðvitað vitum við öll að samfélagsmiðlar sýna glansmynd. Samt sem áður truflar þessi samanburður marga. Í starfi mínu hitti ég margar konur sem upplifa þessa alltumlykjandi pressu að standa sig vel. Hreinlega að vera fullkomin. Bæði á vinnustaðnum og í einkalífinu. Margar tengja þær við einkenni fullkomunaráráttu. En hvað er átt við þegar talað er um fullkomnunaráráttu? Eins og með mörg hugtök innan sálfræðinnar eru fræðimenn ekki á einu máli um hvernig sé best að skilgreina fullkomnunaráráttu. En almennt séð er fullkomunarárátta talin vera rík þörf á að skara fram úr, að setja miklar kröfur á sig um frammistöðu en svo einnig að byggja eigið virði á því hvernig tekst til að ná þeim kröfum, sem gjarnan eru mjög óraunhæfar. Fullkomunaráráttu er stundum skipt í tvennt og er þá talað um jákvæðari hlið fullkomunaráráttu (adaptive perfectionism) og neikvæðari hlið fullkomunaráráttu (maladaptive perfectionism). Fullkomnunarárátta er ekki talin vera geðröskun eða sjúkdómur heldur meira persónuleikaeinkenni, sem þá fylgir okkur gegnum lífið. Áhrif hennar geta þó verið mis áberandi á ólíkum skeiðum lífsins. Þá geta fyrirbæri eins og samfélagsmiðlar ýtt mjög undir þessa tilhneigingu okkar. Ungar konur á vinnustöðum finna því gjarnan fyrir pressunni að vilja standa sig vel á vinnustaðnum. En pressan er líka í einkalífinu. Standa sig vel í móðurhlutverkinu, líta vel út, vera heilbrigðar, hlæja með vinkonum og drekka Aperol, ferðast og almennt þessi svakalega pressa á „að njóta“. Auðvitað er ekkert að því að vilja standa sig vel og hafa heilbrigðan metnað. En þegar við erum farin að byggja sjálfsmatið okkar á því hvernig okkur tekst að standa undir óraunhæfum kröfum förum við að lenda í vandræðum. Það sem gjarnan fer að gerast er að við förum að einbeita okkur að markmiðum sem við höfum ekki náð, fremur en þeim sem við höfum náð. Svo þegar við náum markmiðum, gerum við lítið úr árangrinum eða setjum fókusinn strax á næsta háleita markmið. Jafnvel förum við að forðast verkefni eða hætta við þau af ótta við að mistakast. Þá er ekki ólíklegt að algengir fylgifiskar fullkomnunaráráttu banki upp á, t.d. kvíði, depurð og kulnun. Það er því mikilvægt að spyrna við fótum. Setja fókusinn á það jákvæða og það sem við höfum áorkað. Hættum að setja okkur óraunhæf markmið og forðumst að tengja sjálfsmyndina við þessi óraunhæfu kröfur. Eyðum minni tíma á samfélagsmiðlum og höldum bara áfram að gera okkur besta í flóknum heimi, hvernig svo sem það lítur út. Höfundur er klíniskur sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Attentus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannauðsmál Vinnustaðurinn Samfélagsmiðlar Jafnréttismál Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Fyrr í vikunni skrifaði samstarfskona mín um upplifun sína af ungum konum á vinnumarkaði sem eru bugaðar af kröfum samfélagsmiðla. Krafan um „ofurkonuna“ er gömul saga og ný og ég tel að konur á öllum aldri þekki það að upplifa kröfur um að standa sig vel á öllum vígstöðvum. Það er einhvern veginn hluti af samfélagsgerðinni og innmúrað í þjóðarsálina að „íslenska konan“ er hraust, kröftug og fellur ekki verk úr hendi. Hún er auðvitað svo dugleg! Birtingarmyndin hefur svo eðlilega breyst gegnum árin. Núna fáum við samanburðinn beint í æð frá samfélagsmiðlum. Þannig verður samanburðurinn við aðra, sem alltaf hefur verið til staðar, svo miklu meira áberandi og aðgengilegri. Við þurfum ekki nema rétt að líta á símann okkar til að sjá konur sem eru að standa sig miklu betur en við. Eru að taka við nýju geggjuðu starfi, eru að hlaupa Laugaveginn, veiða í geggjuðum laxveiðiám, að njóta á Tene með glæsilegri fjölskyldu sem skælbrosir. Auðvitað vitum við öll að samfélagsmiðlar sýna glansmynd. Samt sem áður truflar þessi samanburður marga. Í starfi mínu hitti ég margar konur sem upplifa þessa alltumlykjandi pressu að standa sig vel. Hreinlega að vera fullkomin. Bæði á vinnustaðnum og í einkalífinu. Margar tengja þær við einkenni fullkomunaráráttu. En hvað er átt við þegar talað er um fullkomnunaráráttu? Eins og með mörg hugtök innan sálfræðinnar eru fræðimenn ekki á einu máli um hvernig sé best að skilgreina fullkomnunaráráttu. En almennt séð er fullkomunarárátta talin vera rík þörf á að skara fram úr, að setja miklar kröfur á sig um frammistöðu en svo einnig að byggja eigið virði á því hvernig tekst til að ná þeim kröfum, sem gjarnan eru mjög óraunhæfar. Fullkomunaráráttu er stundum skipt í tvennt og er þá talað um jákvæðari hlið fullkomunaráráttu (adaptive perfectionism) og neikvæðari hlið fullkomunaráráttu (maladaptive perfectionism). Fullkomnunarárátta er ekki talin vera geðröskun eða sjúkdómur heldur meira persónuleikaeinkenni, sem þá fylgir okkur gegnum lífið. Áhrif hennar geta þó verið mis áberandi á ólíkum skeiðum lífsins. Þá geta fyrirbæri eins og samfélagsmiðlar ýtt mjög undir þessa tilhneigingu okkar. Ungar konur á vinnustöðum finna því gjarnan fyrir pressunni að vilja standa sig vel á vinnustaðnum. En pressan er líka í einkalífinu. Standa sig vel í móðurhlutverkinu, líta vel út, vera heilbrigðar, hlæja með vinkonum og drekka Aperol, ferðast og almennt þessi svakalega pressa á „að njóta“. Auðvitað er ekkert að því að vilja standa sig vel og hafa heilbrigðan metnað. En þegar við erum farin að byggja sjálfsmatið okkar á því hvernig okkur tekst að standa undir óraunhæfum kröfum förum við að lenda í vandræðum. Það sem gjarnan fer að gerast er að við förum að einbeita okkur að markmiðum sem við höfum ekki náð, fremur en þeim sem við höfum náð. Svo þegar við náum markmiðum, gerum við lítið úr árangrinum eða setjum fókusinn strax á næsta háleita markmið. Jafnvel förum við að forðast verkefni eða hætta við þau af ótta við að mistakast. Þá er ekki ólíklegt að algengir fylgifiskar fullkomnunaráráttu banki upp á, t.d. kvíði, depurð og kulnun. Það er því mikilvægt að spyrna við fótum. Setja fókusinn á það jákvæða og það sem við höfum áorkað. Hættum að setja okkur óraunhæf markmið og forðumst að tengja sjálfsmyndina við þessi óraunhæfu kröfur. Eyðum minni tíma á samfélagsmiðlum og höldum bara áfram að gera okkur besta í flóknum heimi, hvernig svo sem það lítur út. Höfundur er klíniskur sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Attentus.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun