Getulausar getraunir Daði Laxdal Gautason skrifar 31. júlí 2024 07:00 Undanfarna tvo áratugi eða svo hefur afar hröð stafræn framþróun átt sér stað innan veðmálageirans og mikill vöxtur átt sér stað í tengslum við tilfærslu veðbanka úr „sjoppum“ yfir á netið. Á meðan stafræn þróun veðbanka átti sér stað allt í kringum okkur þá ríkti algjör stöðnun hjá Íslenskum Getraunum sem virtist hafa miklar efasemdir um ágæti internetsins. Með tilkomu veðbanka á netinu afhjúpaðist sú staðreynd að varan sem íslenskar Getraunir er að selja, er ekki samkeppnishæf, hvorki þegar kemur að hagkvæmni (stuðlum), aðgengi, viðmóti, hugbúnaði, stýritækjum og síst af öllu ábyrgri spilun. Við slíkar aðstæður leitar viðskiptavinurinn eðlilega annað og hefur markaðshlutdeild félagsins farið úr því að vera 100% í að vera rétt norðan við 12% (m.v. gögn frá H2 Capital). Það kom mér nokkuð á óvart að lesa það í grein upplýsingafulltrúa Getrauna hér á Vísi í síðustu viku að það væri meðvituð ákvörðun Getrauna að vera ekki með samkeppnishæfa vöru. Það væri gert í þeim tilgangi að styðja við ábyrga spilamennsku. Greinin sjálf er afar áhugaverð af ýmsum ástæðum en í henni endurspeglast í raun viðhorf Getrauna til þess hlutverks sem íþróttahreyfingin hefur ætlað þeim, sem er að reka veðbanka í þeim tilgangi að styðja við íþróttastarf í landinu. Í grein upplýsingafulltrúans er farið ansi frjálslega með staðreyndir og þær ályktanir sem þar eru dregnar kalla á frjótt ímyndunarafl. Í greininn er reynt að sannfæra okkur um að Íslenskar Getraunir séu að vinna öflugt og göfugt starf í Laugardalnum þegar það kemur að ábyrgri spilun. Þá segir í greininni að Getraunir séu í farabroddi þegar kemur að ábyrgri spilun og tiltekur ýmis atriði sem hann telur styðja þá fullyrðingu. Ég ákvað því að stinga niður penna og fara aðeins betur yfir þessi atriði sem týnd eru til í grein upplýsingafulltrúans ásamt fleiri þáttum í starfsemi Getrauna, sem upplýsingafulltrúi getrauna skautaði listilega fram hjá í grein sinni. Markaðssetning Getrauna Mér þykir það ansi sérstakt að getraunir skuli setja markaðsefni og áætlanir sínar sem innlegg inn í umræðuna um ábyrga spilun, sérstaklega í ljósi þess að markaðsefni þeirra, birtingar og skilaboð í gegnum tíðina myndu seint teljast ábyrg. „Íslenskar getraunir beina auglýsingum sínum ekki sérstaklega að ungu fólki í gegnum samfélagsmiðla eða áhrifavalda eins og erlendu ólöglegu veðmálasíðurnar gera.“ segir í greininn og hér er nokkuð ljóst að það er aðeins búið að eiga við sannleikann þar sem sú fullyrðing stenst enga skoðun. Íslenskar Getraunir notast vissulega við áhrifavalda í markaðsefni sínu og helst þá sem njóta fylgni í hópi yngri karlmanna. Það sést ágætlega á þeim herferðum sem Getraunir hafa keyrt undanfarin ár með Hjálmari Erni (Hjamma) og Guðmundi Benediktssyni. Þá verð ég að viðurkenna það að ég hef ekki orðið var við að ábyrg spilun hafi verið fyrirferðarmikil í markaðsefni Getrauna, sem sparar engu til þegar kemur að því að auglýsa og gera það fyrir hundruð milljónir árlega. Markaðsefni Getrauna er sjaldnast merkt með aldurstakmarki eða einstaklingar hvattir til að spila á ábyrgan hátt. Þvert á móti þá eru skilaboðin í markaðsefni getrauna mörg hver afar óábyrg. ÞÚ VERÐUR AÐ VERA MEÐ! Er eitt af slagorðum Getrauna sem er ágætis dæmi um afar óábyrg og ósmekkleg skilaboð þar sem verið er að auglýsa veðbankastarfsemi. Það sama má segja um skilaboðin „þú átt alveg efni á því“ sem kom frá þeim í auglýsingu fyrir einhverjum árum síðan. Dæmin eru fjölmörg og eru efni í sérstaka grein. Í Bretlandi, líkt og í öðrum evrópulöndum sem hafa tekið upp leyfiskerfi er veðbönkum settar afar þröngar skorður um hvað má og hvað má ekki þegar kemur að því að auglýsa slíka starfsemi. Það er gert í þeim tilgangi að styðja við ábyrga spilun notenda ásamt því að vernda viðkvæma hópa og ungmenni. Margar af auglýsingum íslenskrar getrauna undanfarin áratug hefðu aldrei fengist samþykktar í Bretlandi þar sem auglýsingarnar fara þvert gegn fjölmörgum reglum sem gilda um markaðsefni veðbanka, þ.á.m. skyldu veðbanka að koma inn á ábyrga spilun og taka fram aldurtakmörk spilara í öllu auglýsingaefni. Ósýnilegar girðingar Upplýsingafulltrúinn beinir einnig spjótunum að hámarksupphæðum og takmörkuðu úrvali, þar er einnig farið ansi frjálslega með staðreyndir, líkt og annarsstaðar í greininni. Getraunir eru vissulega með hámarksupphæðir ef þú veðjar á netinu hjá þeim en þær girðingar ná ekki utan um sjoppustarfsemi félagsins þar sem ekkert hámark er til staðar eða önnur tól sem flokkast til ábyrgrar spilunar. Einhverjir myndu kalla þetta ósýnilegar girðingar enda eru þær í hærri kantinum en samkvæmt þeim ábyrgu hámarksupphæðum Getrauna þá mátt þú aðeins leggja inn 200.000 kr á dag, 500.000 kr á viku og að hámarki 2.000.000 kr á mánuði. Mögulega finnst einhverjum það ábyrgt af Getraunum að takmarka innlagnir mínar við 2.000.000 á mánuði, en sem betur fer eru bara 12 til 25 leikir í boði á dag. Ákvörðun sem þau segja að dragi úr spilafíkn. Fjöldinn virðist vera dregin upp úr hatti og ég myndi ekki útiloka það að raunverulega ástæðan fyrir takmörkuðu framboði séu rekstrarlegs eðlis í ljósi þessa að félagið skortir bæði getu og vilja til að takast á við aukið umfang. Íslenskar getraunir bjóða ekki upp á leiki í yngri flokkum þar sem börn og unglingar eru að keppa. Slík krafa er eðlileg og er að finna í leyfiskerfum víðsvegar um Evrópu. Orsök eða afleiðing Að lokum dregur greinarhöfundurinn fram þá staðreynd að samkvæmt íslenskri rannsókn þá eru engin marktæk tengsl á milli veðbankastarfsemi getrauna og þeirra sem þróa með sér spilafíkn. Hægt er að draga tvær mismunandi ályktanir af niðurstöðum rannsóknarinnar. Annarsvegar þá sem upplýsingarfulltrúinn dregur fram, að Íslenskar Getraunir, hafi fyrstir allra, þróað veðbanka sem er svo ábyrgur að þeir sem nota hann þróa ekki með sér spilafíkn; sem er frekar óábyrg staðhæfing ef farið er út í það. Eða gæti raunverulega ástæðan fyrir því verið sú staðreynd að veðbanki Getrauna er það ósamkeppnishæfur, að þeir sem spila reglulega, dettur ekki í hug að láta bjóða sér takmarkað úrval af ósanngjörnum og óhagkvæmum veðmálum í ónotendavænu umhverfi og leiti þ.a.l. annað. Í ljósi þess sem ég hef þegar farið yfir í þessari grein og ásamt þeirri staðreynd að markaðshlutdeild Getrauna á veðmálamarkaði hefur lækkað ár frá ári undanfarin áratug þá hallast ég að því síðara. Sanngjörn veðmál Ólíkt íslenskum getraunum þá þurfa veðbankar sem starfa í leyfisskyldu umhverfi víðsvegar um Evrópu að uppfylla ýmis skilyrði sem sett eru fram í þeim tilgangi að tryggja að veðmál fari fram í öruggu umhverfi, á sanngjarnan og gagnsæjan hátt, stuðli að ábyrgri spilamennsku ásamt því að vernda ungmenni og viðkvæma hópa fyrir þeim hættum og skaða sem fylgja veðmálum. Sanngjörn veðmál snúa að því hversu stóran hlut veðbankinn tekur og birtist í þeim líkum eða stuðlum sem veðbankar bjóða uppá. Í ársreikningi getrauna árið 2023 segir að hlutfall vinninga af veltu er aðeins 75% á meðan hlutfall erlendra veðbanka er milli 90 til 95%. Það þýðir að þeir sem spila hjá Getraunum tapa að jafnaði 25% af því sem þeir leggja undir enda eru stuðlar Getraunar þeir óhagstæðustu sem fyrirfinnast í gjörvallri Evrópu. Sem leiðir að því að þau veðmál sem Getraunir bjóða uppá verða seint talin uppfylla það skilyrði að vera sanngjörn. Við tökum dæmi, hlutkesti hefur tvær útkomur sem eru jafn líklegar, 50/50 í líkum sem gerir það að verkum að stuðullinn á landvætti og loðnu er sá sami eða 2.00 áður en veðbankinn reiknar sinn hlut inn í veðmálið. Sanngjarnir veðbankar starfa með 5 til 8% framlegð og gefa þér 1,9 í stuðul á meðan Íslenskar Getraunir taka allt að þrefalt stærri hlut til sín og bjóða þér sama veðmál á stuðlinum 1.7. þetta gerir það að verkum að það er tölfræðilega ómögulegt að hagnast þegar spilað er hjá Getraunum til lengri tíma. Blekkingar Getrauna Að lokum má koma inn á þær blekkingar sem Getraunir og Getspá hafa viðhaft í allri orðræðu og markaðssetningu á fjárhættuspilum hér á landi í áratugi. Í stað þess að kalla hlutina réttum nöfnum hafa félögin markvisst notast við saklausari orð sem ekki hafa beina tengingu við fjárhættuspil. Íslenskar Getraunir nota aldrei orðið veðbanki, heldur getraunafyrirtæki. Þau starfa ekki á veðmálamarkaði heldur happadrættismarkaði. Getraunir tala aldrei um að veðja heldur notast þau við orðskrípið að tippa og við munum öll eftir auglýsingum Getrauna, „notaðu tippið“. Á sama tíma er alltaf skipt um orðanotkun þegar Getraunir ræða erlend fyrirtæki. Að kalla hlutina réttum nöfnum er ábyrgðarhluti. Þetta hljómar kannski allt saman sem algjört aukaatriði en ef ég myndi setja þetta í nátengt samhengi. Ef við ímyndum okkur að áfengisframleiðandi, sem er undir litlu sem engu eftirliti, bruggar sterkt áfengi en kallar vöruna aldrei áfengi heldur markaðsetur hana fyrir hundruði milljóna árlega sem léttan pilsner. Það gerir hann með óábyrgum skilaboðum um að þú „verðir að fá þér“, tekur ekki fram nein aldurstakmörk og heldur því svo fram að engin marktæk tengsl séu á milli síns áfengis og alkóhólisma, öfugt við innflutt áfengi sem þó er framleitt undir ströngu eftirliti og starfar eftir þröngum skilyðrum. Þá er varan aðgengileg í öllum sjoppum landsins og á netinu. Hinsvegar er einn galli. Áfengið sem hann bruggar er alveg sérstaklega vont á bragðið, mjög óhagkvæmt í innkaupum og framleiðslu og þar að auki í óaðlaðandi umbúðum. Þeir sem neyta áfengis, eða „að sulla“ eins og það hafði verið markaðsett, sniðganga þar af leiðandi vöruna. Þetta hefur haft þær afleiðingar að innflutta áfengið hefur tekið 90% markaðshlutdeild á „pilsnermarkaðinum“. Væru næstu skref að tryggja einokun þess framleiðenda eða væri skynsamlegra að endurskoða fyrirkomulagið og taka upp leyfiskerfi með ströngum skilyrðum fyrir því að flytja inn áfengi og skattleggja starfsemina? Hægt væri að nýta skatttekjurnar til að styðja við íþróttastarfið í landinu og vinna að markvissum forvörnum. Samkvæmt lögum á íþróttahreyfingin að njóta góðs af veðmálastarfssemi hér á landi en því miður þá þarf hreyfingin að gjalda fyrir getuleysi getrauna og verður árlega af háum fjárhæðum. Í ársreikningi Getrauna árið 2023 segir um rekstur ársins og framtíðahorfur að mikilvægt sé að ráðherra beiti sér fyrir umbótum á íslenskum happadrættismarkaði til að vernda neytendur og starfsemi íslenskra hagaðila sem eiga að vera verndaðir með lögum. Það verður aðeins gert með upptöku leyfiskerfis, því eins og dæmin sína eru getraunir ófærir um að reka slíka starfsemi á ábyrgan hátt. Hættum að stinga hausnum í sandinn, tölum um hlutina eins og þeir eru og setjum veðbönkum lög og reglur til að starfa eftir. Höfundur er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Sisu Group. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjárhættuspil Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Undanfarna tvo áratugi eða svo hefur afar hröð stafræn framþróun átt sér stað innan veðmálageirans og mikill vöxtur átt sér stað í tengslum við tilfærslu veðbanka úr „sjoppum“ yfir á netið. Á meðan stafræn þróun veðbanka átti sér stað allt í kringum okkur þá ríkti algjör stöðnun hjá Íslenskum Getraunum sem virtist hafa miklar efasemdir um ágæti internetsins. Með tilkomu veðbanka á netinu afhjúpaðist sú staðreynd að varan sem íslenskar Getraunir er að selja, er ekki samkeppnishæf, hvorki þegar kemur að hagkvæmni (stuðlum), aðgengi, viðmóti, hugbúnaði, stýritækjum og síst af öllu ábyrgri spilun. Við slíkar aðstæður leitar viðskiptavinurinn eðlilega annað og hefur markaðshlutdeild félagsins farið úr því að vera 100% í að vera rétt norðan við 12% (m.v. gögn frá H2 Capital). Það kom mér nokkuð á óvart að lesa það í grein upplýsingafulltrúa Getrauna hér á Vísi í síðustu viku að það væri meðvituð ákvörðun Getrauna að vera ekki með samkeppnishæfa vöru. Það væri gert í þeim tilgangi að styðja við ábyrga spilamennsku. Greinin sjálf er afar áhugaverð af ýmsum ástæðum en í henni endurspeglast í raun viðhorf Getrauna til þess hlutverks sem íþróttahreyfingin hefur ætlað þeim, sem er að reka veðbanka í þeim tilgangi að styðja við íþróttastarf í landinu. Í grein upplýsingafulltrúans er farið ansi frjálslega með staðreyndir og þær ályktanir sem þar eru dregnar kalla á frjótt ímyndunarafl. Í greininn er reynt að sannfæra okkur um að Íslenskar Getraunir séu að vinna öflugt og göfugt starf í Laugardalnum þegar það kemur að ábyrgri spilun. Þá segir í greininni að Getraunir séu í farabroddi þegar kemur að ábyrgri spilun og tiltekur ýmis atriði sem hann telur styðja þá fullyrðingu. Ég ákvað því að stinga niður penna og fara aðeins betur yfir þessi atriði sem týnd eru til í grein upplýsingafulltrúans ásamt fleiri þáttum í starfsemi Getrauna, sem upplýsingafulltrúi getrauna skautaði listilega fram hjá í grein sinni. Markaðssetning Getrauna Mér þykir það ansi sérstakt að getraunir skuli setja markaðsefni og áætlanir sínar sem innlegg inn í umræðuna um ábyrga spilun, sérstaklega í ljósi þess að markaðsefni þeirra, birtingar og skilaboð í gegnum tíðina myndu seint teljast ábyrg. „Íslenskar getraunir beina auglýsingum sínum ekki sérstaklega að ungu fólki í gegnum samfélagsmiðla eða áhrifavalda eins og erlendu ólöglegu veðmálasíðurnar gera.“ segir í greininn og hér er nokkuð ljóst að það er aðeins búið að eiga við sannleikann þar sem sú fullyrðing stenst enga skoðun. Íslenskar Getraunir notast vissulega við áhrifavalda í markaðsefni sínu og helst þá sem njóta fylgni í hópi yngri karlmanna. Það sést ágætlega á þeim herferðum sem Getraunir hafa keyrt undanfarin ár með Hjálmari Erni (Hjamma) og Guðmundi Benediktssyni. Þá verð ég að viðurkenna það að ég hef ekki orðið var við að ábyrg spilun hafi verið fyrirferðarmikil í markaðsefni Getrauna, sem sparar engu til þegar kemur að því að auglýsa og gera það fyrir hundruð milljónir árlega. Markaðsefni Getrauna er sjaldnast merkt með aldurstakmarki eða einstaklingar hvattir til að spila á ábyrgan hátt. Þvert á móti þá eru skilaboðin í markaðsefni getrauna mörg hver afar óábyrg. ÞÚ VERÐUR AÐ VERA MEÐ! Er eitt af slagorðum Getrauna sem er ágætis dæmi um afar óábyrg og ósmekkleg skilaboð þar sem verið er að auglýsa veðbankastarfsemi. Það sama má segja um skilaboðin „þú átt alveg efni á því“ sem kom frá þeim í auglýsingu fyrir einhverjum árum síðan. Dæmin eru fjölmörg og eru efni í sérstaka grein. Í Bretlandi, líkt og í öðrum evrópulöndum sem hafa tekið upp leyfiskerfi er veðbönkum settar afar þröngar skorður um hvað má og hvað má ekki þegar kemur að því að auglýsa slíka starfsemi. Það er gert í þeim tilgangi að styðja við ábyrga spilun notenda ásamt því að vernda viðkvæma hópa og ungmenni. Margar af auglýsingum íslenskrar getrauna undanfarin áratug hefðu aldrei fengist samþykktar í Bretlandi þar sem auglýsingarnar fara þvert gegn fjölmörgum reglum sem gilda um markaðsefni veðbanka, þ.á.m. skyldu veðbanka að koma inn á ábyrga spilun og taka fram aldurtakmörk spilara í öllu auglýsingaefni. Ósýnilegar girðingar Upplýsingafulltrúinn beinir einnig spjótunum að hámarksupphæðum og takmörkuðu úrvali, þar er einnig farið ansi frjálslega með staðreyndir, líkt og annarsstaðar í greininni. Getraunir eru vissulega með hámarksupphæðir ef þú veðjar á netinu hjá þeim en þær girðingar ná ekki utan um sjoppustarfsemi félagsins þar sem ekkert hámark er til staðar eða önnur tól sem flokkast til ábyrgrar spilunar. Einhverjir myndu kalla þetta ósýnilegar girðingar enda eru þær í hærri kantinum en samkvæmt þeim ábyrgu hámarksupphæðum Getrauna þá mátt þú aðeins leggja inn 200.000 kr á dag, 500.000 kr á viku og að hámarki 2.000.000 kr á mánuði. Mögulega finnst einhverjum það ábyrgt af Getraunum að takmarka innlagnir mínar við 2.000.000 á mánuði, en sem betur fer eru bara 12 til 25 leikir í boði á dag. Ákvörðun sem þau segja að dragi úr spilafíkn. Fjöldinn virðist vera dregin upp úr hatti og ég myndi ekki útiloka það að raunverulega ástæðan fyrir takmörkuðu framboði séu rekstrarlegs eðlis í ljósi þessa að félagið skortir bæði getu og vilja til að takast á við aukið umfang. Íslenskar getraunir bjóða ekki upp á leiki í yngri flokkum þar sem börn og unglingar eru að keppa. Slík krafa er eðlileg og er að finna í leyfiskerfum víðsvegar um Evrópu. Orsök eða afleiðing Að lokum dregur greinarhöfundurinn fram þá staðreynd að samkvæmt íslenskri rannsókn þá eru engin marktæk tengsl á milli veðbankastarfsemi getrauna og þeirra sem þróa með sér spilafíkn. Hægt er að draga tvær mismunandi ályktanir af niðurstöðum rannsóknarinnar. Annarsvegar þá sem upplýsingarfulltrúinn dregur fram, að Íslenskar Getraunir, hafi fyrstir allra, þróað veðbanka sem er svo ábyrgur að þeir sem nota hann þróa ekki með sér spilafíkn; sem er frekar óábyrg staðhæfing ef farið er út í það. Eða gæti raunverulega ástæðan fyrir því verið sú staðreynd að veðbanki Getrauna er það ósamkeppnishæfur, að þeir sem spila reglulega, dettur ekki í hug að láta bjóða sér takmarkað úrval af ósanngjörnum og óhagkvæmum veðmálum í ónotendavænu umhverfi og leiti þ.a.l. annað. Í ljósi þess sem ég hef þegar farið yfir í þessari grein og ásamt þeirri staðreynd að markaðshlutdeild Getrauna á veðmálamarkaði hefur lækkað ár frá ári undanfarin áratug þá hallast ég að því síðara. Sanngjörn veðmál Ólíkt íslenskum getraunum þá þurfa veðbankar sem starfa í leyfisskyldu umhverfi víðsvegar um Evrópu að uppfylla ýmis skilyrði sem sett eru fram í þeim tilgangi að tryggja að veðmál fari fram í öruggu umhverfi, á sanngjarnan og gagnsæjan hátt, stuðli að ábyrgri spilamennsku ásamt því að vernda ungmenni og viðkvæma hópa fyrir þeim hættum og skaða sem fylgja veðmálum. Sanngjörn veðmál snúa að því hversu stóran hlut veðbankinn tekur og birtist í þeim líkum eða stuðlum sem veðbankar bjóða uppá. Í ársreikningi getrauna árið 2023 segir að hlutfall vinninga af veltu er aðeins 75% á meðan hlutfall erlendra veðbanka er milli 90 til 95%. Það þýðir að þeir sem spila hjá Getraunum tapa að jafnaði 25% af því sem þeir leggja undir enda eru stuðlar Getraunar þeir óhagstæðustu sem fyrirfinnast í gjörvallri Evrópu. Sem leiðir að því að þau veðmál sem Getraunir bjóða uppá verða seint talin uppfylla það skilyrði að vera sanngjörn. Við tökum dæmi, hlutkesti hefur tvær útkomur sem eru jafn líklegar, 50/50 í líkum sem gerir það að verkum að stuðullinn á landvætti og loðnu er sá sami eða 2.00 áður en veðbankinn reiknar sinn hlut inn í veðmálið. Sanngjarnir veðbankar starfa með 5 til 8% framlegð og gefa þér 1,9 í stuðul á meðan Íslenskar Getraunir taka allt að þrefalt stærri hlut til sín og bjóða þér sama veðmál á stuðlinum 1.7. þetta gerir það að verkum að það er tölfræðilega ómögulegt að hagnast þegar spilað er hjá Getraunum til lengri tíma. Blekkingar Getrauna Að lokum má koma inn á þær blekkingar sem Getraunir og Getspá hafa viðhaft í allri orðræðu og markaðssetningu á fjárhættuspilum hér á landi í áratugi. Í stað þess að kalla hlutina réttum nöfnum hafa félögin markvisst notast við saklausari orð sem ekki hafa beina tengingu við fjárhættuspil. Íslenskar Getraunir nota aldrei orðið veðbanki, heldur getraunafyrirtæki. Þau starfa ekki á veðmálamarkaði heldur happadrættismarkaði. Getraunir tala aldrei um að veðja heldur notast þau við orðskrípið að tippa og við munum öll eftir auglýsingum Getrauna, „notaðu tippið“. Á sama tíma er alltaf skipt um orðanotkun þegar Getraunir ræða erlend fyrirtæki. Að kalla hlutina réttum nöfnum er ábyrgðarhluti. Þetta hljómar kannski allt saman sem algjört aukaatriði en ef ég myndi setja þetta í nátengt samhengi. Ef við ímyndum okkur að áfengisframleiðandi, sem er undir litlu sem engu eftirliti, bruggar sterkt áfengi en kallar vöruna aldrei áfengi heldur markaðsetur hana fyrir hundruði milljóna árlega sem léttan pilsner. Það gerir hann með óábyrgum skilaboðum um að þú „verðir að fá þér“, tekur ekki fram nein aldurstakmörk og heldur því svo fram að engin marktæk tengsl séu á milli síns áfengis og alkóhólisma, öfugt við innflutt áfengi sem þó er framleitt undir ströngu eftirliti og starfar eftir þröngum skilyðrum. Þá er varan aðgengileg í öllum sjoppum landsins og á netinu. Hinsvegar er einn galli. Áfengið sem hann bruggar er alveg sérstaklega vont á bragðið, mjög óhagkvæmt í innkaupum og framleiðslu og þar að auki í óaðlaðandi umbúðum. Þeir sem neyta áfengis, eða „að sulla“ eins og það hafði verið markaðsett, sniðganga þar af leiðandi vöruna. Þetta hefur haft þær afleiðingar að innflutta áfengið hefur tekið 90% markaðshlutdeild á „pilsnermarkaðinum“. Væru næstu skref að tryggja einokun þess framleiðenda eða væri skynsamlegra að endurskoða fyrirkomulagið og taka upp leyfiskerfi með ströngum skilyrðum fyrir því að flytja inn áfengi og skattleggja starfsemina? Hægt væri að nýta skatttekjurnar til að styðja við íþróttastarfið í landinu og vinna að markvissum forvörnum. Samkvæmt lögum á íþróttahreyfingin að njóta góðs af veðmálastarfssemi hér á landi en því miður þá þarf hreyfingin að gjalda fyrir getuleysi getrauna og verður árlega af háum fjárhæðum. Í ársreikningi Getrauna árið 2023 segir um rekstur ársins og framtíðahorfur að mikilvægt sé að ráðherra beiti sér fyrir umbótum á íslenskum happadrættismarkaði til að vernda neytendur og starfsemi íslenskra hagaðila sem eiga að vera verndaðir með lögum. Það verður aðeins gert með upptöku leyfiskerfis, því eins og dæmin sína eru getraunir ófærir um að reka slíka starfsemi á ábyrgan hátt. Hættum að stinga hausnum í sandinn, tölum um hlutina eins og þeir eru og setjum veðbönkum lög og reglur til að starfa eftir. Höfundur er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Sisu Group.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun