Meira en nóg að gera á Herjólfi í sumar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júlí 2024 20:05 Herjólfur að koma inn I Landeyjahöfn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Starfsfólk Herjólfs hefur ekki þurft að kvarta undan verkefnaleysi í sumar því það er nóg að gera alla daga við að flytja fólk á milli lands og eyja, ekki síst ferðamenn. Skipið fer átta ferðir á dag og er meira og minna alltaf fullt af fólki og bílum. Herjólfur er hér að koma inn í Landeyjahöfn en skipið er meira og minna á siglingu alla daga ársins enda mikil aðsókn í það. Siglt er á rafmagni. Það fer vel um skipstjórann og hans fólk í brúnni en á hverri vakt eru 14 starfsmenn í áhöfn, sem sinna hinum ýmsu störfum. 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar. „Það gengur bara mjög vel hjá okkur, það er allt tipp topp hérna,” segir Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi. Og er alltaf vinsælt að fara með skipinu? „Já mjög, það er það, þetta er góður og ódýr ferðamáti. Þetta er mjög gott sjóskip finnst okkur því það er til dæmis mjög auðvelt að lesta það miðað við til dæmis gamla skipið og bara gott skip,” bætir Jóhann við. Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi, brosandi og hress en hann segir alltaf meira en nóg að gera. Farnar eru 8 ferðir í dag en yfir þjóðhátíð verða þær 10.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að halda svona rúmum 12 mílum, 12 til 13 mílum. Það er svona ákjósanlegur hraði til að eyða ekki of miklu rafmagni,” segir Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi aðspurður um hraðann, sem skipið siglir á En hvernig er að sigla á milli lands og eyja alla daga margar ferðir á dag, er engin leiði í mannskapnum ? „Þú verður aldrei leiður á þessu útsýni, það er kannski aðeins leiðinlegra að sigla upp á land en alltaf yndislegt og skemmtilegt að sigla til eyja,” segir Snorri skælbrosandi og bætir við. „Hér eru alltaf allir kátir, við erum með mjög góðan móral á milli allra starfsmanna”. Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi, segir móralinn í áhöfn skipsins alltaf mjög góðan og hressandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skipstjórinn, sem er Eyjamaður í húð og hár segir dásamlegt að búa í Vestmannaeyjum. „Já, já, það er ekki þessi skarkali eins og í Reykjavík, alltaf fastur á rauðu ljósi og fljótur að fara yfir, það finnst mér nú aðalkosturinn við að vera í Vestmannaeyjum,” segir Jóhann. 14 starfsmenn eru í áhöfn á Herjólfi en 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira
Herjólfur er hér að koma inn í Landeyjahöfn en skipið er meira og minna á siglingu alla daga ársins enda mikil aðsókn í það. Siglt er á rafmagni. Það fer vel um skipstjórann og hans fólk í brúnni en á hverri vakt eru 14 starfsmenn í áhöfn, sem sinna hinum ýmsu störfum. 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar. „Það gengur bara mjög vel hjá okkur, það er allt tipp topp hérna,” segir Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi. Og er alltaf vinsælt að fara með skipinu? „Já mjög, það er það, þetta er góður og ódýr ferðamáti. Þetta er mjög gott sjóskip finnst okkur því það er til dæmis mjög auðvelt að lesta það miðað við til dæmis gamla skipið og bara gott skip,” bætir Jóhann við. Jóhann Benónýsson, skipstjóri á Herjólfi, brosandi og hress en hann segir alltaf meira en nóg að gera. Farnar eru 8 ferðir í dag en yfir þjóðhátíð verða þær 10.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Við erum að reyna að halda svona rúmum 12 mílum, 12 til 13 mílum. Það er svona ákjósanlegur hraði til að eyða ekki of miklu rafmagni,” segir Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi aðspurður um hraðann, sem skipið siglir á En hvernig er að sigla á milli lands og eyja alla daga margar ferðir á dag, er engin leiði í mannskapnum ? „Þú verður aldrei leiður á þessu útsýni, það er kannski aðeins leiðinlegra að sigla upp á land en alltaf yndislegt og skemmtilegt að sigla til eyja,” segir Snorri skælbrosandi og bætir við. „Hér eru alltaf allir kátir, við erum með mjög góðan móral á milli allra starfsmanna”. Snorri Þór Guðmundsson, yfirstýrimaður á Herjólfi, segir móralinn í áhöfn skipsins alltaf mjög góðan og hressandi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og skipstjórinn, sem er Eyjamaður í húð og hár segir dásamlegt að búa í Vestmannaeyjum. „Já, já, það er ekki þessi skarkali eins og í Reykjavík, alltaf fastur á rauðu ljósi og fljótur að fara yfir, það finnst mér nú aðalkosturinn við að vera í Vestmannaeyjum,” segir Jóhann. 14 starfsmenn eru í áhöfn á Herjólfi en 540 farþegar geta verið mest í skipinu og um 70 bílar ef það eru engir vagnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Vestmannaeyjar Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Landeyjahöfn Samgöngur Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Sjá meira