Færeyingar vissulega til fyrirmyndar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 27. júlí 2024 10:01 Fyrir síðustu helgi kaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein á Vísir.is að taka Færeyjar sem dæmi um Evrópuland þar sem finna mætti meiri lífsgæði en hér á landi. Tilgangurinn var sem fyrr að reyna að tína til rök fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hins vegar er það val áhugavert í ljósi þess að Færeyjar standa bæði utan sambandsins og Evrópska efnahagssvæðsins. Um leið er það skiljanlegt þar sem lífsgæði hér á landi mælast allajafna meiri en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins. Færeyingar eru vissulega með gjaldmiðil sem er ígildi dönsku krónunnar sem aftur er tengd gengi evrunnar innan ákveðinna vikmarka. Danir hafa hins vegar í tvígang hafnað evrunni sem slíkri í þjóðaratkvæðagreiðslu, 1992 og 2000, og Svíar höfnuðu henni sömuleiðis í þjóðaratkvæði 2003. Eina norræna ríkið sem tekið hefur upp evruna er Finnland en þó án þess að leggja þá ákvörðun í þjóðaratkvæði. Þá er til dæmis talið líklegt að evrunni hefði að sama skapi verið hafnað í Þýzkalandi hefði almenningur verið inntur álits. Tenging dönsku krónunnar við gengi evrunnar er einfaldlega ákvörðun Dana sem hægt er að nema úr gildi hvenær sem er en áður en evran kom til sögunnar var danska krónan tengd gengi þýzka marksins sem varð síðar hluti af evrunni. Ástæða þess er aftur fyrst og fremst sú að danska hagsveiflan er mjög í takti við þá þýzku og vaxtaákvarðanir seðlabanka Evrópusambandsins taka einkum mið af stöðu mála í efnahagslífi Þýzkalands. Hins vegar hefur þýzka hagsveiflan engan veginn verið í takt við hagsveifluna hér á landi. Höfum aldrei notið fulls tollfrelsis Færeyingar ákváðu að fylgja ekki Dönum inn í forvera Evrópusambandsins, Efnahagsbandalag Evrópu, árið 1973. Færeyjar höfðu fengið heimastjórn í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar og gátu í krafti hennar tekið sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Færeyingar vilja enn í dag ekki ganga í sambandið frekar en við Íslendingar og af hliðstæðum ástæðum. Þeir hefðu litla möguleika á því að hafa áhrif á ákvarðanir innan Evrópusambandsins vegna fámennis og stjórn sjávarútvegsmála þeirra myndi færast til sambandsins. Færeyingar eru þess í stað með fríverzlunarsamning við Evrópusambandið hliðstæðan þeim sem Ísland samdi um við forvera þess árið 1972. Fyrir vikið þurfa þeir til dæmis ekki að taka upp vaxandi íþyngjandi regluverk frá sambandinu. Færeysk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um mögulega uppfærslu á samningnum og hafa ekki sízt lagt áherzlu á fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir líkt og sambandið hefur áður samið um í víðtækum fríverzlunarsamningum við til að mynda Kanada, Japan og Bretland. Hvað okkur Íslendinga varðar höfum við aldrei notið fulls tollfrelsins fyrir sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Fríverzlunarsamningur okkar við sambandið frá 1972 er enn fremur að mörgu leyti hagstæðari en EES-samningurinn í þeim efnum auk þess að kveða til dæmis á um fullt tollfrelsi með iðnaðarvörur. Fyrir vikið kemur fram í bókun 9 við EES-samninginn að ef aðrir tvíhliða samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins fela í sér hagstæðari kjör í viðskiptum með sjávarafurðir skuli taka mið af þeim. Fæli ekki í sér vaxandi framsal valds Meðan við Íslendingar erum aðilar að EES-samningnum lítur Evrópusambandið svo á að við stefnum á inngöngu í sambandið enda hafa ráðamenn í Brussel alltaf litið á samninginn sem undirbúning fyrir það. Þannig var hann hannaður og þannig hefur hann virkað frá upphafi. Þá er sjávarútvegur ekki hluti af EES-samningnum þar sem vilji var eðli málsins samkvæmt ekki fyrir því hér á landi að gangast undir vald og löggjöf Evrópusambandsins í þeim efnum. Værum við reiðubúin til þess er líklegt að fullt tollfrelsi yrði í boði. Hins vegar væri þetta ekki vandamál ef við skiptum EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Slíkur samningur fæli enda ekki í sér vaxandi framsal valds til viðsemjandans og einhliða upptöku á löggjöf hans eins og EES-samningurinn. Fyrir vikið væri ekkert því til fyrirstöðu að víðtækur fríverzlunarsamningur næði til sjávarafurða með sama hætti og annars varnings. Við gætum einfaldlega óskað eftir viðræðum við Evrópusambandið um það að uppfæra samninginn frá 1972 í víðtækan fríverzlunarsamning þar sem tekin væru inn í myndina þjónustuviðskipti og annað það sem máli skiptir í milliríkjaviðskiptum í dag. Þetta hafa til dæmis bæði sambandið og EFTA verið að gera á liðnum árum við eldri fríverzlunarsamninga sína. Til þess þyrfti notabene ekki að segja EES-samningnum upp fyrst. Með öðrum orðum er það auðvitað rétt hjá Þorgerði að Færeyingar eru að ýmsu leyti til fyrirmyndar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Fyrir síðustu helgi kaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í grein á Vísir.is að taka Færeyjar sem dæmi um Evrópuland þar sem finna mætti meiri lífsgæði en hér á landi. Tilgangurinn var sem fyrr að reyna að tína til rök fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Hins vegar er það val áhugavert í ljósi þess að Færeyjar standa bæði utan sambandsins og Evrópska efnahagssvæðsins. Um leið er það skiljanlegt þar sem lífsgæði hér á landi mælast allajafna meiri en í flestum ef ekki öllum ríkjum Evrópusambandsins. Færeyingar eru vissulega með gjaldmiðil sem er ígildi dönsku krónunnar sem aftur er tengd gengi evrunnar innan ákveðinna vikmarka. Danir hafa hins vegar í tvígang hafnað evrunni sem slíkri í þjóðaratkvæðagreiðslu, 1992 og 2000, og Svíar höfnuðu henni sömuleiðis í þjóðaratkvæði 2003. Eina norræna ríkið sem tekið hefur upp evruna er Finnland en þó án þess að leggja þá ákvörðun í þjóðaratkvæði. Þá er til dæmis talið líklegt að evrunni hefði að sama skapi verið hafnað í Þýzkalandi hefði almenningur verið inntur álits. Tenging dönsku krónunnar við gengi evrunnar er einfaldlega ákvörðun Dana sem hægt er að nema úr gildi hvenær sem er en áður en evran kom til sögunnar var danska krónan tengd gengi þýzka marksins sem varð síðar hluti af evrunni. Ástæða þess er aftur fyrst og fremst sú að danska hagsveiflan er mjög í takti við þá þýzku og vaxtaákvarðanir seðlabanka Evrópusambandsins taka einkum mið af stöðu mála í efnahagslífi Þýzkalands. Hins vegar hefur þýzka hagsveiflan engan veginn verið í takt við hagsveifluna hér á landi. Höfum aldrei notið fulls tollfrelsis Færeyingar ákváðu að fylgja ekki Dönum inn í forvera Evrópusambandsins, Efnahagsbandalag Evrópu, árið 1973. Færeyjar höfðu fengið heimastjórn í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar og gátu í krafti hennar tekið sjálfstæða ákvörðun í þeim efnum. Færeyingar vilja enn í dag ekki ganga í sambandið frekar en við Íslendingar og af hliðstæðum ástæðum. Þeir hefðu litla möguleika á því að hafa áhrif á ákvarðanir innan Evrópusambandsins vegna fámennis og stjórn sjávarútvegsmála þeirra myndi færast til sambandsins. Færeyingar eru þess í stað með fríverzlunarsamning við Evrópusambandið hliðstæðan þeim sem Ísland samdi um við forvera þess árið 1972. Fyrir vikið þurfa þeir til dæmis ekki að taka upp vaxandi íþyngjandi regluverk frá sambandinu. Færeysk stjórnvöld eiga nú í viðræðum við Evrópusambandið um mögulega uppfærslu á samningnum og hafa ekki sízt lagt áherzlu á fullt tollfrelsi fyrir sjávarafurðir líkt og sambandið hefur áður samið um í víðtækum fríverzlunarsamningum við til að mynda Kanada, Japan og Bretland. Hvað okkur Íslendinga varðar höfum við aldrei notið fulls tollfrelsins fyrir sjávarafurðir í gegnum EES-samninginn. Fríverzlunarsamningur okkar við sambandið frá 1972 er enn fremur að mörgu leyti hagstæðari en EES-samningurinn í þeim efnum auk þess að kveða til dæmis á um fullt tollfrelsi með iðnaðarvörur. Fyrir vikið kemur fram í bókun 9 við EES-samninginn að ef aðrir tvíhliða samningar á milli Íslands og Evrópusambandsins fela í sér hagstæðari kjör í viðskiptum með sjávarafurðir skuli taka mið af þeim. Fæli ekki í sér vaxandi framsal valds Meðan við Íslendingar erum aðilar að EES-samningnum lítur Evrópusambandið svo á að við stefnum á inngöngu í sambandið enda hafa ráðamenn í Brussel alltaf litið á samninginn sem undirbúning fyrir það. Þannig var hann hannaður og þannig hefur hann virkað frá upphafi. Þá er sjávarútvegur ekki hluti af EES-samningnum þar sem vilji var eðli málsins samkvæmt ekki fyrir því hér á landi að gangast undir vald og löggjöf Evrópusambandsins í þeim efnum. Værum við reiðubúin til þess er líklegt að fullt tollfrelsi yrði í boði. Hins vegar væri þetta ekki vandamál ef við skiptum EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning líkt og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og þar á meðal stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Slíkur samningur fæli enda ekki í sér vaxandi framsal valds til viðsemjandans og einhliða upptöku á löggjöf hans eins og EES-samningurinn. Fyrir vikið væri ekkert því til fyrirstöðu að víðtækur fríverzlunarsamningur næði til sjávarafurða með sama hætti og annars varnings. Við gætum einfaldlega óskað eftir viðræðum við Evrópusambandið um það að uppfæra samninginn frá 1972 í víðtækan fríverzlunarsamning þar sem tekin væru inn í myndina þjónustuviðskipti og annað það sem máli skiptir í milliríkjaviðskiptum í dag. Þetta hafa til dæmis bæði sambandið og EFTA verið að gera á liðnum árum við eldri fríverzlunarsamninga sína. Til þess þyrfti notabene ekki að segja EES-samningnum upp fyrst. Með öðrum orðum er það auðvitað rétt hjá Þorgerði að Færeyingar eru að ýmsu leyti til fyrirmyndar. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun