Umboðsmaður barna krefst svara um nýtt námsmat Jón Ísak Ragnarsson skrifar 26. júlí 2024 13:27 Ásmundur Einar Daðason er barna- og menntamálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður barna hefur sent mennta- og barnamálaráðherra bréf þar sem óskað er eftir upplýsingum um innleiðingu nýs samræmds námsmats. Einnig er óskað eftir því að ráðuneytið leggi fram skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grunnskólum, sem ráðuneytið hefur ekki skilað af sér síðan 2019. Lögum samkvæmt á að leggja slíka skýrslu fram á þriggja ára fresti. Áform um breytingu á lögum um grunnskóla voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 5. júlí síðastliðin, en þar eru lagðar til breytingar sem kveða á um heimildir ráðherra til að afla gagna um stöðu nemenda og skólakerfisins í stað samræmdra könnunarprófa. Til stendur að innleiða matsferil sem nýtt námsmatsfyrirkomulag. Ber ekki saman um ártöl „Í áformum um lagasetninguna kemur fram að matstæki í stærðfræði og lesskilningi verði tilbúið til notkunar í byrjun árs 2025. Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum hefur forstjóri, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sagt að hluti matsferilsins verði hins vegar ekki tilbúinn fyrr enn 2026-2027,“ segir í bréfi umboðsmanns. Í ljósi framangreinds óskar umboðsmaður eftir upplýsingum hvort skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati sé til staðar, og óskar í framhaldinu eftir því að fá aðgang að þeirri áætlun. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um það hvenær áætlað sé að nýtt samræmt námsmat verði innleitt að fullu. Lögbundnar skýrslur frá ráðuneytinu í vanskilum Sagt er að samkvæmt 4. gr laga um grunnskóla beri mennta- og barnamálaráðherra á þriggja ára fresti að leggja fram á alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grúnnskólum landsins. Ráðuneytið hafi hins vegar ekki lagt fram þessa skýrslu síðan á 149. löggjafarþingi 2018-2019, og sú skýrsla hafi tekið til skólaáranna 2010 til 2016. Umboðsmaður óskaði því eftir upplýsingum um það hvenær ráðherra myndi næst leggja fram þessa skýrslu til Alþingis, en ljóst væri að ráðuneytið hefði ekki sinnt sinni lögbundnu skýrslu að leggja hana fram á þriggja ára fresti. Umboðsmaður óskaði einnig eftir þessari skýrslu árið 2022, þar sem ljóst væri að sóttvarnarráðstafanir hefðu haft víðtæk áhrif á skólastarf. Sú skýrsla hafi ekki enn borist. Í bréfinu segir að samkvæmt 5. gr. laga um umboðsmann barna, sé stjórnvöldum skylt að veita embættinu allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlega til að hann geti sinnt hlutverki sínu. Sjá bréfið í heild sinni. Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Áform um breytingu á lögum um grunnskóla voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 5. júlí síðastliðin, en þar eru lagðar til breytingar sem kveða á um heimildir ráðherra til að afla gagna um stöðu nemenda og skólakerfisins í stað samræmdra könnunarprófa. Til stendur að innleiða matsferil sem nýtt námsmatsfyrirkomulag. Ber ekki saman um ártöl „Í áformum um lagasetninguna kemur fram að matstæki í stærðfræði og lesskilningi verði tilbúið til notkunar í byrjun árs 2025. Samkvæmt umfjöllun í fjölmiðlum hefur forstjóri, Miðstöðvar menntunar og skólaþjónustu sagt að hluti matsferilsins verði hins vegar ekki tilbúinn fyrr enn 2026-2027,“ segir í bréfi umboðsmanns. Í ljósi framangreinds óskar umboðsmaður eftir upplýsingum hvort skýr og heildstæð áætlun um innleiðingu á nýju samræmdu námsmati sé til staðar, og óskar í framhaldinu eftir því að fá aðgang að þeirri áætlun. Þá er einnig óskað eftir upplýsingum um það hvenær áætlað sé að nýtt samræmt námsmat verði innleitt að fullu. Lögbundnar skýrslur frá ráðuneytinu í vanskilum Sagt er að samkvæmt 4. gr laga um grunnskóla beri mennta- og barnamálaráðherra á þriggja ára fresti að leggja fram á alþingi skýrslu um framkvæmd skólastarfs í grúnnskólum landsins. Ráðuneytið hafi hins vegar ekki lagt fram þessa skýrslu síðan á 149. löggjafarþingi 2018-2019, og sú skýrsla hafi tekið til skólaáranna 2010 til 2016. Umboðsmaður óskaði því eftir upplýsingum um það hvenær ráðherra myndi næst leggja fram þessa skýrslu til Alþingis, en ljóst væri að ráðuneytið hefði ekki sinnt sinni lögbundnu skýrslu að leggja hana fram á þriggja ára fresti. Umboðsmaður óskaði einnig eftir þessari skýrslu árið 2022, þar sem ljóst væri að sóttvarnarráðstafanir hefðu haft víðtæk áhrif á skólastarf. Sú skýrsla hafi ekki enn borist. Í bréfinu segir að samkvæmt 5. gr. laga um umboðsmann barna, sé stjórnvöldum skylt að veita embættinu allar þær upplýsingar sem að hans mati eru nauðsynlega til að hann geti sinnt hlutverki sínu. Sjá bréfið í heild sinni.
Skóla- og menntamál Grunnskólar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Réttindi barna Börn og uppeldi Tengdar fréttir Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Formaðurinn neiti að horfast í augu við einkunnaverðbólgu Viðskiptaráð Íslands hefur svarað gagnrýni menntamálaráðherra og formanns Kennarasambands Íslands. Ráðið segir formann KÍ ekki viðurkenna raunverulegan vanda einkunnaverðbólgu og einkunnasamræmis og segir ráðherrann skauta umræðu um menntun. 24. júlí 2024 14:44
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent