Höfðu algerlega rétt fyrir sér Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 25. júlí 2024 10:48 „Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, á fundi í Norræna húsinu sem fram fór 24. september 2009, tæpum tveimur mánuðum eftir að samþykkt var naumlega á Alþingi að sækja um inngöngu í sambandið. Helzt væri það ef efnahagsástandið yrði enn verra en það varð í kjölfar bankahrunsins. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ Mjög umdeilt var enda á meðal Evrópusambandssinna hvort rétt væri að sækja um inngöngu í Evrópusambandið sumarið 2009 með klofna ríkisstjórn gagnvart málinu þar sem Samfylkingin studdi inngöngu en Vinstrihreyfingin – grænt framboð var henni andvíg. Var meðal annars varað við því í röðum þeirra að ólíklegt væri að umsókn við slíkar aðstæður skilaði tilætluðum árangri og væri miklu fremur til þess fallin að valda málstað þeirra sem vildu inngöngu í sambandið skaða. Þeir reyndust hafa algerlega rétt fyrir sér. Hins vegar urðu þeir ofan á sem töldu að þrátt fyrir að aðstæður væru alls ekki eins og bezt væri á kosið yrði að láta reyna á málið. Margir í þeim röðum voru enn fremur orðnir afar óþreyjufullir sem hefur vafalítið haft veruleg áhrif í þeim efnum. Þrátt fyrir að stuðningur við það að gengið yrði í Evrópusambandið hafi aukizt fyrst í kjölfar bankahrunsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana liðu einungis fáeinir mánuðir unz fleiri voru orðnir andvígir en hlynntir inngöngu og þannig hélst það næstu þrettán árin. Drifkrafturinn alltaf verið krísur Markmiðið var ljóslega að hagnýta sér bankahrunið og þá örvæntingu og erfiðleika sem það hafði í för með sér fyrir marga landsmenn til þess að reyna að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Ófá dæmi eru enda um það að ríki hafi gengið þar inn í kjölfar áfalls. Við þær aðstæður skapast gjarnan ákveðin eftirspurn eftir einhverju sem virðist vera örugg höfn. Til dæmis gengu Finnar og Svíar í sambandið í kjölfar norrænu bankakrísunnar á tíunda áratugnum og Bretar vegna efnahagserfiðleika þar í landi á þeim áttunda. Helzti drifkraftur samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur enda alltaf verið krísur og hófst með síðari heimsstrjöldinni og fullyrðingum um að markmiðið væri að koma í veg fyrir stríð. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, sagði í endurminningum sínum að krísur yrðu drifkraftur hennar enda væru stjórnmálamenn líklegri til þess að taka ákvarðanir við slíkar aðstæður sem þeir hefðu að öðrum kosti ekki verið reiðubúnir að taka. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur annars frá upphafi verið að til yrði eitt ríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Forsendan samstíga ríkisstjórn Hliðstætt er fyrir hendi í dag og eftir bankahrunið þar sem talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa reynt í pólitískum tilgangi að nýta sér erfiðleika margra vegna hárra vaxta og verðbólgu. Sem raunar er á niðurleið sem flestir telja jákvætt en líklega ekki allir. Hins vegar hafa þessar aðstæður, auk stríðs í Evrópu, ljóslega ekki skilað sér eins og þeir hafa vonast eftir. Fyrir vikið hafa þeir kallað eftir því að núverandi ríkisstjórn, þar sem ekki aðeins einn heldur allir stjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu, taki skref í þá átt. Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Annars verða jú engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta sýndi umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna ágætlega sem þurfti þó ekki til. Þá hefur sambandið sjálft áréttað mikilvægi þess en fulltrúar þess lýstu ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að sú stjórn væri ekki samstíga gagnvart málinu í tíð umsóknar hennar. Væri í reynd mikill stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið ætti það ekki sízt að sýna sig í stórauknum stuðningi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið og var enn fremur beinlínis stofnaður í kringum það. Þess í stað kemst flokkurinn varla yfir 10% fylgi á meðan Samfylkingin hefur margfaldað fylgi sitt meðal annars eftir að hafa lagt áherzlu á málið til hliðar þó stefnan sé raunar óbreytt. Flest bendir þannig til þess að raunverulegur áhugi á inngöngu í sambandið sé í bezta falli takmarkaður. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
„Ég spái því að Ísland gangi ekki í ESB í fyrirsjáanlegri framtíð,“ sagði Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, á fundi í Norræna húsinu sem fram fór 24. september 2009, tæpum tveimur mánuðum eftir að samþykkt var naumlega á Alþingi að sækja um inngöngu í sambandið. Helzt væri það ef efnahagsástandið yrði enn verra en það varð í kjölfar bankahrunsins. „Þá gætu Íslendingar í augnabliks geðveiki átt það til að segja já en á venjulegum degi munu þeir segja nei.“ Mjög umdeilt var enda á meðal Evrópusambandssinna hvort rétt væri að sækja um inngöngu í Evrópusambandið sumarið 2009 með klofna ríkisstjórn gagnvart málinu þar sem Samfylkingin studdi inngöngu en Vinstrihreyfingin – grænt framboð var henni andvíg. Var meðal annars varað við því í röðum þeirra að ólíklegt væri að umsókn við slíkar aðstæður skilaði tilætluðum árangri og væri miklu fremur til þess fallin að valda málstað þeirra sem vildu inngöngu í sambandið skaða. Þeir reyndust hafa algerlega rétt fyrir sér. Hins vegar urðu þeir ofan á sem töldu að þrátt fyrir að aðstæður væru alls ekki eins og bezt væri á kosið yrði að láta reyna á málið. Margir í þeim röðum voru enn fremur orðnir afar óþreyjufullir sem hefur vafalítið haft veruleg áhrif í þeim efnum. Þrátt fyrir að stuðningur við það að gengið yrði í Evrópusambandið hafi aukizt fyrst í kjölfar bankahrunsins samkvæmt niðurstöðum skoðanakannana liðu einungis fáeinir mánuðir unz fleiri voru orðnir andvígir en hlynntir inngöngu og þannig hélst það næstu þrettán árin. Drifkrafturinn alltaf verið krísur Markmiðið var ljóslega að hagnýta sér bankahrunið og þá örvæntingu og erfiðleika sem það hafði í för með sér fyrir marga landsmenn til þess að reyna að koma Íslandi inn í Evrópusambandið. Ófá dæmi eru enda um það að ríki hafi gengið þar inn í kjölfar áfalls. Við þær aðstæður skapast gjarnan ákveðin eftirspurn eftir einhverju sem virðist vera örugg höfn. Til dæmis gengu Finnar og Svíar í sambandið í kjölfar norrænu bankakrísunnar á tíunda áratugnum og Bretar vegna efnahagserfiðleika þar í landi á þeim áttunda. Helzti drifkraftur samrunans innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur enda alltaf verið krísur og hófst með síðari heimsstrjöldinni og fullyrðingum um að markmiðið væri að koma í veg fyrir stríð. Franski diplómatinn Jean Monnet, sem hefur öðrum fremur verið nefndur faðir samrunaþróunarinnar, sagði í endurminningum sínum að krísur yrðu drifkraftur hennar enda væru stjórnmálamenn líklegri til þess að taka ákvarðanir við slíkar aðstæður sem þeir hefðu að öðrum kosti ekki verið reiðubúnir að taka. Markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandsins og forvera þess hefur annars frá upphafi verið að til yrði eitt ríki. Til að mynda kom fram í Schuman-ávarpinu 1950, sem markaði upphaf samrunaþróunarinnar, að fyrsta skrefið væri að koma kola- og stálframleiðslu Evrópuríkja undir eina stjórn en lokaskrefið evrópskt sambandsríki. Síðan þá hafa jafnt og þétt verið tekin fleiri skref í þá átt. Nú síðast var meðal annars lögð áherzla á áframhaldandi þróun í þá átt í stjórnsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands. Forsendan samstíga ríkisstjórn Hliðstætt er fyrir hendi í dag og eftir bankahrunið þar sem talsmenn inngöngu í Evrópusambandið hafa reynt í pólitískum tilgangi að nýta sér erfiðleika margra vegna hárra vaxta og verðbólgu. Sem raunar er á niðurleið sem flestir telja jákvætt en líklega ekki allir. Hins vegar hafa þessar aðstæður, auk stríðs í Evrópu, ljóslega ekki skilað sér eins og þeir hafa vonast eftir. Fyrir vikið hafa þeir kallað eftir því að núverandi ríkisstjórn, þar sem ekki aðeins einn heldur allir stjórnarflokkarnir eru andvígir inngöngu, taki skref í þá átt. Forsenda þess að tekin verði skref í átt að inngöngu í Evrópusambandið er eðli málsins samkvæmt þingmeirihluti fyrir málinu, kjörinn af íslenzkum kjósendum, og ríkisstjórn samstíga um það. Annars verða jú engar ákvarðanir teknar í þá veru. Þetta sýndi umsókn ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri-grænna ágætlega sem þurfti þó ekki til. Þá hefur sambandið sjálft áréttað mikilvægi þess en fulltrúar þess lýstu ítrekað yfir áhyggjum sínum af því að sú stjórn væri ekki samstíga gagnvart málinu í tíð umsóknar hennar. Væri í reynd mikill stuðningur við inngöngu í Evrópusambandið ætti það ekki sízt að sýna sig í stórauknum stuðningi við Viðreisn, eina flokkinn sem leggur áherzlu á málið og var enn fremur beinlínis stofnaður í kringum það. Þess í stað kemst flokkurinn varla yfir 10% fylgi á meðan Samfylkingin hefur margfaldað fylgi sitt meðal annars eftir að hafa lagt áherzlu á málið til hliðar þó stefnan sé raunar óbreytt. Flest bendir þannig til þess að raunverulegur áhugi á inngöngu í sambandið sé í bezta falli takmarkaður. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar