Ákærður Barton segir Bretland verðandi bananalýðveldi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. júlí 2024 07:00 Verið án starfs síðan í október á síðasta ári. Matthew Ashton/Getty Images Fyrrverandi knattspyrnumaðurinn Joey Barton heldur áfram að fara hamförum á samfélagsmiðlum. Nú eftir að hann var ákærður vegna ummæla um fjölmiðla- og fyrrverandi landsliðskonunnar Eni Aluko. Hinn 41 árs gamli Barton lagði skóna á hilluna 2017 en hefur ekki komið að knattspyrnu síðan á síðasta ári þegar honum var sagt upp störfum hjá Bristol Rovers. Þar hafði hann verið frá 2021 en frá 2018 til 2021 var hann þjálfari Fleetwood Town. Síðan Barton var sagt upp hjá Bristol Rovers hann hefur verið duglegur að láta gamminn geysa á samfélagsmiðlum og þá aðallega er kemur að kvenfólki sem fjallar um karlkyns íþróttir. Barton tókst að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum þegar hann sagði þær Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þá tjáði Barton sig um fjölskyldu Alukos. Hann hélt því meðal annars fram að faðir hennar, fyrrverandi þingmaður í Nígeríu, hefði auðgast á vafasaman hátt og hún hefði notað góðs af því. Aluko hefur óttast um öryggi sitt og sagðist hafa flúið land vegna netníðs frá Barton og fleirum. Á endanum leitaði hún til lögfræðings og var Barton ákærður vegna ummæla sinna. Það þarf kannski ekki að taka fram að Barton tók ekki vel í ákæruna og hefur að sjálfsögðu tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar segir hann Bretland vera í þann mund að verða bananalýðveldi og svo spyr hann hvort lögreglan hafi nú ekki mikilvægari hluti að gera heldur en að elta mál sem þessi. I’m up next month @OliLondonTV for ‘malicious communications’ charge at Warrington Mag for Eni Aluko tweets.Crazy times we’re living in. Haven’t the Police got enough on their hands? British system is becoming a Banana Republic.Lawfare used against its own citizens for… https://t.co/AFBJAsgBcZ— Father Joseph Barton 🦁 (@Joey7Barton) July 21, 2024 „Ekki alveg Norður-Kórea en það styttist,“ sagði hann jafnframt í færslunni sem sjá má hér að ofan. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira
Hinn 41 árs gamli Barton lagði skóna á hilluna 2017 en hefur ekki komið að knattspyrnu síðan á síðasta ári þegar honum var sagt upp störfum hjá Bristol Rovers. Þar hafði hann verið frá 2021 en frá 2018 til 2021 var hann þjálfari Fleetwood Town. Síðan Barton var sagt upp hjá Bristol Rovers hann hefur verið duglegur að láta gamminn geysa á samfélagsmiðlum og þá aðallega er kemur að kvenfólki sem fjallar um karlkyns íþróttir. Barton tókst að toppa sjálfan sig í ósmekklegheitum þegar hann sagði þær Aluko og Lucy Ward vera „Fred og Rose West fótboltalýsinga“ en hjónin Fred og Rose West voru breskir raðmorðingjar sem frömdu í það minnsta tólf morð á 20 ára tímabili. Þá tjáði Barton sig um fjölskyldu Alukos. Hann hélt því meðal annars fram að faðir hennar, fyrrverandi þingmaður í Nígeríu, hefði auðgast á vafasaman hátt og hún hefði notað góðs af því. Aluko hefur óttast um öryggi sitt og sagðist hafa flúið land vegna netníðs frá Barton og fleirum. Á endanum leitaði hún til lögfræðings og var Barton ákærður vegna ummæla sinna. Það þarf kannski ekki að taka fram að Barton tók ekki vel í ákæruna og hefur að sjálfsögðu tjáð sig um málið á samfélagsmiðlum. Þar segir hann Bretland vera í þann mund að verða bananalýðveldi og svo spyr hann hvort lögreglan hafi nú ekki mikilvægari hluti að gera heldur en að elta mál sem þessi. I’m up next month @OliLondonTV for ‘malicious communications’ charge at Warrington Mag for Eni Aluko tweets.Crazy times we’re living in. Haven’t the Police got enough on their hands? British system is becoming a Banana Republic.Lawfare used against its own citizens for… https://t.co/AFBJAsgBcZ— Father Joseph Barton 🦁 (@Joey7Barton) July 21, 2024 „Ekki alveg Norður-Kórea en það styttist,“ sagði hann jafnframt í færslunni sem sjá má hér að ofan.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Körfubolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Handbolti Zlatan Ibrahimovic kominn með heiðursbelti í tækvondó Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Markið hjá Messi kom eftir 18 sendinga sókn Barca - myndband Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti „Þetta var bara skita“ Handbolti Fleiri fréttir Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Sjá meira