Munaði engu að ökumaður straujaði niður nítján hjólreiðamenn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júlí 2024 16:37 Skjáskot úr myndbandinu þar sem ökumaður bílsins tekur glæfralega fram úr hjólreiðamönnum. Litlu mátti muna að illa færi þegar ökumaður jeppa, með kerru í afturdragi, tók fram úr nítján hjólreiðamönnum á leið til Þingvalla. Ökumaðurinn verður kærður fyrir aksturinn, sem náðist á myndband. Hjólreiðafélagið Tindur fer reglulega í hjólreiðatúra frá Reykjavík til Þingvalla. Í það skipti sem umrætt atvik átti sér stað var annar hjólreiðahópur Tinds, sem telur nítján hjólreiðamenn, á leið til Þingvalla á Mosfellsheiði. Um tvo kílómetra vestan við Skálafellsafleggjara. Birgir Birgisson formaður Reiðhjólabænda var með í för, en þó ekki í þeim hópi sem lenti í atvikinu. Hann ræddi atvikið í samtali við Vísi, sem sjá má í spilaranum hér að neðan. „Það vildi svo til að þjóðvegur eitt á Kjalarnesi var lokaður. Umferð sem fer venjulega þar um var því beint upp á Mosfellsheiði og síðan um Hvalfjörð. Það var því óvenjumikil umferð um heiðina og þá eru ansi margir óþolinmóðir bílstjórar og meðal annars þessi sem sést á myndbandinu. Hann liggur á flautunni á meðan hann tekur fram úr hópnum, og er allt of nálægt,“ segir Birgir. „Hann flautar ekki til þess að gefa merki um að hann ætli fram úr, heldur liggur hann á flautunni allan tímann. Og fer mun nær en hinir bílarnir á undan.“ Birgir Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Birgir vísar til þeirrar lagagreinar umferðarlaga sem mælir fyrir um ákveðið lágmarksbil þegar bíl er ekið fram úr hjólandi umferð. „Og bara til að taka af allan vafa, hjólreiðafólki er leyfilegt að hjóla samhliða, samkvæmt 2. málsgrein 42. greinar umferðarlaga, jafnvel þó það sé mjög útbreiddur misskilningur að það sé ekki leyfilegt. Að hjóla samhliða styttir mikið þá vegalengd sem ökumenn þurfa til framúraksturs og liðkar þannig fyrir flæði umferðar.“ Tilgangslaus lagagrein „Þessi sker sig alveg augljóslega úr, en þetta er langt frá því að vera eitthvað einstakt tilvik. Þarna næst þetta á myndband og það er auðvelt að sjá bílnúmer. Ef þetta dugar ekki sem sönnunargagn, þá veit ég ekki hvað sönnunargagnið á að vera.“ Birgir kveðst hafa kært um tuttugu sambærileg atvik, sem öll hafa verið felld niður af lögreglunni. „Það er mismunandi hvort það tekur tvær vikur eða tvö ár. Frægasta tilvikið er frá ágústmánuði 2022, þar sem einn bílstjóri tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á sömu mínútunni. Og tók það upp með mælaborðsmyndavél. Hann setur það sjálfur á samfélagsmiðla klukkutíma síðar. Það var kært en fellt niður innan tveggja vikna. Þetta er alltaf svona, þessi lagagrein er tilgangslaus ef enginn ætlar að fylgja henni.“ „Það sést á þessu myndskeiði að það mátti ekki miklu skeika að þessi bílstjóri straujaði niður nítján manns.“ Umferð Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Hjólreiðafélagið Tindur fer reglulega í hjólreiðatúra frá Reykjavík til Þingvalla. Í það skipti sem umrætt atvik átti sér stað var annar hjólreiðahópur Tinds, sem telur nítján hjólreiðamenn, á leið til Þingvalla á Mosfellsheiði. Um tvo kílómetra vestan við Skálafellsafleggjara. Birgir Birgisson formaður Reiðhjólabænda var með í för, en þó ekki í þeim hópi sem lenti í atvikinu. Hann ræddi atvikið í samtali við Vísi, sem sjá má í spilaranum hér að neðan. „Það vildi svo til að þjóðvegur eitt á Kjalarnesi var lokaður. Umferð sem fer venjulega þar um var því beint upp á Mosfellsheiði og síðan um Hvalfjörð. Það var því óvenjumikil umferð um heiðina og þá eru ansi margir óþolinmóðir bílstjórar og meðal annars þessi sem sést á myndbandinu. Hann liggur á flautunni á meðan hann tekur fram úr hópnum, og er allt of nálægt,“ segir Birgir. „Hann flautar ekki til þess að gefa merki um að hann ætli fram úr, heldur liggur hann á flautunni allan tímann. Og fer mun nær en hinir bílarnir á undan.“ Birgir Birgisson er formaður Reiðhjólabænda. Birgir vísar til þeirrar lagagreinar umferðarlaga sem mælir fyrir um ákveðið lágmarksbil þegar bíl er ekið fram úr hjólandi umferð. „Og bara til að taka af allan vafa, hjólreiðafólki er leyfilegt að hjóla samhliða, samkvæmt 2. málsgrein 42. greinar umferðarlaga, jafnvel þó það sé mjög útbreiddur misskilningur að það sé ekki leyfilegt. Að hjóla samhliða styttir mikið þá vegalengd sem ökumenn þurfa til framúraksturs og liðkar þannig fyrir flæði umferðar.“ Tilgangslaus lagagrein „Þessi sker sig alveg augljóslega úr, en þetta er langt frá því að vera eitthvað einstakt tilvik. Þarna næst þetta á myndband og það er auðvelt að sjá bílnúmer. Ef þetta dugar ekki sem sönnunargagn, þá veit ég ekki hvað sönnunargagnið á að vera.“ Birgir kveðst hafa kært um tuttugu sambærileg atvik, sem öll hafa verið felld niður af lögreglunni. „Það er mismunandi hvort það tekur tvær vikur eða tvö ár. Frægasta tilvikið er frá ágústmánuði 2022, þar sem einn bílstjóri tók fram úr þrettán hjólreiðamönnum á sömu mínútunni. Og tók það upp með mælaborðsmyndavél. Hann setur það sjálfur á samfélagsmiðla klukkutíma síðar. Það var kært en fellt niður innan tveggja vikna. Þetta er alltaf svona, þessi lagagrein er tilgangslaus ef enginn ætlar að fylgja henni.“ „Það sést á þessu myndskeiði að það mátti ekki miklu skeika að þessi bílstjóri straujaði niður nítján manns.“
Umferð Umferðarátak 2024 Umferðaröryggi Samgöngur Hjólreiðar Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira