Reglurnar eru óumsemjanlegar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 14. júlí 2024 11:10 Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið hefur framkvæmdastjórn sambandsins gefið út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar er meðal annars útskýrt með ágætlega skilmerkilegum hætti hvers eðlis þær viðræður eru sem fram fara á milli Evrópusambandsins og umsóknarríkja í ferlinu. Óhætt er að segja að sú lýsing rími ekki beinlínis vel við fullyrðingar sumra um að hægt sé nánast að semja um hvað sem er við sambandið. „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur í bæklingnum að hvað varði umsóknarríki að Evrópusambandinu snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það að komast að samkomulagi við sambandið um það með hvaða hætti og hvenær reglur þess séu teknar upp og innleiddar sem og verklagsreglur í því sambandi. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins og að ríkið nái sömuleiðis tilskyldum árangri í innleiðingu þeirra. Hvernig og hvenær en ekki hvort Viðræðurnar snúast þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk Evrópusambandsins en ekki hvort það geri það. Hægt er þannig að semja um tímabundna aðlögun að eintökum reglum og hið sama á við um svonefndar sérlausnir sem heita raunar gjarnan sérstakar aðlaganir (e. specific adaptations) í gögnum sambandsins, fela aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna innan ramma þeirra og breyta því ekki að ríkið fer undir vald sambandsins í þeim efnum. Texti bæklingsins er í góðu samræmi við önnur gögn frá Evrópusambandinu í þessum efnum sem og reynslu annarra ríkja af umsóknarferlinu að sambandinu. Til dæmis Noregs þegar landið sótti síðast um inngöngu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Þannig var Norðmönnum einungis boðin tímabundin aðlögun í sjávarútvegsmálum í tæp fimm ár áður en norskur sjávarútvegur færi undir stjórn sambandsins en þeir höfðu farið fram á það að fara að mestu leyti áfram með stjórn sjávarútvegsmála sinna. Varla þarf að koma á óvart að Norðmenn hafi afþakkað inngöngu í Evrópusambandið. Þar spilaði þó mun fleira inn í en einungis sjávarútvegsmálin. Fyrst og fremst vald Norðmanna yfir sínum eigin málum. Þess má einnig geta að niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár hafa sýnt meirihluta landsmanna andvígan því að gengið verði í sambandið. Þá hafa kannanir einnig sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Vart meðmæli með inngöngu í ESB Fram kom til að mynda í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í sambandið á sínum tíma að Ísland yrði að taka upp allt regluverk þess og innleiða það í tæka tíð. Við upptöku regluverks Evrópusambandsins gæti verið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðlagana að því sem yrðu þó að rúmast innan ramma regluverksins eins og áður er komið inn á og enn fremur að vera í samræmi við það með hvaða hætti reglurnar hefðu áður verið innleiddar af ríkjum sambandsins. Hvað tímabundna aðlögun að regluverki Evrópusambandsins varðar kom fram að Ísland gæti farið fram á slíkt að því gefnu að um væri að ræða ráðstafanir sem væru „takmarkaðar að tíma og umfangi“ og að þeim fylgdi áætlun með skýrt skilgreindum skrefum að upptöku á viðkomandi regluverki. Tekið var fram að slík aðlögunartímabil væru þó einungis í boði í undantekningartilfellum. Þá sagði að í öllum tilfellum mætti slík tímabundin aðlögun hvorki fela í sér breytingar á regluverki sambandsins né stefnumörkun þess. Fram kom að sama skapi ítrekað í málflutningi forystumanna Evrópusambandsins í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar að allt sem samið væri um þyrfti að rúmast innan regluverks þess. Enn fremur, líkt og raunar margoft áratugina á undan, að engar varanlegar undanþágur væru í boði frá regluverkinu. Telji talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hins vegar að ekkert sé að marka gögn sambandsins og orð forystumanna þess geta það ofan á annað vart talizt meðmæli með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Til þess að útskýra fyrir almenningi ferlið sem sem fer í gang þegar ríki sækja um inngöngu í Evrópusambandið hefur framkvæmdastjórn sambandsins gefið út sérstakan bækling sem ber heitið „Understanding enlargement“. Þar er meðal annars útskýrt með ágætlega skilmerkilegum hætti hvers eðlis þær viðræður eru sem fram fara á milli Evrópusambandsins og umsóknarríkja í ferlinu. Óhætt er að segja að sú lýsing rími ekki beinlínis vel við fullyrðingar sumra um að hægt sé nánast að semja um hvað sem er við sambandið. „Viðfangsefni samningaviðræðna um inngöngu [í Evrópusambandið] er geta umsóknarríkis til þess að standa undir þeim skuldbindingum sem fylgja veru í sambandinu. Hugtakið „samningaviðræður“ getur verið villandi. Viðræðurnar snúast um skilyrði og tímasetningar upptöku, innleiðingar og framkvæmdar umsóknarríkis á reglum Evrópusambandsins – um 100.000 blaðsíður af þeim. Og þessar reglur (einnig þekktar undir heitinu acquis, franska fyrir „það sem hefur verið samþykkt“) eru ekki umsemjanlegar.“ Fram kemur enn fremur í bæklingnum að hvað varði umsóknarríki að Evrópusambandinu snúizt viðræðurnar fyrst og fremst um það að komast að samkomulagi við sambandið um það með hvaða hætti og hvenær reglur þess séu teknar upp og innleiddar sem og verklagsreglur í því sambandi. Fyrir Evrópusambandið sé hins vegar mikilvægt að tryggt sé að umsóknarríkið standi við umsamdar tímasetningar þegar komi að innleiðingu á reglum sambandsins og að ríkið nái sömuleiðis tilskyldum árangri í innleiðingu þeirra. Hvernig og hvenær en ekki hvort Viðræðurnar snúast þannig einungis um það hvernig og hvenær umsóknarríkið undirgengst regluverk Evrópusambandsins en ekki hvort það geri það. Hægt er þannig að semja um tímabundna aðlögun að eintökum reglum og hið sama á við um svonefndar sérlausnir sem heita raunar gjarnan sérstakar aðlaganir (e. specific adaptations) í gögnum sambandsins, fela aðeins í sér tæknilega útfærslu á upptöku tiltekinna reglna innan ramma þeirra og breyta því ekki að ríkið fer undir vald sambandsins í þeim efnum. Texti bæklingsins er í góðu samræmi við önnur gögn frá Evrópusambandinu í þessum efnum sem og reynslu annarra ríkja af umsóknarferlinu að sambandinu. Til dæmis Noregs þegar landið sótti síðast um inngöngu í Evrópusambandið á tíunda áratug síðustu aldar. Þannig var Norðmönnum einungis boðin tímabundin aðlögun í sjávarútvegsmálum í tæp fimm ár áður en norskur sjávarútvegur færi undir stjórn sambandsins en þeir höfðu farið fram á það að fara að mestu leyti áfram með stjórn sjávarútvegsmála sinna. Varla þarf að koma á óvart að Norðmenn hafi afþakkað inngöngu í Evrópusambandið. Þar spilaði þó mun fleira inn í en einungis sjávarútvegsmálin. Fyrst og fremst vald Norðmanna yfir sínum eigin málum. Þess má einnig geta að niðurstöður allra skoðanakannana sem birtar hafa verið í Noregi undanfarin 19 ár hafa sýnt meirihluta landsmanna andvígan því að gengið verði í sambandið. Þá hafa kannanir einnig sýnt fleiri Norðmenn hlynnta því en andvíga að skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning. Vart meðmæli með inngöngu í ESB Fram kom til að mynda í viðræðuramma Evrópusambandsins vegna umsóknar þáverandi vinstristjórnar um inngöngu í sambandið á sínum tíma að Ísland yrði að taka upp allt regluverk þess og innleiða það í tæka tíð. Við upptöku regluverks Evrópusambandsins gæti verið nauðsynlegt að grípa til sérstakra aðlagana að því sem yrðu þó að rúmast innan ramma regluverksins eins og áður er komið inn á og enn fremur að vera í samræmi við það með hvaða hætti reglurnar hefðu áður verið innleiddar af ríkjum sambandsins. Hvað tímabundna aðlögun að regluverki Evrópusambandsins varðar kom fram að Ísland gæti farið fram á slíkt að því gefnu að um væri að ræða ráðstafanir sem væru „takmarkaðar að tíma og umfangi“ og að þeim fylgdi áætlun með skýrt skilgreindum skrefum að upptöku á viðkomandi regluverki. Tekið var fram að slík aðlögunartímabil væru þó einungis í boði í undantekningartilfellum. Þá sagði að í öllum tilfellum mætti slík tímabundin aðlögun hvorki fela í sér breytingar á regluverki sambandsins né stefnumörkun þess. Fram kom að sama skapi ítrekað í málflutningi forystumanna Evrópusambandsins í tengslum við umsókn vinstristjórnarinnar að allt sem samið væri um þyrfti að rúmast innan regluverks þess. Enn fremur, líkt og raunar margoft áratugina á undan, að engar varanlegar undanþágur væru í boði frá regluverkinu. Telji talsmenn inngöngu Íslands í Evrópusambandið hins vegar að ekkert sé að marka gögn sambandsins og orð forystumanna þess geta það ofan á annað vart talizt meðmæli með inngöngu í sambandið. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar