Gullverðlaun í mengun Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 11. júlí 2024 21:31 Það stendur til að dæla niður 3 milljónum tonna af menguðu CO2 við Straumsvík nokkur hundruð metrum frá sprungusvæði í íbúabyggð. Þetta er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum tankskipum. Til þess að þetta sé hægt þarf að blanda því við 75 milljónir lítra af íslensku ferskvatni sem er um 2.500 lítrar á sekúndu af okkar hreina vatni sem síðan er mengað með alls kyns eiturefnum, sem fylgja CO2. Sjá má á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar Coda Terminal – Umhverfismatsskýrsla og þar í töflu 5.3 má sjá möguleg (öll þau) snefilefni og hámarksstyrk þeirra í CO2 straumi. Ég hef sagt það áður á Alþingi að það er hægt að vera heimskur og það er hægt að vera heimskari í umhverfismálum, en eru það ekki pottþétt gullverðlaun í að vera heimskastur að ætla að láta sér detta það í hug að leyfa svona mengun á fersku vatni og það í þeim eina tilgangi að menga landið, vatnið og sjóinn við Straumsvík? Við niðurdælingu á Hellisheiði var 1.000 tonnum á mánuði dælt niður af efni frá Hellisheiðarvirkjun með tilheyrandi jarðskjálftum upp á allt að 4 stigum, en við Straumsvík er gert ráð fyrir að dæla niður 250.000 tonnum á mánuði eða 250 sinnum meira og það örstutt frá byggðinni á Völlunum í Hafnarfirði. Hvernig í ósköpunum getum við látið okkur detta þetta í hug í fyrsta lagi og þá í öðru lagi að íhuga eina sekúndu að leyfa þessa vitleysu? Reykjanesið er eldvirkt svæði og í hverju gosi leysist upp gífurlegt magn mengandi efna, það er ótrúleg sóun að það á að menga 2.500 lítra af hreinu vatni á sekúndu og dæla því þarna niður með tilheyrandi mengun á landi, vatni og sjó við Straumsvík. En til hvers er verið að þessu? Jú, til þess að Evrópa geti losnað við sína mengun til okkar og þá skreytt sig með aflátsbréfum um hreinleika á okkar kostnað? Borholurnar verða boraðar niður á um 350 metra dýpi og síðan skáborað t.d. í átt að Vallarhverfinu í Hafnarfirði, eða þar undir? Þar er þegar til staðar sprungusvæði sem svipar til þess sem er í Grindavík og við vitum öll hvaða afleiðingar jarðskjálftar á sprungusvæði valda. Að leyfa þetta er eins og að hengja um hálsinn á sér gullverðlaun fyrir umhverfissóðaskap. Þeir sem að þessu koma verða að taka höfuðið út úr þessu eiturlofti sínu, anda að sér hreinu lofti, fá sér ómengaðan vatnssopa að drekka og síðan stöðva þetta. Ef ekki er vilji til þess er eitthvað skrýtið í gangi og þá snýst þetta bara um gróða og ekkert annað. Það er verið að reyna að plata almenning um að þetta sé svo umhverfisvænt, en kostnaðurinn við þetta er gífurlegur og almenningur verður látinn borga hann eins og alltaf og börnin okkar erfa síðan óafturkræfa mengun á landi og sjó við Straumsvík um aldur og ævi. Það er því miður verið að reyna að gera fólk að fíflum með þessari arfavitlausu framkvæmd og hún er nú á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og þeirra flokka sem þar stjórna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Umhverfismál Loftslagsmál Coda Terminal í Hafnarfirði Guðmundur Ingi Kristinsson Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Það stendur til að dæla niður 3 milljónum tonna af menguðu CO2 við Straumsvík nokkur hundruð metrum frá sprungusvæði í íbúabyggð. Þetta er menguð lofttegund sem hefur verið fönguð í Evrópu og á að sigla með til Íslands í sérútbúnum tankskipum. Til þess að þetta sé hægt þarf að blanda því við 75 milljónir lítra af íslensku ferskvatni sem er um 2.500 lítrar á sekúndu af okkar hreina vatni sem síðan er mengað með alls kyns eiturefnum, sem fylgja CO2. Sjá má á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar Coda Terminal – Umhverfismatsskýrsla og þar í töflu 5.3 má sjá möguleg (öll þau) snefilefni og hámarksstyrk þeirra í CO2 straumi. Ég hef sagt það áður á Alþingi að það er hægt að vera heimskur og það er hægt að vera heimskari í umhverfismálum, en eru það ekki pottþétt gullverðlaun í að vera heimskastur að ætla að láta sér detta það í hug að leyfa svona mengun á fersku vatni og það í þeim eina tilgangi að menga landið, vatnið og sjóinn við Straumsvík? Við niðurdælingu á Hellisheiði var 1.000 tonnum á mánuði dælt niður af efni frá Hellisheiðarvirkjun með tilheyrandi jarðskjálftum upp á allt að 4 stigum, en við Straumsvík er gert ráð fyrir að dæla niður 250.000 tonnum á mánuði eða 250 sinnum meira og það örstutt frá byggðinni á Völlunum í Hafnarfirði. Hvernig í ósköpunum getum við látið okkur detta þetta í hug í fyrsta lagi og þá í öðru lagi að íhuga eina sekúndu að leyfa þessa vitleysu? Reykjanesið er eldvirkt svæði og í hverju gosi leysist upp gífurlegt magn mengandi efna, það er ótrúleg sóun að það á að menga 2.500 lítra af hreinu vatni á sekúndu og dæla því þarna niður með tilheyrandi mengun á landi, vatni og sjó við Straumsvík. En til hvers er verið að þessu? Jú, til þess að Evrópa geti losnað við sína mengun til okkar og þá skreytt sig með aflátsbréfum um hreinleika á okkar kostnað? Borholurnar verða boraðar niður á um 350 metra dýpi og síðan skáborað t.d. í átt að Vallarhverfinu í Hafnarfirði, eða þar undir? Þar er þegar til staðar sprungusvæði sem svipar til þess sem er í Grindavík og við vitum öll hvaða afleiðingar jarðskjálftar á sprungusvæði valda. Að leyfa þetta er eins og að hengja um hálsinn á sér gullverðlaun fyrir umhverfissóðaskap. Þeir sem að þessu koma verða að taka höfuðið út úr þessu eiturlofti sínu, anda að sér hreinu lofti, fá sér ómengaðan vatnssopa að drekka og síðan stöðva þetta. Ef ekki er vilji til þess er eitthvað skrýtið í gangi og þá snýst þetta bara um gróða og ekkert annað. Það er verið að reyna að plata almenning um að þetta sé svo umhverfisvænt, en kostnaðurinn við þetta er gífurlegur og almenningur verður látinn borga hann eins og alltaf og börnin okkar erfa síðan óafturkræfa mengun á landi og sjó við Straumsvík um aldur og ævi. Það er því miður verið að reyna að gera fólk að fíflum með þessari arfavitlausu framkvæmd og hún er nú á ábyrgð ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og þeirra flokka sem þar stjórna.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar