Gen og glæpir Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar 11. júlí 2024 21:00 Uppeldi og ofbeldi eru andstæður - gen og glæpir eru háð aðstæðum Í íslensku samfélagi hefur verið aukin áhersla á að draga úr glæpastarfsemi meðal ungmenna. Ein leið til að ná þessum markmiðum er að styrkja siðferðiskennd og samkennd ungmenna með aðferðum sem byggja á kenningu um aðstæðumótað atferli (Situational Action Theory, SAT) og skilningi á erfðauppeldi (epigenetics). Í þessari grein verður fjallað um hvernig þessar kenningar geta í sameiningu útskýrt hegðun og hvernig hægt er að nýta þessa þekkingu til að bæta forvarnir og inngrip í íslensku samfélagi. Aðstæðumótað atferli og erfðauppeldi Samkvæmt kenningunni um aðstæðumótað atferli (SAT) er glæpsamleg hegðun afleiðing af samspili einstaklingsbundinna eiginleika og félagslegra aðstæðna. Kenningin leggur áherslu á að einstaklingar hafa mismunandi siðferðiskennd og tilfinningastjórn, sem mótar viðhorf þeirra til lögbrota. Þannig geta aðstæður ýmist skapað svigrúm fyrir glæpi eða verið til þess fallnar að hindra glæpi, og þurfa aðgerðir því að taka mið af bæði persónulegum og félagslegum þáttum. Með erfðauppeldi (epigenetics) er vísað til þess hvernig umhverfisáhrif geta haft áhrif á tjáningu gena án þess að breyta sjálfri DNA röðinni. Þessar breytingar á genatjáningu eru samt sem áður arfgengar þótt þær valdi ekki breytingum á erfðaefninu sjálfu. Tengsl á milli erfðauppeldis og SAT geta útskýrt hvernig umhverfisþættir og félagslegar aðstæður geta mótað hegðun einstaklinga í gegnum líffræðilega ferla. Tengsl SAT og erfðauppeldis SAT útskýrir hegðun út frá samspili einstaklingsbundinna eiginleika og félagslegra aðstæðna. Erfðauppeldi útskýrir hvernig umhverfisáhrif, eins og streita í æsku, geta breytt genatjáningu, sem hefur áhrif á hegðun seinna meir. Erfðauppeldi útskýrir hvers vegna einstaklingar bregðast ólíkt við sömu félagslegu aðstæðum af líffræðilegum ástæðum, sem getur varpað ljósi á hvernig uppeldi, menntun og félagsleg áhrif breyta tjáningu gena sem tengjast siðferðiskennd og tilfinningastjórnun. Skilningur á erfðauppeldi og SAT getur þannig hjálpað til við að þróa aðferðir til að grípa inn og styrkja siðferðisþrek barna og ungmenna á áhrifaríkan hátt. Áhrif erfðauppeldis á tilfinningastjórnun og siðferðiskennd Rannsóknir hafa sýnt að streita og áföll í æsku breyta tjáningu gena sem hafa með streitu- og tilfinningastjórnun að gera, sem kann að gera einstaklinga útsettari fyrir neikvæðum félagslegum aðstæðum og auka líkurnar á andfélagslegri hegðun. Umhverfisáhrif á borð við uppeldi og menntun geta haft áhrif á tjáningu gena sem hafa með siðferðisleg viðhorf og ákvarðanatöku að gera. Börn sem alast upp í öruggu og styðjandi umhverfi geta þróað með sér sterkari siðferðiskennd, sem dregur úr líkum á glæpsamlegri hegðun. Hagnýting í forvörnum og inngripum Sérsniðin inngrip Með því að skilja erfðauppeldi getum við þróað sérsniðnar a sem taka mið af einstaklingsbundnum viðkvæmni fyrir umhverfisáhrifum. Þetta getur hjálpað til við að búa til markvissari og áhrifaríkari forvarnir. Heildræn nálgun Þegar rýnt er í kenninguna um aðstæðumótað atferli og erfðauppeldis saman er margt sem bendir til þess að heildræn nálgun sé nauðsynleg til að draga úr afbrotum ungmenna. Þetta felur í sér að taka tillit til bæði félagslegra og líffræðilegra þátta þegar þróaðar eru aðgerðir til að bæta siðferðiskennd og tilfinningastjórnun. Námsefni Mikilvægt er að innleiða námsefni sem leggur áherslu á siðferðislega ákvörðunartöku, siðferðisgildi og afleiðingar frávikshegðunar. Það hlýtur að vera grundvöllur fyrir því að efla siðferðisþroska nemenda. Þetta myndi í sér reglulegar kennslustundir í siðfræði, þjálfun í að gera rétt (mögulega með sýndarveruleika) og kenna persónulega ábyrgð og tilfinninga- og streitustjórnun til að hjálpa þeim að stjórna tilfinningum sínum og leysa deilur friðsamlega. Slíkt stuðlar að bættri sjálfstjórn, minni árásargirni og aukinni félagslegri hæfni. Þá væri hægt að gera leiðbeiningarforrit þar sem eldri nemendur, kennarar og aðrir leiðbeina og styðja yngri nemendur, sem hafa þá alltaf jákvæðar fyrirmyndir, persónulegan siðferðislegan stuðning og félagslega tengingu. Auk framangreinds þarf tómstundastarf að vera áhugavert, þar sem fjölbreytt tómstundastarf stuðlar að teymisvinnu, virðingu og félagslegri tengingu. Dæmi um að bæta slíkt starf er aukin niðurgreiðsla í íþróttum og að hafa félagsmiðstöðvar inn í skyldunáminu, til að valda smitáhrifum yfir í að börn hagnýti slíkar miðstöðvar í frítíma sínum. Einnig mætti hafa samfélagsþjónustuverkefni inn í skyldunámi. Loks eru foreldrar mikilvægir samstarfsaðilar þegar kemur að því að stuðla að siðferðisþroska, og væri hægt að ætla þeim þátttöku í vinnustofum. Niðurstöður forrannsóknar í Cambridge Forrannsókn sem var framkvæmd í Cambridge, Bretlandi, sýndi fram á jákvæð áhrif inngripa sem byggja á SAT og sýndu þáttakendur framfarir í siðferðisþroska og tilfinningastjórn, urðu virkari í verkefnum og sýndu aukna samkennd og félagslega ábyrgð. Þetta benti til þess að slíkar aðgerðir gætu verið áhrifaríkar til að draga úr glæpastarfsemi meðal ungmenna. Barnið sem varð að harðstjóra Í bókinni *Barnið sem varð að harðstjóra* eftir Boga Þór Arason er lýst uppvaxtarárum nokkurra af illræmdustu einræðisherrum 20. aldar og hvernig barnæska þeirra og uppeldi mótaði þá til að verða þeir harðstjórar sem þeir urðu. Þessi lýsing gefur okkur innsýn í hvernig umhverfi og uppeldi geta haft djúpstæð áhrif á genatjáningu og þar með hegðun einstaklinga, sem er í samræmi við nýjustu rannsóknir á sviði erfðauppeldis. Samkvæmt erfðauppeldisfræðum geta umhverfisáhrifhaft áhrif á genatjáningu án þess að breyta sjálfri DNA röðinni og þannig getur ákveðin hegðun í barnæsku haft langtímaáhrif á ákvarðanatöku einstaklinga en þetta samspil erfða og umhverfis er sérstaklega mikilvægt þegar við skoðum mótun siðferðiskenndar og tilfinningastjórnar, sem eru lykilþættir í forvörnum og inngripum þegar kemur að afbrotahegðun. Með því að setja dæmi úr bókinni í samhengi við erfðauppeldi og kenninguna um aðstæðumótað atferli, má leiða líkur að því að mikilvægt sé að grípa snemma inn í líf barna, til að koma í veg fyrir að þau þrói með sér hegðunarmynstur sem leitt getur til afbrotahegðunar. Það getur verið að skynsamlegt sé að þróa og hanna forvarnir og inngrip út frá skilningi á erfðauppeldi og kenningunni um aðstæðumótað atferli. Hið minnsta er hægt að samþætta skilning á erfðauppeldi við aðgerðir sem byggja á SAT og öðlast dýpri skilning á afbrotahegðun ungmenna og mótað viðmið í því skyni að stuðla að heilbrigðara og öruggara samfélagi. Með öflugri samvinnu fræðimanna, stjórnvalda og samfélagsins alls er hægt að bæta siðferðisþroska einstaklinga og skapa umhverfi sem dregur úr frávikshegðun og stuðlar að jákvæðri þróun. Höfundur er lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Skoðun Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Uppeldi og ofbeldi eru andstæður - gen og glæpir eru háð aðstæðum Í íslensku samfélagi hefur verið aukin áhersla á að draga úr glæpastarfsemi meðal ungmenna. Ein leið til að ná þessum markmiðum er að styrkja siðferðiskennd og samkennd ungmenna með aðferðum sem byggja á kenningu um aðstæðumótað atferli (Situational Action Theory, SAT) og skilningi á erfðauppeldi (epigenetics). Í þessari grein verður fjallað um hvernig þessar kenningar geta í sameiningu útskýrt hegðun og hvernig hægt er að nýta þessa þekkingu til að bæta forvarnir og inngrip í íslensku samfélagi. Aðstæðumótað atferli og erfðauppeldi Samkvæmt kenningunni um aðstæðumótað atferli (SAT) er glæpsamleg hegðun afleiðing af samspili einstaklingsbundinna eiginleika og félagslegra aðstæðna. Kenningin leggur áherslu á að einstaklingar hafa mismunandi siðferðiskennd og tilfinningastjórn, sem mótar viðhorf þeirra til lögbrota. Þannig geta aðstæður ýmist skapað svigrúm fyrir glæpi eða verið til þess fallnar að hindra glæpi, og þurfa aðgerðir því að taka mið af bæði persónulegum og félagslegum þáttum. Með erfðauppeldi (epigenetics) er vísað til þess hvernig umhverfisáhrif geta haft áhrif á tjáningu gena án þess að breyta sjálfri DNA röðinni. Þessar breytingar á genatjáningu eru samt sem áður arfgengar þótt þær valdi ekki breytingum á erfðaefninu sjálfu. Tengsl á milli erfðauppeldis og SAT geta útskýrt hvernig umhverfisþættir og félagslegar aðstæður geta mótað hegðun einstaklinga í gegnum líffræðilega ferla. Tengsl SAT og erfðauppeldis SAT útskýrir hegðun út frá samspili einstaklingsbundinna eiginleika og félagslegra aðstæðna. Erfðauppeldi útskýrir hvernig umhverfisáhrif, eins og streita í æsku, geta breytt genatjáningu, sem hefur áhrif á hegðun seinna meir. Erfðauppeldi útskýrir hvers vegna einstaklingar bregðast ólíkt við sömu félagslegu aðstæðum af líffræðilegum ástæðum, sem getur varpað ljósi á hvernig uppeldi, menntun og félagsleg áhrif breyta tjáningu gena sem tengjast siðferðiskennd og tilfinningastjórnun. Skilningur á erfðauppeldi og SAT getur þannig hjálpað til við að þróa aðferðir til að grípa inn og styrkja siðferðisþrek barna og ungmenna á áhrifaríkan hátt. Áhrif erfðauppeldis á tilfinningastjórnun og siðferðiskennd Rannsóknir hafa sýnt að streita og áföll í æsku breyta tjáningu gena sem hafa með streitu- og tilfinningastjórnun að gera, sem kann að gera einstaklinga útsettari fyrir neikvæðum félagslegum aðstæðum og auka líkurnar á andfélagslegri hegðun. Umhverfisáhrif á borð við uppeldi og menntun geta haft áhrif á tjáningu gena sem hafa með siðferðisleg viðhorf og ákvarðanatöku að gera. Börn sem alast upp í öruggu og styðjandi umhverfi geta þróað með sér sterkari siðferðiskennd, sem dregur úr líkum á glæpsamlegri hegðun. Hagnýting í forvörnum og inngripum Sérsniðin inngrip Með því að skilja erfðauppeldi getum við þróað sérsniðnar a sem taka mið af einstaklingsbundnum viðkvæmni fyrir umhverfisáhrifum. Þetta getur hjálpað til við að búa til markvissari og áhrifaríkari forvarnir. Heildræn nálgun Þegar rýnt er í kenninguna um aðstæðumótað atferli og erfðauppeldis saman er margt sem bendir til þess að heildræn nálgun sé nauðsynleg til að draga úr afbrotum ungmenna. Þetta felur í sér að taka tillit til bæði félagslegra og líffræðilegra þátta þegar þróaðar eru aðgerðir til að bæta siðferðiskennd og tilfinningastjórnun. Námsefni Mikilvægt er að innleiða námsefni sem leggur áherslu á siðferðislega ákvörðunartöku, siðferðisgildi og afleiðingar frávikshegðunar. Það hlýtur að vera grundvöllur fyrir því að efla siðferðisþroska nemenda. Þetta myndi í sér reglulegar kennslustundir í siðfræði, þjálfun í að gera rétt (mögulega með sýndarveruleika) og kenna persónulega ábyrgð og tilfinninga- og streitustjórnun til að hjálpa þeim að stjórna tilfinningum sínum og leysa deilur friðsamlega. Slíkt stuðlar að bættri sjálfstjórn, minni árásargirni og aukinni félagslegri hæfni. Þá væri hægt að gera leiðbeiningarforrit þar sem eldri nemendur, kennarar og aðrir leiðbeina og styðja yngri nemendur, sem hafa þá alltaf jákvæðar fyrirmyndir, persónulegan siðferðislegan stuðning og félagslega tengingu. Auk framangreinds þarf tómstundastarf að vera áhugavert, þar sem fjölbreytt tómstundastarf stuðlar að teymisvinnu, virðingu og félagslegri tengingu. Dæmi um að bæta slíkt starf er aukin niðurgreiðsla í íþróttum og að hafa félagsmiðstöðvar inn í skyldunáminu, til að valda smitáhrifum yfir í að börn hagnýti slíkar miðstöðvar í frítíma sínum. Einnig mætti hafa samfélagsþjónustuverkefni inn í skyldunámi. Loks eru foreldrar mikilvægir samstarfsaðilar þegar kemur að því að stuðla að siðferðisþroska, og væri hægt að ætla þeim þátttöku í vinnustofum. Niðurstöður forrannsóknar í Cambridge Forrannsókn sem var framkvæmd í Cambridge, Bretlandi, sýndi fram á jákvæð áhrif inngripa sem byggja á SAT og sýndu þáttakendur framfarir í siðferðisþroska og tilfinningastjórn, urðu virkari í verkefnum og sýndu aukna samkennd og félagslega ábyrgð. Þetta benti til þess að slíkar aðgerðir gætu verið áhrifaríkar til að draga úr glæpastarfsemi meðal ungmenna. Barnið sem varð að harðstjóra Í bókinni *Barnið sem varð að harðstjóra* eftir Boga Þór Arason er lýst uppvaxtarárum nokkurra af illræmdustu einræðisherrum 20. aldar og hvernig barnæska þeirra og uppeldi mótaði þá til að verða þeir harðstjórar sem þeir urðu. Þessi lýsing gefur okkur innsýn í hvernig umhverfi og uppeldi geta haft djúpstæð áhrif á genatjáningu og þar með hegðun einstaklinga, sem er í samræmi við nýjustu rannsóknir á sviði erfðauppeldis. Samkvæmt erfðauppeldisfræðum geta umhverfisáhrifhaft áhrif á genatjáningu án þess að breyta sjálfri DNA röðinni og þannig getur ákveðin hegðun í barnæsku haft langtímaáhrif á ákvarðanatöku einstaklinga en þetta samspil erfða og umhverfis er sérstaklega mikilvægt þegar við skoðum mótun siðferðiskenndar og tilfinningastjórnar, sem eru lykilþættir í forvörnum og inngripum þegar kemur að afbrotahegðun. Með því að setja dæmi úr bókinni í samhengi við erfðauppeldi og kenninguna um aðstæðumótað atferli, má leiða líkur að því að mikilvægt sé að grípa snemma inn í líf barna, til að koma í veg fyrir að þau þrói með sér hegðunarmynstur sem leitt getur til afbrotahegðunar. Það getur verið að skynsamlegt sé að þróa og hanna forvarnir og inngrip út frá skilningi á erfðauppeldi og kenningunni um aðstæðumótað atferli. Hið minnsta er hægt að samþætta skilning á erfðauppeldi við aðgerðir sem byggja á SAT og öðlast dýpri skilning á afbrotahegðun ungmenna og mótað viðmið í því skyni að stuðla að heilbrigðara og öruggara samfélagi. Með öflugri samvinnu fræðimanna, stjórnvalda og samfélagsins alls er hægt að bæta siðferðisþroska einstaklinga og skapa umhverfi sem dregur úr frávikshegðun og stuðlar að jákvæðri þróun. Höfundur er lögfræðingur
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar